Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Troy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Virkilega góð mynd. Varð sannarlega ekki fyrir vonbrigðum. Þarna sá maður allar persónurnar, Akkiles, Hektor, Helenu fögru og alla hina, sprelllifandi á hvíta tjaldinu. Það sem stóð upp úr að mínu mati var stórleikurinn hjá Eric Bana, sem leikur Hektor. En annars var flest allt gott við þessa mynd, búningar, sviðsmynd, tónlistin var flott, átti eiginlega alltaf mjög vel við (Ath. 'eiginlega' alltaf). Ég hef nú aldrei verið mikill aðdáandi Brad Pitt, en hann far nú satt að segja bara fínn í þessari mynd. Bardagaatriðin voru mjög flott með honum. Á heildina litið var þetta bara í alla staði mjög góð mynd, og ekkert yfir henni að kvarta.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Lord of the Rings: The Two Towers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fjórar stjörnur gef ég þessari og ég myndi gefa meira ef ég gæti. The two towers er einfaldlega stórkostlegasta mynd sem ég hef nokkru sinni séð. Mér fannst FOTR alveg frábær en þessi slær hana alveg út. Persónurnar eru frábærlega vel leiknar og fannst mér Brad Dourif (Grima Wormtounge) sérstaklega góður. Einnig fannst mér mjög sniðugt hjá Peter Jackson að láta Gimla vera svona fyndinn. Hann fer hreinlega á kostum. Hann á eina góða setningu þegar bardaginn við Helm's deep er að byrja en ég segi ekki hver hún er. Svo er það náttúrulaega Gollum, eða Gollrir. Hann er eitt mesta tækniafrek sem gert hefur verið í allri kvikmyndasögunni! Og það hvernig Andy Serkis túlkar hann er alveg frábært. Hann á sannarlega skilinn Óskarinn fyrir þetta. Eitt fannst mér alveg frábært. Það er byrjunar atriðið. Hvað það er segi ég ekki, ég vil ekki eyðileggja það fyrir ykkur. Bardaginn við Helm's deep er líka alveg svakalegur. Það er besta atriðið sem ég hef séð í kvikmynd. Sem sagt, LOTR-TTT er stórfenglegasta mynd sem ég hef nokkru sinni séð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Signs
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Undarlegir hringir sjást á akri hjá fyrrverandi bónda. Geimverur? Hver veit. Þetta er mjög vel gerð mynd. Hún er spennandi, skemmtileg og allt þar á milli. Allir í bíó.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
xXx
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Vá. Þetta er frábær mynd. Vin Diesel á stórleik í þessari auk fjölda annara. Og að sjá Rammstein þarna í byrjuninni var tær snilld. Þetta er alveg fjögurra stjörnu mynd og ég mæli eindregið með þessari frábæru og stórskemmtilegu mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Wedding Singer
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Því miður gott fólk. Ég sá ekki eitt einasta fyndið atriði í þessari mynd. En flestir sem ég þekki eru ósammála mér. Þeir sögðu mér alltaf að drífa mig að sjá þessa mynd, að þetta væri bara fyndnasta mynd í heimi. En hún er ótrúlega ófyndin. En hún fær samt tvær stjörnur fyrir góðan leik og einnig er handritið sjálft ekki slæmt en ef maður ætlar að horfa á hana til að hlæja þá verður maður fyrir miklum vonbrigðum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

ÞVÍLÍK ARGANDI SNILLD. Aldrei á ævinni hef ég séð jafn snilldarlega vel skrifaða og ótrúlega vel leikna mynd. Og tæknibrellurnar eru með ólíkundum. Sagan er sem sagt um Fróða Þriðason sem er hobbiti og býst ekki við miklum ævintýrum þangað til að hann fær töfrahring nokkurn í hendurnar. Sá hringur gæti eytt öllu lífi á jörðinni ef rangar persónur meðhöndla hann. Illmenni að nafni Sauron reynir að ná hringnum og þá er Fróði sendur af stað til Mordor að eyða hringnum í eldfjalli nokkru. Þessi mynd er tvímælalaust sú besta sem ég hef nokkru sinni séð. Tæknibrellurnar eru þvílíkt flottar en samt tekst Peter Jacksson að láta þær ekki ná yfirhöndinni í þessari mynd sem má alls ekki gerast. Og bara handritið er einstaklega vel skrifað og leikararnir að standa sig vel. Ég get bara ekki beðið eftir að sjá The Two towers.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Reign of Fire
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mjög góð mynd. Ég sá trailerinn og hélt hún yrði mjög góð. Það varð hún líka. Leikararnir eru að standa sig vel og einnig er ég ánægður með tæknibrellurnar, þó svo að þér náðu algerlega yfirhöndinni í þessari mynd sem má eiginlega ekki gerast. En samt fín mynd sem að mér finnst að allir ættu að skella sér á.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei