Náðu í appið
Öllum leyfðMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Black Cat, White Cat 1998

(Crna macka, beli macor - Svartur köttur, hvítur köttur)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 27. ágúst 1999

127 MÍNRúmenska
Rotten tomatoes einkunn 82% Critics
The Movies database einkunn 73
/100

Matko er svikahrappur sem býr við ánna Dóná ásamt 17 ára gömlum syni sínum Zare. Eftir viðskiptaævintýri sem fer í hundana, þá skuldar hann glæpamanninum Dadan peninga. Dadan á systur, Afrodita, sem hann vill endilega að gifti sig, þannig að þeir gera með sér samkomulag: Zare á að giftast Afrodita. En hvorugt þeirra hefur áhuga á að láta aðra skipa... Lesa meira

Matko er svikahrappur sem býr við ánna Dóná ásamt 17 ára gömlum syni sínum Zare. Eftir viðskiptaævintýri sem fer í hundana, þá skuldar hann glæpamanninum Dadan peninga. Dadan á systur, Afrodita, sem hann vill endilega að gifti sig, þannig að þeir gera með sér samkomulag: Zare á að giftast Afrodita. En hvorugt þeirra hefur áhuga á að láta aðra skipa sér að giftast: Zara er ástfangin af Ida, og Afrodita er að bíða eftir draumaprinsinum. ... minna

Aðalleikarar


Hálfbrjálæðislegur en stórskemmtilegur farsi, í lengra lagi en alls ekki verri fyrir það. Svo gjörólík þessum Hollywood-gamanmyndum. Allir leikarar standa sig vel, en gömlu "frosnu" karlarnir tveir eru frábærir. Mæli eindregið með henni!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi afar fyndna og virkilega súrrealíska mynd frá Emir Kusturica er með skrítið fólk, furðulegar uppákomur og endalaust vesen og misskilning á misskilning ofan. Myndin segir frá feðgum. Faðirinn er hálfgerður auli og eftir að hafa misst peninga í viðskiptum á afar klaufalegan hátt skuldar hann bróður sínum, sem er smákrimmafauti, töluverða fúlgu. Til þess að leysa þetta vandamál ákveða þeir bræður að sonurinn giftist systur krimmans sem er afar smávaxin svo ekki sé minna sagt. Syninum líst ekkert á þetta fyrirkomulag karlanna þar sem að hann á þegar vingott við aðlaðandi konu. En ef hann gerir ekki eins og honum er sagt verður karl faðir hans drepinn. Inn í þetta blandast síðan faðir karlsins og besti vinur hans sem er valdamikill glæpamaður. Þessi afar fyndni farsi státar af frábærum leik allra leikara sem eru allir meira og minna óþekktir og utan um allt heldur Emir Kusturica með sína afar skringilegu sýn á líf sígauna í Austur-Evrópu. Sum atriði eru sprenghlægileg og sumar uppákomur svo kostulegar að maður fer að halda að maður sé að horfa á dellugamanmynd. En myndin er meira en það. Hún er líka um ungt fólk sem rís upp gegn hinum aldagömlu skyldum og kúgunum eldri kynslóðarinnar. Það er hugsun á bak við þetta allt saman og þess vegna gengur myndin upp.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn