Búið er að fresta vísindaskáldsögutryllinum Roboapocalypse um óákveðinn tíma vegna vandræða með handritið og vegna þess hve dýrt er að framleiða hann.
Þetta átti að vera næsta mynd Stevens Spielberg á eftir Lincoln.
Eins og nafnið gefur til kynna gerist myndin eftir að vélmenni hafa lagt veröldina í rúst.
Anne Hathaway átti að leika í myndinni, auk þess sem Chris Hemsworth (Thor) og Ben Whishaw (Skyfall) voru orðaðir við hana.
Roboapocalypse byggir á vísindaskáldsögu Daniels H. Wilson og áætlað var að hún myndi koma í bíó 2014.