The Raven (2012)16 ára
Frumsýnd: 30. maí 2012
Tegund: Spennutryllir
Leikstjórn: James McTeigue
Skoða mynd á imdb 6.4/10 73,322 atkv.

  • Horfa/Kaupa
Söguþráður
Skálduð saga um síðustu daga rithöfundarins Edgar Allan Poe, þar sem hann eltir uppi fjöldamorðingja, en morðin minna á þau sem koma fyrir í sögum skáldsins. Myndin gerist í Baltimore á fimmta áratug nítjándu aldar. Lögregluforinginn Fields rannsakar dularfullt morð á mæðgum og tekur eftir því að aðstæðurnar eru afar svipaðar þeim sem rithöfundurinn Edgar Allan Poe hafði skáldað upp í sinni síðustu sögu. Fields ákveður því að tala við Poe og athuga hvað hann veit um málið. Í sama mund er annað morð framið, einnig á nákvæmlega sama hátt og Poe hafði lýst í annarri sögu. Og fleiri slík morð fylgja síðan í kjölfarið. Þegar Poe áttar sig á alvöru málsins ákveður hann að hjálpa til við rannsóknina. Leit hans að sannleikanum verður síðan að æsilegu kapphlaupi við tímann þegar hann áttar sig á því að hið endanlega fórnarlamb er hann sjálfur ...
Tengdar fréttir
06.05.2013
Borðaði spínat í 5 mánuði
Borðaði spínat í 5 mánuði
Alice Eve, sem leikur eitt af aðalhlutverkunum í Star Trek Into Darkness borðaði nær eingöngu spínat í fimm mánuði til að líta vel út fyrir myndina. "Um borð í The Enterprise ( geimskipið í Star Trek ) þá þarftu að líta út eins og þú sért með allt á hreinu og líta út fyrir að vera í fullkomnu bardagaformi," sagði leikkonan við breska dagblaðið The Telegraph, þar...
07.10.2011
Ný stikla: The Raven
Ný stikla: The Raven
Fyrsta stiklan fyrir nýjustu mynd John Cusack, The Raven, var gefin út í dag. Í henni fer Cusack með hlutverki skáldsins fræga, Edgar Allan Poe, í skálduðum kafla lífs hans. Poe er fenginn til að hjálpa lögreglunni við að stöðva raðmorðingja sem hermir eftir sögum hans og í kjölfarið byrjar morðinginn að ögra skáldinu. Titill myndarinnar er tekinn frá frægu ljóði eftir...
Trailerar
Stikla
Umfjallanir
Svipaðar myndir