Pixar talar um framtíðina

CinemaCon hátíðin í Las Vegas sem stendur nú yfir hefur hingað til borið af sér nokkra gullnagga, en í gær talaði tölvuteikni- fyrirtækið farsæla Pixar um verðandi verkefni sem eru enn í vinnslu.
Risaeðlu-myndin ónefnda, í leikstjórn Bob Peterson, fékk bæði titil og sögu. Hún verður nú þekkt sem The Good Dinosaur og leggur fram það sögusvið að hvað myndi gerast ef loftsteinninn mikli hefði ekki útrýmt risaeðlunum, heldur hefði hann farið gjörsamlega framhjá Jörðinni. Frekari upplýsingar voru ekki gefnar, fyrir utan loforð um „drepfyndna, hjartnæma og frumlega sögu“. Hún er væntanleg 30. maí 2014.

Pete Docter, leikstjóri Monsters Inc. og Up, hefur verið að vinna að ónefndri Pixar-mynd um atferli mennska hugans. Samkvæmt yfirlýsingunni, þá fer myndin með mann til „ótrúlega heima: frá myrkustu djúpum hafsins til hæðstu tinda Tepui fjallanna í Suður-Ameríku; frá stórborginni Monstropolis til framtíðar fantasíu í geimnum,“. Það eru enn 3 ár í hana, en útgáfudagurinn er 19. júní.

Síðan, þar sem hvert ár þarf Pixar-mynd, var 2016-mynd fyrirtækisins tilkynnt, en hún hefur ekki heldur fengið titil. Leikstjóri Toy Story 3, Lee Unkrich, stendur bakvið þessa, en hún mun gerast í heimi hátíðarinnar Dia de los Muertos, eða Dagur hinna dauðu. Í fullkomnum heimi myndi kvikmyndin notfæra sér stíl tölvuleiksins Grim Fandango, en maður getur aðeins vonað.

Á næsta ári fáum við að sjá forleik Monsters Inc., Monsters University, en eins og titillinn gefur til kynna gerist hún á háskólaárum félaganna Mike og Sulley, en fleiri þekktar persónur munu snúa aftur nokkrum árum yngri.
Hvort að eitthvað yrði úr The Incredibles-framhaldinu hverfula eða Toy Story 4, sem Tom Hanks vildi meina að væri farin í framleiðslu, talaði Pixar því miður ekkert um.

Að lokum er myndin í ár, Brave, væntanleg nú í júní.