Náðu í appið

Festen 1998

(The Celebration)

Aðgengilegt á Íslandi

Frumsýnd: 14. janúar 1999

Every family has a secret.

105 MÍNDanska
Rotten tomatoes einkunn 91% Critics
The Movies database einkunn 8
/10
The Movies database einkunn 82
/100
Tilnefnd sem besta erlenda mynd á Golden Globes, BAFTA og fleiri hátíðum.Dómnefndarverðlaun í Cannes.

Margverðlaunuð dogma-mynd Thomas Vinterberg flettir ofan af fjölskylduleyndarmálunum sem leynast gjarna undir sléttu og felldu yfirborði samfélagsins. Áleitin og óvægin mynd um skuggahliðar manneskjunnar. Faðirinn á 60 ára afmæli. Fjöskylda hans kemur saman til að fagna afmælinu í kastala. Allir bera virðingu fyrir föðurnum og kunna vel við hann ... eða hvað?... Lesa meira

Margverðlaunuð dogma-mynd Thomas Vinterberg flettir ofan af fjölskylduleyndarmálunum sem leynast gjarna undir sléttu og felldu yfirborði samfélagsins. Áleitin og óvægin mynd um skuggahliðar manneskjunnar. Faðirinn á 60 ára afmæli. Fjöskylda hans kemur saman til að fagna afmælinu í kastala. Allir bera virðingu fyrir föðurnum og kunna vel við hann ... eða hvað? Yngsti sonurinn reynir í sífellu að uppfylla væntingar föður síns. Hann rekur grill bar í skítugum hluta Kaupmannahafnar. Elsti sonurinn rekur veitingahús í Frakklandi, og systirin er mannfræðingur. Eldri systirin framdi nýlega sjálfsmorð og faðirinn biður elsta soninn að segja nokkurð orð um hana, af því að hann er hræddur um að fara að gráta ef hann gerir það sjálfur. Elsti sonurinn samþykkir þetta. Í raun þá er hann með tvær ræður tilbúnar. Gula og græna. Við borðið biður hann föður sinn að velja hvora ræðuna hann eigi að flytja. Faðirinn velur þá grænu. Sonurinn segir að hún fjalli um sannleikann. Allir hlægja, nema faðirinn sem verður taugaóstyrkur. Hann veit að sonurinn er um það bil að uppljóstra leyndarmálinu á bakvið sjálfsmorð elstu systurinnar.... minna

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni (1)


Myndin Festen fjallar aðallega um samband tveggja bræðra, annar drykkfelldur og ofbeldisfullur en hinn hlédrægur og kyrrlátur við hvorn annan og föður sinn þegar þeir koma í 60 ára afmælið sitt. Allt virðist ætla að fara mjög vel fram þar til ógnvænleg fjölskylduleyndarmál koma upp á yfirborðið og óvíst er að fjölskyldan muni nokkurn tímann sættast aftur. Festen er ein af þessum myndum sem skilur mikið eftir sig og er góð hvíld frá færibandaframleiðslunni í Hollywood. Myndin er mjög vel leikstýrt af Thomas Widerberg og einnig er hún mjög vel skrifuð. Skemmtilegt er við hana hvað hún fetar einstigið milli gamanmyndar og drama vel og er bæði drepfyndin á sama tíma og hún er harmþrungin. Hjálpa leikararnir þar mikið uppá en þeir eru hver öðrum betri, ekki síst Ulrich Thomsen sem hinn hlédrægi bróðir, kominn til að gera upp sakirnar við föður sinn. Ég mæli með þessari mynd við alla sanna kvikmyndaáhugamenn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn