Emma Roberts hefur ákveðið að
leika á móti fræknku sinni Julia Roberts í nýrri rómantískri gamanmynd
leikstjórans Garry Marshall, Valentine´s Day. Þetta er í fyrsta skipti sem þær
frænkur leika saman í bíómynd. Á meðal annarra leikenda eru Topher Grace, Anne Hathaway, Jessica Alba, Jessica Biel, Jennifer Garner, Shirley MacLaine, Bradley Cooper, Ashton Kutcher og Hector Elizondo. Myndin er í raun fimm sögur sem allar
tengjast á einhvern hátt og gerast allar á Valentínusardegi í New York.
Grace leikur póststarfsmann í
stærsta pósthúsi borgarinnar og er á föstu með Hathaway. Emma leikur táning sem
hefur áhuga á að missa meydóminn með kærasta sínum. Elizondo leikur eiginmann
MacLaine.
Emma Roberts lék síðast í Hotel for Dogs og Hotel for Dogs. Topher
Grace lék síðast Venom í Spider-Man 3. Elizondo sást síðast í sjónvarpi í Greys
Anatomy og Monk. Hann hefur leikið í öllum myndum Garry Marshalls, og þetta er
í þriðja sinn sem hann leikur á móti Juliu Roberts, en áður hefur hann leikið
með henni í Pretty Woman og Runaway Bride.

