Þá er komið að fyrstu (vonandi af nokkrum) forsýningunni okkar í sumar og verður hún haldin núna á föstudaginn þann 10. júní.
Sýningin verður kl. 22:20 í Kringlubíói. Hún er hlélaus og verða númeruð sæti í boði, eins og kvikmyndahúsið sjálft hefur verið að bjóða upp á. Miðaverð er 1400 kr og er hægt að kaupa miða í næstu miðasölu Sambíóanna, eða með því að smella á þennan link.
Fyrir þá sem ekki vita þá er þessi mynd samstarf J.J. Abrams (sem er m.a. ábyrgur fyrir Lost og nýju Star Trek-myndina) við Steven Spielberg (sem gerði The Terminal). Hún gerist árið 1979 í smábæ í Ohio-fylki í Bandaríkjunum. Nokkrir krakkar eru að taka upp litla mynd á Super 8-myndavél þegar þeir verða vitni að svakalegu lestarslysi eftir að pallbíll ekur inn á teinana, beint í veg fyrir flutningalest. Strax eftir slysið sjá krakkarnir eitthvað mjög undarlegt og illútskýranlegt yfirgefa flakið. Herinn er óvenju fljótur á vettvang og vill enginn gefa upp hvað var um borð í þessari lest. Næstu daga láta allir hundar sig einfaldlega hverfa á brott úr bænum, fólk byrjar auk þess að hverfa og fleiri undarlegir atburðir eiga sér stað.
Það hafa sumir gagnrýnt trailer myndarinnar talsvert mikið fyrir að vera einkennilega óspennandi, en Kvikmyndir.is-menn geta hiklaust staðfest það að hér sé hiklaust gott efni í boði, og að svokallaða stiklan sé í raun bara að leggja mikið upp úr því að sýna sem minnst. Slíkt var oft gert í gamla daga, og persónulega þætti mér gaman að sjá það oftar.
Annars mælum við bara mest með teaser-num ef þið hafið ekki séð neitt úr myndinni hingað til:
Myndin hefur fengið heldur sterkt umtal hingað til. Gagnrýnendur eru a.m.k. tiltölulega sáttir:
„The year’s most thrilling, feeling mainstream movie.“
– TIME
„An engaging return trip to Steven Spielberg’s youthful world of wonder courtesy of J.J. Abrams.“
– Hollywood Reporter
„All you’re left with is … story. And strong performances. And well-developed characters. And a believable emotional arc. And genuine thrills.“
– Associated Press
„When Super 8 works, though, it really works, earnestly and without manipulation.“
– IGN Movies
„Super 8 is a thrilling return to movie magic of old, filled with wonder, horror and chills. (9/10)“
– JimmyO, JoBlo.com
„Super 8 is complete. That sounds more like a minimum requirement for a movie rather than grounds for a rave, but it’s astounding just how fulfilling J.J. Abrams’ latest film is.(4.5/5)“
– Quickflix
Ef þið hafið einhverjar fyrirspurnir, sendið þær á tommi@kvikmyndir.is.
Sjáumst í bíó!
Kv.
T.V.
PS. Markmið síðunnar í sumar er að bjóða upp á bílhlass af flottum sýningum. Ef vel verður mætt á þessa eru sterkar líkur á fleiri sýningum í sumar. Þið hjálpið okkur svo að velja myndirnar 😉




