The Hunger Games stikla

The Hunger Games, myndin sem Hollywood vonast til að starti næstu unglingaseríu sem allir verða að fylgjast með, hefur fengið stiklu. Myndin er byggð á bók eftir Susan Collins, leikstjóri er Gary Ross (Seabiscuit) og með aðalhlutverk fara Jennifer Lawrence (X-Men: First Class) og Josh Hutcherson (Journey 3D). Ef allt fer að óskum vonast Lionsgate til þess að þetta verði fyrsta myndin af þríleik, og þegar hefur verið tilkynnt að önnur myndin eigi að koma út í nóvember 2013.

Myndin gerist í villmannslegu framtíðarsamfélagi þar sem áður voru Bandaríki Norður Ameríku. Raunveruleikaþættir hafa verið teknir upp á annað stig þarna, og á hverju ári eru 24 krakkar, 2 frá hverju héraði ríkisins, látnir berjast til dauða þangað til einn stendur eftir. Hugmyndin er semsagt beint upp úr japönsku klassískinni Battle Royale – bara án sjónrænna blóðsúthellinga. Hér er stiklan:

Ég verð að viðurkenna að ég er alls ekki að sjá þetta. Jennifer Lawrence er æðisleg leikkona og gæti alveg gert góða hluti við þennan karakter – en margt þarna lítur bara… asnalega út. Hefur einhver hérna lesið þessar bækur?