There Will be Blood frumsýnd!

Nýjasta mynd Daniel Day-Lewis, There will be Blood, verður frumsýnd núna á fimmtudaginn, 22.febrúar í SAMbíóunum
(12 ára aldurstakmark), en myndin kom út í Bandaríkjunum 26.desember
2007. Myndin byggir lauslega á skáldssögunni Oil frá 1927 eftir Upton
Sinclair og fjallar um Daniel Plainview (Daniel Day-Lewis)
sem byrjar starfsferilinn á því að grafa eftir silfri en lendir óvænt á
olíuæð. Daniel verður gráðugri eftir því sem hann verður ríkari og
reynir að pretta Sunday fjölskylduna til að eignast landareign þeirra,
með óvæntum afleiðingum. Myndin er tilnefnd til hvorki meira né minna
en 8 Óskarsverðlauna, m.a. fyrir bestu kvikmyndatöku og handrit en þó ekki fyrir búningahönnun.  Ásamt óskarsverðlaunatilnefningunum fékk Daniel Day-Lewis
Golden Globe verðlaun á dögunum sem besti aðalleikari fyrir hlutverk
sitt í myndinni, en margir muna eflaust eftir Daniel úr myndinni Gangs
of New York þar sem hann lék persónuna Bill the Butcher

Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, Paul Thomas Anderson, skrifar alltaf handrit mynda sinna sjálfur, þ.á.m. Boogie Nights þar sem Heather Graham sló í gegn ásamt Mark Wahlberg o.fl. Paul Thomas hefur verið óhræddur við að leikstýra mörgum stórstjörnunum í gegnum tíðina, t.d. leikstýrði hann Magnolia árið 1999 þar sem Tom Cruise, Philip Seymour Hoffman, William H. Macy og Julianne Moore  voru í aðalhlutverkum. Paul Thomas hefur nú líka leikstýrt mjög óhefðbundnum myndum, t.d. Punch-Drunk Love með Adam Sandler í aðalhlutverki.

Þó svo að There will be Blood sé þekkt fyrir frábæran leik Daniel Day-Lewis þá stendur annar ungur leikari sig frábærlega í myndinni, en það er hann Paul Dano, en hann lék m.a. á móti Óskarsverðlaunahafanum Alan Arkin í myndinni Little Miss Sunshine sem sló eftirminnilega í gegn á síðasta ári. Daniel Day-Lewis hlaut einnig Óskarsverðlaun hér fyrr um árið fyrir hlutverk sitt í My Left Foot. Paul Dano er væntanlegur í nýjustu mynd Dags Kára Péturssonar sem ber nafnið The Good Heart, en orðrómur segir að hann standi sig með mikilli prýði í þeirri mynd.