Sveitabrúðkaup er ný íslensk kvikmynd eftir Valdísi Óskarsdóttur. Myndin verður frumsýnd 28. ágúst næstkomandi. Hún fjallar um par sem ákveður að gifta sig í sveitakirkju. Þau leggja af stað á brúðkaupsdaginn í sitthvorri rútunni með sínum gestum hvor en villast á leiðinni. Í viðtali við Vikuna segir Valdís hugmyndina hafa komið þegar hún var að hlusta á tónlist úr júgóslavísku kvikmyndinni Black Cat, White Cat.
Valdís hefur unnið við kvikmyndagerð frá því árið 1984 þegar hún vann með Þráni Bertelssyni við Löggulíf. Síðan hefur hún aðalega unnið sem klippari, en þar má helst nefna Festen, Hafið og Eternal Sunshine of the Spotless Mind en hún vann Bafta verðlaun fyrir hana.
Eftir að hafa skrifað handritið sá hún að það þurfti að taka myndina upp á sérstakan hátt og því ákvað hún að leikstýra henni sjálf. Þetta er fyrsta myndin sem hún leikstýrir. Þannig fór að tekið var upp 100 klukkutímar af efni, með 4 upptökuvélum samtímis á 7 tökudögum. Þannig fékk leikhópurinn mikið svigrúm til að spinna og gefur myndinni sérstaktakan keim.
Kvikmyndir.is frumsýnir hér trailer myndarinnar:

