Verðlaunamyndir Sundance afhjúpaðar


Á hverju ári flykkjast framleiðendur, leikstjórar, höfundar, leikarar og áhorfendur til Sundance á þessum tíma árs til að kaupa, selja og sjá nýjar myndir (oftast sjálfstætt framleiddar) og verðlauna bæði dómnefnd og áhorfendur það besta á hátíðinni. Það er alltaf nóg af áhugaverðum myndum og efnilegu fólki að brjóta sér leið í bransann á hátíðinni.

Hátíðin í ár hljómar mjög fjölbreytt og hafa margar myndir vakið mikla athygli á borð við I Am Not A Hipster, Tim & Eric‘s Billion Dollar Movie, og Beasts Of The Southern Wild en sú mynd hreppti hnossið í ár sem besta dramatíska kvikmyndin á Sundance-hátíðinni. Hér fyrir neðan er listinn yfir helstu sigurvegara hátíðarinnar og stutt lýsing á myndunum:

BESTA DRAMAMYNDIN SAMKVÆMT DÓMNEFND
Beasts Of The Southern Wild (Bandaríkin), leikstjóri: Benh Zeitlin, handritshöfundar: Behn Zeitlin, Lucy Alibar.
Hin sex ára gamla Hushpuppy sem býr ásamt ströngum föður sínum, Wink, á syðri hluta jarðarinnar. Þegar faðir hennar veikist af sérkennilegum sjúkdóm og náttúruöflin taka á sig hættulega mynd hefur Hushpuppy leit að löngu horfnari móður sinni.

BESTA HEIMILDARMYNDIN SAMKVÆMT DÓMNEFND
The House I Live In (Bandaríkin), leikstjóri: Eugene Jarecki.
Rúmlega síðustu 40 ár hefur baráttan gegn eiturlyfjum hjá Bandarísku ríkisstjórnini leitt til að 45 milljónir manna hafa verið handteknir, gert Ameríku að stærsta fangelsisveldi heims, og haft skæð áhrif á fátækari samfélög innanlands og erlendis. Þrátt fyrir allt þetta eru eiturlyf ódýrari, hreinni hlutfallslega séð og auðfengnari en áður. Hvað fór úrskeiðis og hvað er hægt að leysa vandann og græða samfélagið á ný?

BESTA ERLENDA HEIMILDARMYNDIN SAMKVÆMT DÓMNEFND
The Law in These Parts/strong (Ísrael), leikstjóri: Ra’anan Alexandrowicz.
43 ára gamalt lagakerfi Heimstjórnarsvæða Palestínumanna er afhjúpað með viðtölum við hönnuðum kerfisins og gömlu myndefni sem sýnir notkun þeirra í samfélagi Palestínu.

BESTA ERLENDA DRAMAMYNDIN SAMKVÆMT DÓMNEFND
Violeta Went To Heaven (Síle, Argentína, Brasilía, Spánn), leikstjóri: Andrés Wood, handritshöfundar: Eliseo Altunaga, Rodrigo Bazes, Guillermo Calderón, Andrés Wood.
Ævisaga um þekktu söngkonuna Violeta Parra frá Síle þar sem farið er yfir tónverk hennar, minningar, ástir og glæstar vonir.

BESTA HEIMILDARMYNDIN SAMKVÆMT ÁHORFENDUM
The Invisible War, leikstjóri: Kirby Dick.
Rannsókn og tilfinningaþrungið innlit í stigvaxandi vandamál tengdum nauðgunum innan Bandaríska hersins, nefndirnar sem hylma yfir tilvist þeirra og harkalegar persónulegar og samélagslegar afleiðingar þeirra.

BESTA DRAMAMYNDIN SAMKVÆMT ÁHORFENDUM
The Surrogate, leikstjóri: Ben Lewin.
Hinn 36 ára fréttaritari og ljóðahöfundur Mark O’Brien telur að tíminn sé kominn til að missa sveindóminn. Ásamt sálfræðing sínum og ráðleggingum prest síns hefur hann samband við „kynlífsstaðgengil“ til að hjálpa sér á leið til karlmennskunnar.

BESTA ERLENDA HEIMILDARMYNDIN SAMKVÆMT ÁHORFENDUM
Searching For Sugar Man, (Svíþjóð, Bretland), leikstjóri: Malik Bendjelloul.
Rodriguez var besta bandaríska rokkgoðið á áttunda áratugnum sem fékk því miður aldrei sína raunverulegu verðskuldaða athygli. Talinn einn sá besti síns tíma en hvarf sporlaust. Mörgum árum síðar fyrlgir Sænski leikstjórinn Malik Bendjelloul tveim dyggum aðdáendum Rodriguez til að komast að því hvort orðrómar um andlát Rodriguez eru sannir, en þeir komast að því að nú hefur hann risið úr öskunni mörgum árum síðar á gjörólíkan máta langt frá heimkynum sínum.

BESTA ERLENDA DRAMAMYND SAMKVÆMT ÁHORFENDUM
Valley Of Saints, (Indland, Bandaríkin), leikstjóri og handritshöfundur: Musa Syeed.
Gulzar ætlar að flýja fátækleg og hernumin heimkynni sín í Kasmír ásamt vini sínum, en ung og falleg kona sem rannsakar deyjandi fljót leiðir hann til hugleiðinga um öðruvísi framtíð.

BESTA LEIKSTJÓRN (HEIMILDARMYND)
Fenton Bailey fyrir The Queen of Versailles

BESTA LEIKSTJÓRN (DRAMAMYND)
Ava DuVernay fyrir Middle Of Nowhere

BESTA ERLENDA LEIKSTJÓRN (HEIMILDARMYND)
Emad Burnat og Guy David fyrir 5 Broken Cameras. (Palestína, Ísrael, Frakkland)

BESTA ERLENDA LEIKSTJÓRN (DRAMAMYND)
Mads Matthiesen fyrir Teddy Bear. (Danmörk)

WALDO SALT HANDRITSVERÐLAUNIN
Derek Conolly fyrir Safety Not Guaranteed

BESTA ERLENDA HANDRITIÐ
Marialy Rivas, Camila Gutiérrez, Pedro Peirano, Sebastián Sepúlveda fyrir Young & Wild. (Síle)

BESTA KLIPPING (HEIMILDARMYND)
DETROPIA

BESTA KLIPPING (ERLEND HEIMILDARMYND)
Indie Game: The Movie (Kanada)

BESTA KVIKMYNDATAKA (HEIMILDARMYND)
Chasing Ice

BESTA KVIKMYNDATAKA (DRAMAMYND)
Beasts of the Southern Wild

BESTA KVIKMYNDATAKA (ERLEND HEIMILDARMYND)
Putin’s Kiss (Danmörk)

BESTA KVIKMYNDATAKA (ERLEND DRAMAMYND)
My Brother the Devil (Bretland)

Restina af verðlaunahöfunum er hægt að sjá hér. Danmörk, Bretland, Ísrael, og Síle voru sigursælustu erlendu löndin og Beasts Of The Southern Wild vann flest verðlaunin í flokki bandarískra kvikmynda. Mikið af myndunum þarna hljóma ansi djúsí og verður spennandi að sjá hvað verður um þær á næstunni.

Fylgdust lesendur eitthvað með Sundance kvikmyndahátíðinni? Hvað hljómar best af myndunum sem sýndar voru á hátíðinni?