Önnur sería af Hannibal nálgast

Hannibal-Mads-Mikkelsen-as-Lecter-3Önnur sería af sjónvarpsþáttunum, Hannibal, verður frumsýnd þann 2. mars næstkomandi á NBC sjónvarpsstöðinni. Nú er komin ný stikla fyrir seríuna og veldur hún ekki vonbrigðum.

Þættirnir eru byggðir á skáldsögu eftir Thomas Harris og Bryan Fuller lagar hana að sjónvarpinu. Helstu leikarar eru Mads Mikkelsen, Hugh Dancy, Laurence Fishburne, Catherine Dhavernas, Gina Torres og Anna Chlumsky.

Þættirnir hafa notið gríðarlegra vinsælda og þykir danski leikarinn Mads Mikkelsen frábær í hlutverkinu.

Eins og margir vita þá lék Anthony Hopkins hlutverkið í kvikmyndum á borð við Silence of the Lambs og vann m.a. Óskarsverðlaun fyrir túlkun sína í þeirri mynd.

Hér að neðan má sjá glænýja stiklu úr annarri seríu.