The Avengers eykur sölu á Shawarma

Ef þú ert einn af 40,000 Íslendingum hefur séð The Avengers, þá eru fínar líkur á því að þú áttir þig á tengingunni á milli Shawarma og myndarinnar, sérstaklega ef þú hefur séð myndina oftar en einu sinni. Þeir sem hafa ekki séð myndina hafa eflaust ekki hugmynd um hvað málið snýst. Annars hefur þessi litla tilvísun hjá Tony Stark í Mið-Austurlenska kjötið svo sannarlega hjálpað þeim veitingastöðum umhverfis heiminn sem sérhæfa sig í Shawarma-réttum. Mjög, mjög mikið.

Samkvæmt TMZ hefur salan aukist um 80% til dæmis bara á Los Angeles-svæðinu og að sögn Google er „Shawarma“ eitt af heitustu leitarorðunum í dag. Joss Whedon ætlar sér greinilega ekki bara að eiga sér sérstakan sess í hjörtum kvikmyndaáhugamanna, heldur líka hjá fjölmörgum í matarbransanum.

Í myndinni eru tilvísanirnar í rauninni tvær, en sú seinni er staðsett í loka-lokasenunni eftir kreditlistann (sem við hérlendis fengum því miður ekki með okkar drifum – en klippuna er auðveldlega hægt að finna á netinu. Til dæmis hér) Ég efast þó ekki um það sjálfur að einhverjir Íslendingar hafi ákveðið að skella sér á einn eða tvo Shawarma-rétti (alveg eins og Avengers-teymið sjálft) til að sjá hvort eitthvað sé varið í þetta.

Ert þú kannski á meðal þeirra?

Undirritaður réttir allavega upp hönd. Fimm bíóferðir á þessa einstöku veislu geta varla kallað á annað.