Ný íslensk kvikmynd, Víti í Vestmannaeyjum, kom sá og sigraði í íslenskum bíóhúsum nú um helgina, en rúmlega 12 milljónir króna voru greiddar í aðgangseyri á myndina sem var frumsýnd fyrir helgi.
Í öðru sæti á íslenska bíóaðsóknarlistanum er önnur ný kvikmynd, Pacific Rim: Uprising, toppmynd bandaríska aðsóknarlistans um helgina. Þriðja sætið féll svo toppmynd síðustu viku í skaut, ævintýramyndinni Tomb Raider.
Ein ný mynd til viðbótar er á listanum að þessu sinni, Spoor, sem sýnd er í Bíó Paradís, en hún situr í 26. sæti listans eftir sýningar helgarinnar.
Athygli vekur að fjórar íslenskar kvikmyndir eru á topp 10 listanum, en auk Víti í Vestmannaeyjum eru það Andið eðlilega í fjórða sæti, Lói – þú flýgur aldrei einn, í sjötta sæti listans og Fullir vasar í níunda sæti.
Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: