Vinningshafar í bíómiðaleik og nýr leikur

Dregið hefur verið í bíómiðaleiknum sem finna mátti í septemberblaði Mynda mánaðarins og fá eftirtalin miða fyrir tvo í eitthvert kvikmyndahúsanna í vinning fyrir að hafa fundið skólatöskuna og skilað lausninni hér á kvikmyndir.is.

Vinningshafar eru …
Helga Laufey Jóhannesdóttir Thoroddsen
Arnar Þór Hafþórsson
Melkorka Mist Reynisdóttir
Birgit Þórðardóttir
Sigríður Ágústa Guðnadóttir

Vinningar verða póstlagðir til vinningshafa.

Nýr leikur í októrberblaðinu – Finndu laufblaðið.

Og þá er bara að skella sér í leikinn sem er í októberblaðinu en hann snýst að þessu sinni um að finna laufblað sem hefur verið komið fyrir einhvers staðar í Bíóhluta blaðsins.

Sem fyrr þurfa þátttakendur að finna laufblaðið og svara því á hvaða blaðsíðu taskan er.

Vinningar eru sem fyrr 5 x 2 miðar á einhverja mynd í einhverju kvikmyndahúsanna.

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum.