Tryllingur á toppnum

1371748354000-World-War-ZTvær nýjar myndir hafa nú tyllt sér í tvö efstu sætin á nýjasta íslenska DVD/Blu-ray listanum, sem kom út í dag. Brad Pitt uppvakningatryllirinn World War Z er í fyrsta sæti og spennu-gamanmyndin R.I.P.D. er í öðru sætinu. Í þriðja sætinu er toppmynd síðustu viku, The Heat, með þeim Sandra Bullock og Melissa McCarthy, og í fimmta sætinu upp um eitt sæti á milli vikna er hin ævisögulega jOBS. Í fimmta sæti er svo aftur ný mynd, en þar eru það æringjarnir Kevin James, Adam Sandler og félagar í Grown Ups 2. 

Tvær nýjar myndir til viðbótar eru á listanum. Skrímslatryllirinn Pacific Rim fer beint í 10. sætið og teiknimyndin Epic fer beint í 15. sætið.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan:

lisisisisis