Schwarzenegger snýr aftur!

Deadline segir nú frá því að fyrrum fylkisstjóri Kaliforníu, töffarinn Arnold Schwarzenegger, muni leika Tortímandann á ný. Samkvæmt síðunni leita þeir Arnold og leikstjórinn Justin Lin að heimili fyrir myndina, en það verður að teljast líklegt að kvikmyndaverin muni ólm berjast um hana.

Myndin er ekki komin langt á leið og er enn eftir að skrifa handritið, en það gleður eflaust marga að Arnold gamli muni bregða sér aftur í hlutverkið sem gerði hann að goðsögn.