World War Z
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ofbeldi
Myndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn
SpennumyndDramaHrollvekjaVísindaskáldskapur

World War Z 2013

Frumsýnd: 10. júlí 2013

Enginn tími eftir

7.0 548,543 atkv.Rotten tomatoes einkunn 66% Critics 7/10
116 MÍN

World War Z er byggð á samnefndri bók eftir Max Brooks sem kom út árið 2006 og var nokkurs konar framhald bókar hans frá 2003, The Zombie Survival Guide. Í þeirri bók var sagt frá illviðráðanlegri uppvakningaplágu sem herjaði á jörðina og ógnaði tilveru alls mannkyns. World War Z gerist hins vegar 10 árum síðar þegar uppvakningaplágan er orðin svo óviðráðanleg... Lesa meira

World War Z er byggð á samnefndri bók eftir Max Brooks sem kom út árið 2006 og var nokkurs konar framhald bókar hans frá 2003, The Zombie Survival Guide. Í þeirri bók var sagt frá illviðráðanlegri uppvakningaplágu sem herjaði á jörðina og ógnaði tilveru alls mannkyns. World War Z gerist hins vegar 10 árum síðar þegar uppvakningaplágan er orðin svo óviðráðanleg að allt útlit er fyrir að baráttan við hana, og þar með baráttan fyrir lífi manna á Jörðu, sé endanlega töpuð, enda eru aðeins 90 dagar til stefnu. Brad Pitt leikur hér Gerry Lane, sérfræðing á vegum Sameinuðu þjóðanna, sem í æsilegu kapphlaupi við tímann reynir að finna einhver ráð til að stöðva ófögnuðinn og forða mannkyninu frá útrýmingu, en þarf um leið að bjarga bæði sjálfum sér og fjölskyldu sinni undan blóðþyrstum uppvakningum sem hreinlega æða yfir allt og alla og eira engu. Von hans felst í því að uppgötva uppruna plágunnar og að sú vitneskja leiði hann að lausninni áður en tíminn er úti ...... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn