The Hangover Part II – Trailer!

Fyrir stuttu fengum við að sjá örstutt brot úr næstu mynd um félagana úr The Hangover, en nú er stiklan lent á netinu í allri sinni dýrð.

Eftir ævintýrið í Las Vegas hefur Stu (Ed Helms) ákveðið að taka engar áhættur og halda einungis lítið matarboð fyrir brúðkaup sitt í Tælandi. En hlutirnir ganga ekki alltaf eins og vona skal þegar þeir Phil (Bradley Cooper) og Alan (Zach Galafianakis) eru með í för, og daginn eftir heildarinnar teiti þurfa strákarnir enn og aftur að komast að því hvað í ósköpunum gerðist kvöldinu áður.