Shane Black mun líka skrifa Iron Man 3

Fyrir stuttu sögðum við frá því að Shane Black, maðurinn á bak við Lethal Weapon-seríuna, myndi taka við leikstjórn á Iron Man 3 af Jon Favreau. Margir vonuðu að Black myndi líka taka að sér að skrifa handritið að myndinni, en hann hefur staðfest að svo er.

Black skrifaði og leikstýrði myndinni Kiss Kiss, Bang Bang frá árinu 2005 þar sem Robert Downey Jr. fór einmitt með eitt aðalhlutverkið. Sú mynd varð til þess að Downey Jr. var valinn í hlutverk Tony Stark og verður því að teljast viðeigandi að Black fái að spreyta sig á seríunni.

Aðspurður sagði Black, „Þetta verður ekki önnur mynd um tvo karla í járnbúningum að berjast. Þetta verður meira eins og Tom Clancy-bók.“ og bætti því við að handritið yrði unnið í samstarfi við Downey Jr.

– Bjarki Dagur