Topp 3 óbreytt á milli vikna

Töfraheimurinn í Fantastic Beasts er greinilega vinsæll hjá ungum sem öldnum hér á Íslandi, því Fantastic Beasts: The Crimes of Grindelwald er aðra vikuna í röð á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans, eftir sýningar helgarinnar.

Engar breytingar eru heldur í sætum tvö og þrjú, en þar sitja sem fastast annarsvegar sjálfur Trölli í The Grinch, og svo bresku rokkararnir í Queen í Bohemian Rhapsody tónlistarmyndinni.

Nýja Hollywood myndin Widows, sem er nýjasta kvikmyndin í hlaðvarpinu okkar hér á síðunni, náði einungis fimmta sæti listans á sinni fyrstu viku á lista.

Í sjöunda sæti er einnig ný mynd, Planeta Singli 2, og í 16. sætinu er sömuleiðis ný kvikmynd, Erfingjarnir. 

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan. Smelltu til að sjá hann stóran: