Sjáðu íslensku leikarana í Hetjudáðum múmínpabba og myndaveislu

Teiknimyndin Hetjudáðir múmínpabba – Ævintýri ungs múmínálfs verður frumsýnd ellefta nóvember næstkomandi.

Söguþráðurinn er þessi: Þegar múmínsnáðinn er stunginn af vespu og þarf að vera í rúminu vill múmínpabbi hressa hann við með ævintýralegum sögum úr æsku sinni. Hann segir frá því hvernig hann var misskilinn sem ungur múmínsnáði, þegar hann flýði af munaðarleysingjahæli og frá sögulegum kynnum af uppfinningamanninum Hodgkins. Þá segir hann frá hressilegri siglingu á bátnum Oshun Oxtra, hvernig hann vingaðist við draug og bjargaði múmínmömmu úr sjávarháska….

Sjáðu myndaveislu úr teiknimyndinni hér fyrir neðan. Stiklan er neðst í fréttinni:

Myndin er talsett og er valinn manneskja í hverju rúmi þegar kemur að íslensku leikurunum.

Þeir eru eftirfarandi:

Karl Örvarsson
Þórhallur Sigurðsson (Laddi)
Arnór Björnsson
Árni Beinteinn
Hjalti Rúnar Jónsson
Andrea Ösp Karlsdóttir
Einar Örn Einarsson
Ylfa Marín Haraldsdóttir
Ari Freyr Ísfeld Óskarsson
Viktor Már Bjarnason
Rúnar Freyr Gíslason
Stefán Benedikt Vilhelmsson

Leikstjórn: Sigurður Árni Ólason
Hljóðvinnsla: Daníel Kári Árnason, Tómas Freyr Hjaltason
Þýðandi: Stefán Már Magnússon

Íslensk talsetning: Myndform ehf.