Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Ocean's Eleven
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er alveg greinilegt að hann Steven Soderbergh er að stimpla sig inn sem einn besti leikstjóri núna þessi árin. Alger snillingur þar á ferð. Og hvernig getur honum mistekist með hvern annan stórleikarann á fætur öðrum. Eini veiki hlekkurinn í þessari mynd er samt hún Julia Roberts sem er ekki að sýna sína bestu hliðar hér. Og hvað er málið með það að í myndinni er Brad Pitt alltaf að borða eitthvað. Er þetta svona herferð á móti reykingum eða eitthvað svoleiðis. En annars Ocean´s Eleven er skotheld skemmtun fyrir alla. Og frábær endir. Klassa mynd
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Out of Sight
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

George Clooney flottur sem bankaræningi dauðans. Sem er frekar óheppin svo ekki sé meira sagt. Kúl mynd og tónlistin hjá Soderbergh er eitthvað til að hrópa húrra fyrir mjög flott tónlist. Öðruvísi mynd sem kom mér hressilega á óvart. Sjáið þessa!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei