Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Punch-Drunk Love 2002

(Punch Drunk Love)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 7. mars 2003

95 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 79% Critics
Rotten tomatoes einkunn 78% Audience
The Movies database einkunn 78
/100

Myndin fjallar um Barry Egan (Sandler) sem hefur alist upp á heimili með sjö frekum systrum sínum og hefur fyrir vikið komið nokkuð skemmdur út úr því ástandi. Hann rekur sitt eigið fyrirtæki sem eftir því sem næst verður komist framleiðir meðal annars drullusokka. Hann hefur fundið leið til að verða sér úti um flugpunkta með því að versla gríðarlegt... Lesa meira

Myndin fjallar um Barry Egan (Sandler) sem hefur alist upp á heimili með sjö frekum systrum sínum og hefur fyrir vikið komið nokkuð skemmdur út úr því ástandi. Hann rekur sitt eigið fyrirtæki sem eftir því sem næst verður komist framleiðir meðal annars drullusokka. Hann hefur fundið leið til að verða sér úti um flugpunkta með því að versla gríðarlegt magn af búðing og hann á erfitt með að umgangast kvenfólk. Ein systranna reynir að koma honum í samband við vinnufélaga sinn Lenu (Emily Watson) og fjallar myndin um samband þeirra og baráttu Egan við geðsjúkan eiganda klámsímalínu (Philip Seymour Hoffman) sem vill hafa af honum eins mikið fé og mögulegt er.... minna

Aðalleikarar


Paul Thomas Anderson hefur fært okkur snilldarmyndir eins og Magnolia og Boogie Nights. Og hefur sterkasta hlið hans verið skemmtilegar samræður, drama, góð persónusköpun, góð saga og afbragðsskemmtun. Punch Drunk-Love er engin undantekning þar, fyrir utan Adam Sandler. En það er ekki galli, þetta er kostur. Að sjá Adam Sandler loksins koma fram í dramamynd er stórkostlegt. Og er ég ekki frá því að þetta er besta frammistaða hans í bíómynd. Kemur hann með mikla innlifun og lifir sig alveg inn í hlutverki sínu. Stórkostleg mynd og vonandi að maður fái að sjá Adam Sandler leika í fleiri dramamyndum. 4 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Punch Drunk Love er afar óvenjuleg mynd og ólík aulahúmor myndum Sandlers,en þessi er með skrýtin en samt fyndin dogma húmor. Barry Evans (Adam Sandler) er létt geðveikur maður sem gengur ekki mjög vel í kvennamálunum en hann á sjö systur sem eru alltaf að setja hann út á stefnumót en það er eiginlega það sem fer í taugarnar á honum. En hann kynnist óvart konu (Emily Watson, Red Dragon) sem reynist vera sú rétta en kemur honum samt í vandræði.Myndin hefur fengið einhver verðlaun eins og besti leikstjóri (Paul Thomas Anderson) á Cannes hátíðinni, og Adam Sandler fékk í fyrsta sinn tilnefningu til einhverra verðlauna (hann hefur ekki fengið góða dóma hjá snobbuðum gagnrýnendum) en hann var tilnefndur til Golden Globe fyrir besta leikara í aðalhlutverki,besti leikstjóri á Toronto Film Critics og besta leikkona í aukahlutverki (Emily Watson) í Toronto. Punch Drunk Love er frábær mynd sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Jæja, hvað á maður að segja um Punch drunk love? Tja ein af fáum myndum Adam Sandlers sem eru beinlínis nógu góðar. Og hann sömuleiðis í einu af sínum fáu góðu hlutverkum þrátt fyrir að það sé eins og að hann sé að reyna frekar að rífa sig uppúr trúðshlutverkinu heldur en að koma með almennilega persónusköpun. Mjög stýlísk og kröftug mynd, mörg samtölin vel skrifuð og á köflum fagmannlega unnin myndataka. Það helsta sem hægt er að setja út á þessa mynd er að hún er þegar allt kemur til alls ekki eins einlæg og hún hefði getað orðið og á kannski ekki eftir að eldast mjög vel. Samt sem áður er Punch drunk love stórfín í bili og þú þarft ekki að vera Adam Sandler aðdáandi til að hafa gaman af henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Punch-Drunk Love er ein af þessum myndum sem maður mun alltaf muna eftir og vitna í. Þessi mynd er stórkostleg í einu orði sagt. Það er varla hægt að fanga mannlegar tilfinningar betur en í þessari mynd. Leikstjórinn Paul Thomas Anderson (Magnolia, Boogie Nights) bætir hér enn einni rósinni í hnappagatið og sýnir það og sannar að hann er einn frambærilegasti leikstjórinn í heiminum í dag. Myndin fjallar um Barry Egan (Adam Sandler), einmana en nægjusaman mann sem er ekki fyrir neinum. Hann á sjö systur sem ráðskast með hann að vild. Þó Barry líti út fyrir að vera rólegur þá á hann það til að taka bræðisköst sem koma honum í vandræði. Barry á mjög erfitt með að kynnast konum en þegar ein systir hans kynnir hann fyrir Lenu Leonard (Emily Watson) fara hjólin að snúast. Barry og Lena fella hugi saman en það gengur ekki þrautalaust fyrir sig. Punch - Drunk Love er alvöru mynd sem fjallar um alvöru fólk. Það er ekkert verið að taka ástina neina silkihönskum í þessari mynd, hún sýnir okkur kaldan raunveruleikann. Það er allt frábært við þessa mynd, skothelt handrit, þétt leikstjórn, yndisleg kvikmyndataka og frábær tónlist. Rúsínan í pylsuendanum eru svo leikararnir. Þeir eru frábærir. Sandler og Watson fara á kostum. Þetta er mynd sem engin unnandi góðra kvikmynda má láta framhjá sér fara. Góða skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Paul Thomas Anderson, þeim snillingi, hefur greinilega verið mikið í mun að sýna að hann gæti gert 90 mínútna mynd um einfaldan hlut, eins og hefðbundið rómantískt samband karls og konu. Að vísu gerir hann það með sínum óhefðbundnu aðferðum. Í aðalhlutverkinu er einn af þeim mönnum sem fyrirfram er einna ólíklegastur allra leikara til að leika aðalhlutverkið í mynd eftir Anderson, Adam Sandler. Og mótleikkona hans er stórleikkonan Emily Watson. Er hægt að ímynda sér ólíklegra par. Útkoman er besta rómantíska gamanmynd ársins.

