Be Kind Rewind Sweded Trailer

Frumleikinn hjá Michel Gondry á sér enginn takmörk. Margir muna eflaust eftir Lacuna auglýsingunni sem vakti mikinn rugling hjá fólki því þau vissu ekki að hún var hluti af auglýsingaherferðinni fyrir Eternal Sunshine of the Spotless Mind, mynd leikstýrð af Michel Gondry. Það var meira að segja sett upp heimasíða fyrir Lacuna sem gaf littla sem enga vísbendingu um tilgang hennar.

Nú hefur frumleikinn verið toppaður, og gott betur en það. Fyrir Be Kind Rewind, nýjustu mynd Michel Gondry, hefur verið sett upp heimasíða engu lík. Fyrir þá sem ekki vita þá fjallar kvikmyndin um tvo starfsmenn á vídeóleigu sem eyðileggja óvart allar spólurnar. Til að bjarga rekstrinum þá ákveða þeir að kvikmynda allar myndirnar upp á nýtt með mjög góðum viðtökum.

Í anda kvikmyndarinnar þá er þema heimasíðunnar að öllu internetinu hafi verið eytt og þú átt að búa það aftur til. Þetta kalla þeir sweded, eða to swede. Það nýjasta er að Michel Gondry lét líta út fyrir að hann sé búinn að eyðileggja trailerinn fyrir myndina og tók hann allann aftur upp með dv vélinni sinni. Útkoman er hrein snilld.

Hægt er að horfa á alvöru trailerinn hér fyrir neðan og svo enþá lengra niður kemur svo sweded trailerinn. Á www.youtube.com/bekindrewind er svo hægt að horfa á fleira sweded efni.


Alvöru trailer

Sweded trailer