Læstur inni vegna Nolan myndar

Þó að Twilight leikarinn Robert Pattinson hafi skrifað undir samning um að leika í næstu mynd leikstjórans Christopher Nolan, þá hefur hann aðeins fengið að lesa handritið einu sinni, og ekki nóg með það heldur var hann læstur inni í herbergi á meðan á lestrinum stóð. Staðfest var nú nýlega að leikarinn breski, sem kemur […]

Aquaman tónskáld áttaði sig ekki á stærðinni

Tónskáldið Rupert Gregson-Williams vissi að Aquaman var eitt metnaðarfyllsta verkefni sem hann hafði tekið að sér á ferlinum, en hann segir í samtali við The Hollywood Reporter, að það hafi komið andartök í kvikmyndinni, sem leikstýrt er af Saw leikstjóranum James Wan, sem hafi verið svo stór og yfirþyrmandi, að hann þurfti setjast aftur við […]

Phoenix vill verða Jókerinn

Bandaríski leikarinn Joaquin Phoenix á í viðræðum um að leika sjálfan erkióvin Leðurblökumannsins, Jókerinn, í nýrri mynd The Hangover leikstjórans Todd Philips sem ekki hefur enn fengið nafn. Þó að samningaviðræður við Warner Bros framleiðslufyrirtækið séu ekki hafnar þá er Phillips harðákveðinn í að fá Phoenix í hlutverkið. Heimildir Variety kvikmyndaritsins herma að  Phoenix hafi […]

Aquaman verður jólamynd 2018

Framleiðslufyrirtækið Warner Bros hefur frestað frumsýningu DC Comics ofurhetjumyndarinnar Aquaman, sem James Wan leikstýrir, um tvo mánuði. Upprunalega stóð til að frumsýna myndina 5. október 2018, en nýr frumsýningardagur hefur verið ákveðinn 21. desember sama ár. Þennan sama dag átti að frumsýna aðra mynd sem beðið er eftir með mikilli eftirvæntingu, Avatar 2 , en James Cameron […]

Suicide Squad 2 komin í gang!

Heimildir úr herbúðum Warner Bros kvikmyndafyrirtækisins, sem MovieWeb vefsíðan vísar til, segja að Suicide Squad 2 sé nú þegar í undirbúningi, þó enn sé langt í frumsýningu fyrstu myndarinnar. Sömu heimildir herma að tökur myndar númer tvö muni hefjast á næsta ári, 2017. Svo virðist sem kvikmyndaverið sé svo ánægt með útlitið á Suicide Squad, sem kemur […]

Van fær Vatnsmanninn

Eftir miklar vangaveltur hefur það nú verið staðfest af framleiðendum myndarinnar Aquaman, eða Vatnsmaðurinn, að leikstjóri Fast and Furious 7, James Wan, muni leikstýra myndinni. Myndin á að vera einstök, þ.e. ekki er gert ráð fyrir seríu af myndum um þessa DC Comics ofurhetju. Með titilhlutverkið fer Jason Momoa. Wan hefur gert nokkrar frábærar hryllingsmyndir, […]

Warner Bros. fagna 90 ára afmælinu

Reyndar ekki fyrr en þann 4. apríl á næsta ári, en fyrirtækið er þó að gíra sig upp fyrir hátíðarhöldin með því að gefa út áætlun þeirra yfir útgáfu mynda sinna á DVD og Blu-ray út árið 2013. Hún er stútfull af myndum sem hafa aldrei áður verið séðar á Blu-ray, gríðarstórum samansöfnum og afmælisútgáfum. […]

Kvikmyndaveislan Gatsby færð til 2013

Nýjasta stórmynd rómantíska leikstjórans Baz Luhrmann, The Great Gatsby, hefur verið frestað til sumars á næsta ári. Upphaflegi útgáfudagurinn í bandaríkjunum var jóladagur en þá myndi hún keppa við aðra stórmynd, Tarantino suðran Django Unhcained sem skartar einnig DiCaprio í einu af aðalhlutverkum myndarinnar. Samkeppnin er ansi hörð um jólaleytið í ár því þá koma […]

Bleach gæti loks orðið að veruleika

Hin heimsfræga japanska myndasögusería Bleach eftir Tite Kubo hefur loks fengið græna ljósið og er núþegar byrjað að skrifa handritið að myndinni. Bleach, fyrir þá sem ekki vita, er ein vinsælasta og sigursælasta myndasaga japanskra ungmenna sem hefur selt rúmlega 75 milljónir eintaka um allan heim og hefur samnefndi sjónvarpsþátturinn náð upp í rúmar 16 seríur. […]

Akira endurgerðin tekur stórt skref

Alveg síðan að upprunalega myndin kom út árið 1988, hafa framleiðendur í Hollywood reynt að fá ameríska endurgerð af meistaraverkinu Akira í framleiðslu, en hingað til hefur það gengið hægt. Um aldamótin fékk Warner Bros. réttinn að endurgerð og hafa fjölmargir stórleikarar verið festir við verkefnið en aðeins neitað þáttöku sinni nokkrum vikum síðar. Lengi […]

Clint Eastwood að leika aftur?

Það þarf ekki að kynna Clint Eastwood fyrir neinum, enda er hann ein af goðsögnum Hollywood og hefur gengið jafn vel sem leikstjóri og leikari, jafnvel betur. Árið 2008 lék hann í myndinni Gran Torino, sem hann leikstýrði einnig, og tilkynnti að þetta yrði líklega síðasta skiptið sem hann myndi leika í kvikmynd. Eins og […]

Brad Pitt til íhugunar fyrir All You Need Is Kill

Leikstjóri The Bourne Identity, Doug Liman, hefur verið að undirbúa sci-fi glæpamyndina sína Luna í einhvern tíma: Myndin fjallar um hóp verkamanna sem ákveða að fara til tunglsins að stela óþekktri orkuuppsprettu. Núna hins vegar verður líklega ekkert úr henni þar sem einn af styrkjendum myndarinnar hætti við. Í staðinn hefur framleiðandi hennar, Warner Bros., […]

Hobbitinn tekinn upp í 48 römmum á sekúndu

Nýjustu fréttir af Hobbitanum eru þær að myndin verður tekin upp í 48 römmum á sekúndu í stað 24a ramma á sekúndu sem flestar kvikmyndir eru. Peter Jackson útskýrir í löngu máli hvers vegna á Facebook. Eru helstu kostir þessa, samkvæmt Jackson, að myndin verður miklu skýrari og er sérstaklega gott að horfa á þrívíddarútgáfur […]

Kvikmynd byggð á Heavy Rain væntanleg

Kapparnir hjá Warner Bros. hrepptu fyrir nokkrum mánuðum kvikmyndaréttinn af tölvuleiknum Heavy Rain, en nú vilja þeir flýta myndinni í framleiðslu. Nú þegar hafa þeir fengið til sín handritshöfundinn David Milch, en hingað til hefur hann mest megnis starfað við sjónvarpsþætti á borð við NYPD Blue og Deadwood. Tölvuleikurinn Heavy Rain kom út fyrir rúmu […]

Nolan svarar Joker orðrómum

Stjörnuleikstjórinn Christopher Nolan var staddur útgáfuveislu á dögunum til að halda upp á útgáfu myndar hans, Inception, á DVD og Blu-Ray. Vefsíðan MovieHole náði tali af kappanum og spurði hann út í þær sögusagnir að hann hyggðist nota ónotuð atriði frá Heath Ledger til að vekja Jokerinn til lífsins í The Dark Knight Rises. „Það […]