Sandler leikur Barry Egan, mann sem hefur alla tíð verið undirokaður af systrum sínum sem eru sjö talsins. Barry reynir einnig að reka viðskipti með salernishreinsivörur en sá rekstur er hálfpartinn í klósettinu sjálfur. Á yfirborðinu er Barry pínlega feiminn og óframfærinn en óánægja hans með sjálfan sig og líf sitt brýst oft út í æðisköstum á milli. Það mætti segja að Barry væri fremur óhamingjusamur.

Þangað til að hann hittir Lenu (Emily Watson) sem að systir hans hafði kynnt fyrir honum. Þrátt fyrir alla óframfærnina tekst honum að ná til Lenu og hún til hans. En babbið í bátnum er að hann þarf að hreinsa upp eftir sig afleiðingar þess að hafa hringt í kynlífslínu þegar hann var einmana. Núna er stelpan og dólgurinn hennar (Philip Seymour Hoffman) að kúga út úr honum peninga og senda handrukkara heim til hans þegar hann neitar að borga. Hvernig á honum að takast að losna við hyskið án þess að Lena komist að því?

Í rauninni skiptir söguþráðurinn ekki svo miklu máli ef út í það er farið. Myndin er einfaldlega um karl og konu sem eru hrifin af hvort öðru og sambandi þeirra. Virkar hefðbundið myndu margir halda en ekki í meðförum Andersons. Karakterarnir eru raunverulegir, með alvöru vandamál og hafa ekki þetta glansútlit sem einkennir flesta leikara í rómantískum gamanmyndum. Þeir lenda einnig í skrítnum, oft drepfyndnum en þó fullkomlega trúverðugum uppákomum. Kannski er það bara ég en mér finnst ríkja einhver gleði yfir myndinni og það er eitthvað gott við það að þessir karakterar hafi fundið hvor annan. Ég held allavegana að það sé það sem Anderson er að fara. Hann reynir einnig að sýna það sjónrænt með skotum sem sýna ekki neitt nema alls konar skæra liti. Einnig með mikilli litadýrð þegar karakterarnir eru á Hawaii saman og fleira í þeim dúr.

Mig hefur grunað það, alveg frá því ég sá The Wedding Singer að það væri eitthvað meira spunnið í Adam Sandler heldur en hálfömurlegar myndir sem hann hefur gert, eins og Big Daddy eða Little Nicky, gáfu til kynna. Og hér springur hann út. Hann leikur svipaða persónu og hann hefur oft áður gert, góðláta á yfirborðinu en botnlaus pyttur af uppsafnaðri reiði og pirringi undir niðri. Munurinn er sá að í þetta sinn virkar persónan eins og alvöru manneskja, en ekki bara eins og hver annar karakter í gamanmynd. Sandler hefur sýnt, rétt eins og Jim Carrey gerði með The Truman Show, að hann getur gert fleira heldur en að leika fávitahlutverk í fávitamyndum. Vonandi verður hann ekki jafn væminn og Jim Carrey er orðinn í seinni tíð. Þetta er frábær frammistaða.

Emily Watson, sem mér finnst nánast aldrei fá hlutverk við sitt hæfi, stendur sig einnig mjög vel á móti Sandler og þetta ólíka kvikmyndapar tekst að búa til mjög sterkt aðdráttarafl sín á milli. Philip Seymour Hoffman er einnig mjög skemmtilegur sem hálfgeggjaður melludólgur og smábófi.

Þessi mynd kemst ekki í þann þungavigtarflokk sem nánast meistaraverkið Boogie Nights og meistaraverkið Magnolia eru í en ég segi það og stend við það, ef að allar rómantískar gamanmyndir frá Bandaríkjunum væru eins og Punch-Drunk Love, þá gerði maður ekki annað heldur en að vera í bíói. Frábær mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

27.12.2011

Verstu myndirnar á árinu!

Það er komið að þeim tíma ársins þar sem botninn er skrapaður og ég get sko lofað ykkur því að 2011 sá sinn skerf af kalkúnum í bíó. Ef út í það er farið er þetta ábyggilega slakasta bíóárið sem ég man...

26.11.2011

Versta mynd Sandlers til þessa

Það er ekki til nógu sterk hausverkjartafla í heiminum sem getur læknað mígreniskastið sem ég fékk eftir að hafa setið yfir þessari mannskemmandi ælufötu sem setur sér einungis það markmið að útiloka alla sem hafa no...

31.12.2009

Áramóta-Tían!

Þrátt fyrir að ég hafi skrifað topplista fyrir cirka mánuði síðan yfir bestu myndir áratugarins sem nú er að baki þá finnst mér erfitt að réttlæta það að telja upp einungis 25 titla og fjalla bara um 10. Notendur...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn