Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

The International 2009

Justwatch

Frumsýnd: 27. febrúar 2009

Þeir stjórna peningunum þínum. Þeir stjórna ríkisstjórninni þinni. Þeir stjórna lífi þínu.

118 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 58% Critics
The Movies database einkunn 52
/100

Clive Owen og Naomi Watts leika aðalhlutverkin í pólitíska spennutryllinum The International, en þau leika Interpol-fulltrúa og saksóknara sem eru að reyna að knésetja einn stærsta banka heims. Þau eru sannfærð um að þessi banki stundi margvíslega ólöglega starfsemi, þar á meðal peningaþvætti, vopnasölu og fjármögnun á hryðjuverkastarfsemi. Rannsókn... Lesa meira

Clive Owen og Naomi Watts leika aðalhlutverkin í pólitíska spennutryllinum The International, en þau leika Interpol-fulltrúa og saksóknara sem eru að reyna að knésetja einn stærsta banka heims. Þau eru sannfærð um að þessi banki stundi margvíslega ólöglega starfsemi, þar á meðal peningaþvætti, vopnasölu og fjármögnun á hryðjuverkastarfsemi. Rannsókn tvíeykisins leiðir þau frá Berlín til Mílanó, New York og jafnvel Istanbul, en því lengur sem þau leita leiða til að koma lögum yfir bankann lenda þau í stöðugt meiri hættu, því yfirmenn bankans víla ekki fyrir að myrða fólk til að vernda skuggalega starfsemi sína, og verða þau því fljótt skotmörk.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


The International er hálf slöpp njósnamynd en ekki alveg alslæm. Söguþráðurinn er í messi og leikurinn herfilegur, Clive Owen er eiginlega að mínu mati mjög lélegur leikari. Eftir ömurlegan fyrsta hálftímann eða svo verður myndin næstum því bærileg og satt að segja töluvert skárri. En myndin verður þó aldrei beinlínis góð eða skemmtileg, fátt við það hvernig hún er gerð er jákvætt. Sumir kaflarnir eru bara alltílæ, skotbardaginn á safninu er reyndar rosalega flottur. Ein stjarna fyrir hlé og tvær eftir hlé, ég gef heildinni eina og hálfa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Heldur líflaus
The International dettur í sömu gryfju og margir hefðbundnir þrillerar með að lofa ágætu í byrjun áður en heildin fer hægt og rólega sígandi, sem er mikið bögg, því hugmyndin er mjög skemmtileg og vel í takt við íslensku kreppuna. Ég man a.m.k. ekki hvenær ég sá seinast mynd um spilltan banka.

Stærsti vandinn við myndina er að hún keyrir sig algjörlega á sjálfsstýringu mestallan tímann án þess að taka nokkuð tillit til persónanna. Ég tala þá ekki um að persónusköpunin sé nauðsynlega í lágmarki, heldur nánast engin! Leikararnir eru samt fínir. Clive Owen er auðvitað bara Clive Owen, og nær hann einhvern veginn alltaf að vera svalur. Nærvera hans kemur þó ekki í veg fyrir að maður taki eftir hversu ferlega óspennandi og leiðinleg persóna hans er, og myndin fengi eflaust lægri einkunn hefði Owen ekki verið viðstaddur til að sýna smá lit. Naomi Watts er líka ávallt sæt og falleg, en hlutverk hennar er ennþá flatara og meira óspennandi. Hún gerir varla neitt og síðan þegar líður nær lokum bara hverfur hún úr atburðarásinni og lætur ekkert sjá sig aftur. Ég held að leikstjóranum hafi bara ekki getað verið meira sama um hana, svipað og mér.

The International græðir þó á þrælgóðri kvikmyndatöku, sem er talsvert betri en maður er vanur að sjá í myndum af þessari tegund. Svo býður ræman einnig upp á einhvern flottasta skotbardaga sem ég hef séð undanfarna mánuði. Þessi skothríð í Guggenheim-safninu var svo fáránlega svöl og minnti mig á Heat útaf einhverjum ástæðum. Ég vonaðist innilega eftir að myndin tæki góðan kipp eftir það atriði og myndi ljúka með stæl, en eftirá fór myndin bara halda sig á sama striki og áður. Svekkjandi, ég veit.

Tom Tykwer hefur sýnt talsverða fjölbreytni sem leikstjóri, frá sýrutrippinu Lola Rennt til vönduðu umbúðanna í Perfume. Leikstjórn hans er voða afslöppuð hérna, en fyrir utan myndatökuna og þennan eina brjálæðislega öfluga skotbardaga er næstum því ekkert sem fer ekki eftir hefðbundinni uppskrift.

Myndin er gjörsamlega spennulaus og endirinn skilur mann eftir með afar súrt eftirbragð, og fannst mér hann gera afganginn á myndinni tilgangslausan. Ég fann a.m.k. ekki fyrir því að myndin væri að segja okkur eitthvað nýtt með þessum endi, og ef þið viljið sjá sama boðskap fluttan á kröftugri hátt, horfið þá frekar á Spielberg-klassíkina Munich.

Mér var eitthvað bara svo skítsama um þessa mynd. Hún náði að halda athygli minni bærilega og það er ávallt vont að setja eitthvað út á Clive Owen. Hún rétt skríður í miðjumoðið...

5/10.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

29.04.2015

Safnað fyrir bættu aðgengi

Söfnun er hafin á síðu Karolinafund sem hefur það markmið að bæta aðgengi fólks í hjólastólum að Bíó Paradís. Söfnunin felst í sölu aðgöngumiða og korta á sýningar Bíó Paradísar og er hægt að velja um...

17.12.2012

Silver Linings fær fimm Satellite verðlaun - Bardem besti meðleikari

Mynd leikstjórans David O. Russell, Silver Linings Playbook, kom sá og sigraði á 17. árlegu Satellite verðlaunahátíðinni, sem haldin var um helgina á Intercontinental hótelinu í Beverly Hills í Los Angeles í Bandarí...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn