Vígalegi Jóli aftur vinsælastur

Jólaveinninn vígalegi í Violent Night heldur stöðu sinni á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans aðra vikuna í röð. Um næstu helgi fær hann verðuga samkeppni en þá verður stórmyndin Avatar: The Way of Water frumsýnd með pompi og prakt. Það er mynd sem margir hafa beðið spenntir eftir að sjá.

Blóði drifinn sveinn.

Það er harla tíðindalítið á topplistanum þessa vikuna þar sem myndirnar í öðru, þriðja, fjórða og fimmta sæti eru líka þær sömu og í síðustu viku.

Verðlaunamynd hækkar sig um sæti

Þá er vert að minnast á að Triangle of Sadness, verðlaunamynd Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna, hækkar sig um eitt sæti upp í það sjötta.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: