Voltron á hvíta tjaldið, í leikinni mynd

Fyrirtæki að nafni World Events Productions hafa bókstaflega haldið Voltron í gíslingu í 20 ár, en þeir áttu kvikmyndaréttinn að honum. En nú hafa þeir misst réttinn og hann verið seldur til Atlas Entertainment, sem hafa framleitt myndir eins og Get Smart og The International (þeir komu einnig að hluta til við framleiðslu The Dark Knight).

Þeir stefna nú á framleiðslu leikinnar Voltron bíómyndar. Maður veltir því fyrir sér hvort áhuginn fyrir þessu verkefni sé sprottinn upp af gríðarlegum hagnaði Transformers myndanna ?

Fyrir þá sem ekki vita þá var Voltron teiknimyndaþáttur sem sló í gegn á níunda áratug síðustu aldar. Þættirnir fjölluðu um fimm einstaklinga sem stýrðu vélrænum ljón farartækjum. Þessi fimm ljón gátu síðan sameinast í einn stóran vél kall sem hét Voltron og var verndari jarðarinnar.

Justin Marks sem hefur séð um að skrifa handrit nýju myndarinnar segir að upprunalega teiknaða bíómyndin hafi ekki einungis verið barnamynd heldur hefði hún átt að höfða til eldri kynslóðarinnar einnig. Hann segir að nú þegar hann sé að skrifa handrit að nýrri mynd þá sé hann að skrifa hana fyrir alla Voltron aðdáendurnar sem horfðu á það þegar þeir voru yngri en eru nú orðnir fullorðnir og því eigi þetta að vera „fullorðinsmynd“.