Sony hættir við Jobs

Jobs MovieFramleiðslufyrirtækið Sony Pictures hefur hætt við að gera kvikmynd um stofnanda Apple, Steve Jobs. The Hollywood Reporter staðfesti þetta í dag. Myndin er búin að vera mikið í umræðunni og hefur Sony átt í vandræðum við að gera samninga við leikara og leikstjóra.

Leikstjórinn David Fincher var fyrst í viðræðum um að stýra myndinni en samningar náðust ekki vegna launamála og áætlanir hans um markaðssetningu myndarinnar. Leikarinn Christian Bale var svo nánast búinn að ganga frá samningum um að leika titilhlutverkið þegar hann bakkaði skyndilega út. Leonardo DiCaprio var einnig orðaður við myndina á tímabili.

Universal Pictures er sagt ætla að kaupa kvikmyndaréttinn. Spurningin verður hvort Danny Boyle muni leikstýra eða hvort Universal vilji breyta til og bjóða Fincher betri samning.

Handritið að myndinni er skrifað af Aaron Sorkin, en hann hefur m.a. skrifað myndina The Social Network, sem fallar um um stofnanda Facebook, Mark Zuckerberg. Handritið byggir á bók eftir Walterc Isaacson um líf Steve Jobs.