Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

Runaway Bride 1999

Frumsýnd: 29. október 1999

Catch her if you can.

116 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 46% Critics
The Movies database einkunn 39
/100

Maggie á við smá vandamál að stríða, hún strýkur úr öllum brúðkaupum sínum og blaðamaðurinn Ike ætlar að segja öllum heiminum frá vandamálinu. USA Today dálkahöfundurinn Ike Graham er vanur að klára pistlana sína alltaf á síðustu stundu. Í þetta sinn, þá heyrir hann sögu frá manni á uppáhaldsbarnum sínum, um Maggie Carpenter, konu sem flýr... Lesa meira

Maggie á við smá vandamál að stríða, hún strýkur úr öllum brúðkaupum sínum og blaðamaðurinn Ike ætlar að segja öllum heiminum frá vandamálinu. USA Today dálkahöfundurinn Ike Graham er vanur að klára pistlana sína alltaf á síðustu stundu. Í þetta sinn, þá heyrir hann sögu frá manni á uppáhaldsbarnum sínum, um Maggie Carpenter, konu sem flýr alltaf frá tilvonandi eiginmönnum sínum við altarið. Ike, sem er vanur að skjóta reglulega á kvenþjóðina í pistlum sínum, skrifar móðgandi grein um málið í blaðið, án þess að kynna sér málið nógu gaumgæfilega. Daginn eftir er Ike rekinn af blaðinu af útgefandanum, sem er einnig fyrrum eiginkona hans, af því að hann gekk of langt og falsaði staðreyndir, sem alvöru blaðamenn gera ekki. Eina leiðin fyrir Ike til að fá aftur vinnu í bransanum er að skrifa grein um Maggie með réttum upplýsingum og fjalla um fjórðu tilraun hennar til að gifta sig, sem Ike spáir að muni klikka eins og hinar þrjár. Ike byrjar því að fylgjast með Maggie, sem hefur ekkert álit á honum. Það er ekki bara það að Ike sé að bíða eftir að hún hætti við brúðkaupið, heldur er allur bærinn að gera grín að henni fyrir mistök hennar. En Ike er ekki allskostar sáttur við það. ... minna

Aðalleikarar


Myndin er greinilega framleidd utan um aðalleikarana með skírskotun til Pretty Woman. Hún geldur þess fremur en nýtur, rétt eins og aðrar myndir frá Endurvinnslunni. (Það sama var gert með Streep og DeNiro með hræðilegum árangri). Niðurstaðan er klénn leikur og fyrirsjáanleg atburðarás með of mikilli áherslu á látbragð og svipbrigði. Það er eins og leikararnir séu að hvíla sig á milli orginal-mynda! Að vísu hnyttin tilsvör í handriti sem eru 2ja stjörnu virði. En að síðustu drukknar hugmyndin í overdoze af bandarískri rómantík.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það eru leikararnir Julia Roberts og Richard Gere sem sameina hér krafta sína á ný ásamt leikstjóranum Garry Marshall, en eins og flestir vita þá gerði þetta tríó hina óviðjafnanlegu og geysivinsælu kvikmynd "Pretty Woman" sem sló svo hressilega í gegn á árinu 1990. Þetta er sérlega góð skemmtun sem allir gamanmyndaunnendur ættu að kunna að meta. Myndin segir frá blaðamanninum Ike Graham sem býr og starfar í New York og á við margvíslegan vanda að stríða. Hann er t.d. undir stöðugu eftirliti fyrrverandi eiginkonu sinnar, er kominn langt fram yfir skilatíma með næstu grein sína og er þar að auki haldinn rithöfundarstíflu af svæsnustu gerð. Þegar hann heyrir sögu af konu einni, Maggie Carpenter, sem hefur í þrígang hlaupist á brott frá altarinu, ákveður hann að skrifa grein um hana í blaðið. Greinin vekur miklu meiri athygli en Ike hefði nokkurn tíma getað grunað, ekki síst í heimabæ Maggiar, Hale í Maryland, og hrindir af stað keðjuverkandi atburðarás sem að lokum leiðir til þess að Ike neyðist til að ferðast til Hale til að fá frásögn sína staðfesta. Og vissulega kemst hann að því að Maggie hefur hlaupist á brott frá þremur tilvonandi brúðgumum. En það er sko bara lítill hluti sögunnar ... Létt og ljúf skemmtun sem verðskuldar þrjár stjörnur, hvorki meira né minna, þau Gere og Richards bjarga þessari fyrir hornið
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ágætis rómantísk gamanmynd sem fjallar um konu nokkra að nafni Maggie (Julia Roberts) sem hefur þann leiðinda ávana að yfirgefa karlmenn við altarið. Dag einn gerir dálkahöfundurinn Ike (Richard Gere) hana að fréttaefni eftir að hann rekst á einn fyrrverandi unnusta hennar. Staðreyndirnar sem koma fram í greininni hans reynast hins vegar ekki allar sannar svo að hann er rekinn frá starfi sínu við dagblaðið en fær óvænt tækifæri til að sanna að hann hafi rétt fyrir sér um Maggie með því að skrifa grein um hana fyrir annað blað. Það er ekki ýkja erfitt að geta sér til um framhaldið. Ike kynnist Maggie og sér fljótlega að hún er ekki miskunarlaus "mannæta" heldur góðhjörtuð kona sem á við ákveðna erfiðleika að stríða. Mér fannst söguþráðurinn vera heldur fyrirsjáanlegur á köflum en það verður að segjast eins og er að persónutöfrar aðalleikarana tveggja og kemistrían á milli þeirra eru slíkir að þessi frekar ófrumlega mynd verður fínasta afþreying sem heldur áhuga manns alveg út tvær klukkustundir. Skrautlegar aukapersónur bæta líka miklu við, t.d. vinkona Maggie sem leikin er af Joan Cusack. Í stuttu máli er þetta prýðileg skemmtun, bara ekki búast við að sjá eitthvað sem þú hefur ekki séð áður.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

10.05.2016

Nýtt í bíó - Mother´s Day

Á morgun, miðvikudaginn 11. maí mun Samfilm frumsýna myndina Mother´s Day eftir Garry Marshall, sá hinn sama og gerði Pretty Woman og Valentine´s Day. Myndin verður sýnd í Sambíóunum Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, ...

05.06.2001

Dagbók Prinsessunnar

Julie Andrews og Anne Hathaway eru nú sem stendur að leika saman í kvikmyndinni The Princess Diaries, undir leikstjórn Gary Marshall ( Runaway Bride , Pretty Woman ). Myndin fjallar um unga skólastúlku sem alist hefur upp hjá einst...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn