Wes Craven að leikstýra Scream 4?

Við höfum haldið ykkur við efnið frá því að við heyrðum fyrst þá umræðu að hugmynd að Scream 4 hefði poppað upp hjá The Weinstein Company. Hins vegar hafa litlar upplýsingar borist fyrr en nú.

Leikstjórinn Wes Craven (Scream 3, A Nightmare on Elm Street) greindi frá því á Comic Con að hann hafi talað við Bob Weinstein um að setjast í leikstjórastólinn fyrir Scream 4. Craven er hins vegar hikandi til að vinna með The Weinstein Company aftur vegna þess hversu hroðalega illa gekk með síðasta samstarf þeirra, en þá kom myndin Cursed út árið 2004, mynd sem flestir vilja gleyma sem fyrst.

Craven er því enn að hugsa málið, en hann sagði þó að Kevin Williamson hafi mjög líklega verið fenginn til að skrifa handritið að Scream 4.

Mitt álit

Bob og Harvey Weinstein eru að mæta þessu verkefni með alltof miklum hálfum hug, þeir eru greinilega alls ekki tilbúnir til að ganga beint til verks. Af hverju að gera Scream 4? Það er enginn vettvangur né ástæða fyrir gerð þessarar myndar, nema fyrir þá einföldu ástæðu til að græða pening og slást í hóp með ,,fjórleikunum“ sem hafa verið að koma út síðastliðinn misseri (t.d. Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull, Die Hard 4.0…á ég að halda áfram?).

Tengdar fréttir

21.7.2008    Meira af Scream 4


15.7.2008    Scream 4 á leiðinni