Risastjörnur í Pentagon skjölum

Stórstjörnurnar Steven Spielberg, Tom Hanks og Meryl Streep munu samkvæmt heimildum Variety kvikmyndaritsins leiða saman hesta sína í nýrri kvikmynd, The Post, sem fjallar um birtingu bandaríska dagblaðsins Washington Post á Pentagon skjölunum árið 1971.

Spielberg mun leikstýra og Hanks og Streep leika aðalhlutverkin.

Pentagon skjölin komust í fréttirnar áður en Washington Post birti grein um þau, þegar ritstjóri blaðsins, Ben Bradlee, og útgefandinn Kay Graham, tókust á við yfirvöld um réttinn til að birta þau.

Pentagon skjölin voru heiti yfir leynilega rannsókn sem varnarmálaráðuneytið gerði um pólitísk og hernaðarleg tengsl Bandaríkjamanna við Víetnam á árunum 1945 – 1967.

Hanks mun leika Bradlee og Streep mun leika Graham. Báðir vöktu leikararnir mikla athygli í fyrra, en Streep fékk sína 20. Óskarstilnefningu fyrir leik sinn í Florence Foster Jenkins, og Hanks þótti takast vel upp sem flugstjórinn Sully í samnefndri mynd. 

Spielberg er sem stendur að klára nýjustu mynd sína Ready Player One, og undirbýr einnig næstu mynd á eftir, The Kidnapping of Edgardo Mortara, með Mark Rylance og Oscar Isaac í aðalhlutverkum.