Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Fear and Loathing in Las Vegas
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Terry Gilliam er náttúrulega ekkert nema snillingur. Maður þarf bara að horfa á kvikmyndaleg meistaraverk á borð við Time Bandits, Brazil, 12 monkeys og Fisher King til þess að komast að því. Nú eru orðin sex ár síðan hann gaf þessa mynd út og verð ég að segja að þessi meistar má alveg fara að gefa út fleiri myndir. Hann var að vinna að gerð kvikmyndarinnar ,,The Man Who Killed Don Quicote sem Johnny Depp átti einnig að leika aðahlutverk í en hún fór alveg út um þúfur eins og sjá má í heimildarmyndinni ,,Lost In La Mancha.

Þessi mynd er alveg hreint ótrúleg. Ég man ekki eftir að hafa séð mynd og fundist ég vera á sýru. Það lýsir því hversu súr hún er. Mörg atriði eru alveg hreint sprenghlægileg enda sýnir Johnny Depp stjörnuleik ásamt hinum mikla snilling Belnicio Del Toro. Einnig er gaman að sjá aðra fræga leikara í litlum hlutverkum á borð við Cameron Diaz, Toby McGuier og Cristina Ricci.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Silence of the Lambs
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þvílík og önnur eins kvikmynd hef ég ekki séð í langan tíma. Ég horfði á hana í gær og ég er enn með gæsahúð.

Myndin fjallar um Clarice Starling ungan F.B.I nema sem fær það verkefni að taka viðtal við Dr. Hannibal Lecter geðsjúkling með smekk fyrir mannakjöti, út af raðmorðingjanum Buffalo-Bill sem flær húðina af fóralömbum sínu.

Myndatakan er góð, lýsingin geðveik og tónlistin frábær.

Stórkostleg mynd og stórleikur frá öllum leikurum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Back to the Future
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég horfði á hana aftur um daginn og þvílík snilld er hún.

Það eina sem er að henni er fyrsta korterið
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei