Fyrir jól þá var kona ráfandi fyrir utan húsið sem ég bý í. Þegar hún sá mig spurði hún mig hvort ég byggji þarna og sagði mér að hún hefði áhuga á að taka upp atriði fyrir bíómynd. Mánuði seinna var heill her af kvikmyndagerðafólki búið að leygja íbúðina. Þau voru komin til að taka upp nýja íslenska kvikmynd sem ber heitir Hátíð í bæ. Fremstur í fararbroddi var Hilmar Oddsson leikstjóri en hann hefur gert myndir á borð við Tár úr steini og Kaldaljós.
Hátíð í bæ verður frumsýnd jólin 2009. Hún er gerð eftir handriti Páls Kristins Pálssonar. Myndin eru um Jonna (Tómas Lemarquis) sem er ný kominn til Íslands eftir að hafa verið búsettur í Argentínu. Við fylgjumst með honum takast á við erfiðar aðstæður, kljást við ástina og hvernig fjölskyldunni tekst að halda gleðileg jól þrátt fyrir allt.
Auðvitað notaði ég tækifærið og smellti nokkrum myndum af tökustaðnum, enda ekki langt að fara.
Hér sést Tómas í hlutverki Jonna meðan verið er að undirbúa tökur. Rosalega öfunda ég þá af RED upptökuvélinni sem þeir höfðu.