Festen
1998
(The Celebration)
Frumsýnd: 14. janúar 1999
Every family has a secret.
105 MÍNDanska
91% Critics
94% Audience
82
/100 Tilnefnd sem besta erlenda mynd á Golden Globes, BAFTA og fleiri hátíðum.Dómnefndarverðlaun í Cannes.
Margverðlaunuð dogma-mynd Thomas Vinterberg flettir ofan af fjölskylduleyndarmálunum sem leynast gjarna undir sléttu og felldu yfirborði samfélagsins. Áleitin og óvægin mynd um skuggahliðar manneskjunnar.
Faðirinn á 60 ára afmæli. Fjöskylda hans kemur saman til að fagna afmælinu í kastala. Allir bera virðingu fyrir föðurnum og kunna vel við hann ... eða hvað?... Lesa meira
Margverðlaunuð dogma-mynd Thomas Vinterberg flettir ofan af fjölskylduleyndarmálunum sem leynast gjarna undir sléttu og felldu yfirborði samfélagsins. Áleitin og óvægin mynd um skuggahliðar manneskjunnar.
Faðirinn á 60 ára afmæli. Fjöskylda hans kemur saman til að fagna afmælinu í kastala. Allir bera virðingu fyrir föðurnum og kunna vel við hann ... eða hvað? Yngsti sonurinn reynir í sífellu að uppfylla væntingar föður síns. Hann rekur grill bar í skítugum hluta Kaupmannahafnar. Elsti sonurinn rekur veitingahús í Frakklandi, og systirin er mannfræðingur. Eldri systirin framdi nýlega sjálfsmorð og faðirinn biður elsta soninn að segja nokkurð orð um hana, af því að hann er hræddur um að fara að gráta ef hann gerir það sjálfur. Elsti sonurinn samþykkir þetta. Í raun þá er hann með tvær ræður tilbúnar. Gula og græna. Við borðið biður hann föður sinn að velja hvora ræðuna hann eigi að flytja. Faðirinn velur þá grænu. Sonurinn segir að hún fjalli um sannleikann. Allir hlægja, nema faðirinn sem verður taugaóstyrkur. Hann veit að sonurinn er um það bil að uppljóstra leyndarmálinu á bakvið sjálfsmorð elstu systurinnar.... minna