Nýr Captain America trailer + plakat

Captain America: The First Avenger verður síðasta Marvel-ofurhetjumyndin sem við fáum á undan The Avengers (sem verður fyrsta stórmynd sumarsins á næsta ári), og ég efa ekki að allir verða vel spenntir þegar senan í lokin á þeim kreditlista er búin. Þið getið séð nýtt plakat (sem er greinilega ekkert að fela föðurlandsdýrkunina) hérna beint að augum:

Myndin lítur alls ekki illa út og fyrir þá sem eru að missa sig úr spenningi þá er kominn glænýr trailer, sem verður sennilega sá seinasti. Hann sýnir töluvert meira en sá síðasti en hann er líka aðeins flottari.

Captain America: The First Avenger verður frumsýnd í lok júlí og með helstu hlutverk fara Chris Evans, Dominic Cooper, Hugo Weaving, Stanley Tucci, Tommy Lee Jones o.fl.