Aðdáendur hafa beðið bíómyndar um Warcraft lengi. Nú loksins er búið að staðfesta að Sam Raimi mun leikstýra nýju myndinni og að Legendary Pictures muni sjá um framleiðsluna. Blizzard tilkynnti það fyrst árið 2006 að þeir ætluðu að gera mynd um leikina en þeir sem þekkja til Blizzard vita það vel að þeir taka sér mjög langan tíma í öll þau verkefni sem þeir taka sér fyrir hendur til þess að tryggja skemmtanagildi og gæði þeirra.
Legendary sem eru best þekktir fyrir að hafa gert 300, The Dark Knight, Watchmen, The Hangover og Batman Begins. Sam Raimi er hins vegar best þekktur fyrir Spider man myndirnar og núna nýlegast Drag Me to Hell.
Blizzard menn hafa áður sagt að söguþráður myndarinnar muni líklegast vera mitt á milli Warcraft 3 og World of Warcraft. Þeir sögðu einnig að það væri líklegast að Mannverur væru í aðalhlutverki til þess að sem flestir gætu tengt sig við persónurnar (amk í fyrstu myndinni). Þeir sögðu að það væri of mikið að ætlast til þess að Thrall og Orcarnir væru í aðalhlutverki, fólk hefði ekki jafn mikla samúð með grænum skrímslaköllum.
Stórtíðindi engu að síður, nú er loksins kominn skriður á þessa mynd sem verður eflaust stórmynd. Blizzard hafði einnig sagt að peningar væru engin fyrirstaða að gerð myndarinnar svo lengi sem myndin væri góð.

