Oldboy endurgerðin staðfest og sögð myrkari

Lengi hafa aðdáendur suður-kóresku kvikmyndarinnar Oldboy skotið niður hugmyndir að hugsanlegri bandarískri endurgerð, en nú reynist satt að sú endurgerð verði að veruleika. Film District, framleiðendur Insidious, Drive, Looper, og hinni væntanlegu Red Dawn, hafa keypt hugmyndina.

Það er margverðlaunaði og umdeildi kvikmyndagerðarmaðurinn Spike Lee sem mun framleiða og leikstýra endurgerðinni og hann lofar að þessi úgáfa muni ná bæði til nýrra áhorfenda sem og unnenda upprunalegu myndarinnar.

Josh Brolin fer með aðalhlutverkið og mun leika á móti þeim Elizabeth Olsen og Sharlto Copley sem leikur illmenni myndarinnar.  Samuel L. Jackson og Nate Parker munu einnig leika í myndinni, en þá smærri hlutverk.

Tvær breytingar eru á sögunni sem hægt var að greina í yfirliti söguþráðsins sem var gefin út samtímis tilkynningunni um kaup Film District á myndinni: Aðalpersónan dvelur í einsemdarprísund sinni í 20 ár í stað 15 og persóna Elizabeth Olsen mun vera félagsráðgjafi en ekki kokkur. En handritshöfundur endurgerðarinnar, Mark Protosevich, sagði breytingar á sögunni (þar á meðal þær sem þið sjáið ekki hér) viljandi villa fyrir aðdáendum upprunalegu myndarinnar.

Við þetta bætir Spike Lee að endirinn væri mikið gleðitilefni og ættu bæði nýjir áhorfendur og þá sérstaklega aðdáendur upprunalegu sögunnar að verða ánægðir með útkomuna. Einnig telur hann endirinn hugsanlega vera myrkari en þann sem við sáum í upprunalegu myndinni.

Jæja, þar höfum við það. það er kominn tími til að sætta okkur við að endurgerð sé á leiðinni, en miðað við aðstandendur myndarinnar myndi ég segja þetta metnaðarfult og áhugavert verkefni, en skil samt ekki af hverju það sé verið að leggja áherslu á að gera hana myrkari.

Hvað finnst ykkur um að fá Spike Lee í leikstjórastól endurgerðarinnar? Eruð þið að meta leikhópinn eða eru ákveðnar ákvarðanir með sögustefnuna að rugla í ykkur?