Sjáið Rooney Mara sem Lisbeth Salander

Eins og mörgum er kunnugt vinnur leikstjórinn David Fincher nú hörðum höndum að amerískri endurgerð Millenium-þríleiksins eftir Stieg Larson. Tökur eru hafnar á fyrsta kaflanum í seríunni, The Girl with the Dragon Tattoo, en margir efast um hæfni hinnar ungu Rooney Mara í hlutverk hinnar grjóthörðu Lisbeth Salander, en það var Noome Rapace sem lék hlutverkið í sænska þríleiknum.

Nú hafa fyrstu opinberu myndirnar af Mara í hlutverkinu birst í tímaritinu W. Þær eru ekki teknar beint úr kvikmyndinni sjálfri en eru ekkert minna töff fyrir vikið. Eins og má sjá virðist Fincher ekki ætla að skafa af töffaraskapnum fyrir Salander, en meðal annarra leikara í endurgerðinni eru Daniel Craig og Stellan Skarsgard.

– Bjarki Dagur