„Lengi getur vont versnað, eða þannig. Áfram þrammar veiruskömmin og hefur áhrif á líf okkar… Þetta eru fordæmalausir tímar og þá má maður aðeins missa sig.“
Þetta segir í grein Sæunnar Tamar Ásgeirsdóttur, en hún birtir annað slagið færslur í svonefnda Kvikmyndahorni Sæunnar á vefnum Lady.is. Að þessu sinni er þemað kvikmyndir frá tíunda áratugnum, sem Sæunn lýsir sem áratug fullan af gersemum (flestir geta nú verið sammála því.)
„Að mínu mati var þetta besti áratugurinn og það af ýmsum ástæðum, þó ekki væri nema af því að þá var grunnurinn lagður að ýmsu góðu og þá kom ég í heiminn, eðli máli samkvæmt. Að gríni slepptu þá var eitthvað stórkostlegt í gangi með kvikmyndagerð tíunda áratugar síðustu aldar.
Það komu kvikmyndir, hver á eftir annari, sem voru sannkölluð meistaraverk. Það er svo merkilegt hversu vel þær standast tímans tönn, myndir á borð við The Shawshank Redemption – Schindler’s list – Forrest Gump og eftir 20+ ár tróna þær enn ofarlega yfir bestu kvikmyndir allra tíma samkvæmt lista IMDb. Það verður að kallast glæsilegur árangur, sama hvernig á það er litið,“ segir Sæunn í greininni.
Eftirfarandi 10 kvikmyndir eru nefndar í úttekt Sæunnar ásamt fleirum, en greinina má lesa í heild sinni hér.
1.The Shawshank Redemption
2. Schindler’s list
3. Forest Gump
4. Pulp Fiction
5. The Matrix
6. The Silence of the lambs
7. Fight Club
8. Se7en
9. Unsual Suspects
10. Saving Private Ryan