Stikla úr Tinna komin á netið

Stikla fyrir væntanlega þrívíddarteiknimynd um Tinna er komin út. Myndin heitir The Adventures Of Tintin: The Secret Of The Unicorn og er framleidd af tveimur risum í kvikmyndaheiminum; Steven Spielberg og Peter Jackson.
Jamie Bell talar fyrir Tinna en hann ásamt hundi sínum Tobba, flækjast í leit að týndum fjársjóði ásamt Kolbeini Kafteini, sem leikinn er af Andy Serkis. Leynilöggurnar Skapti og Skafti blandast einnig í málin en Simon Pegg og Nick Frost, leika tvíburana.
Fjársjóðurinn er sagður hafa tilheyrt Rögnvaldi rauða, sem leikinn er af Daniel Craig.
Handritið að myndinni er byggt á þremur Tinnabókum eftir hinn belgíska Hergé, og skrifað af Steven Moffat, Joe Cornish og Edgar Wright.

Smellið hér til að skoða stikluna í allri sinni dýrð.