Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Woman on Top
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég sá þessa mynd í sjónvarpinu, en ekki í bíó né á leigumyndbandi. Ástæðan fyrir því að ég fór hvorki á hana í bíó né tók hana á leigu, var vegna þess að ég bjóst ekki við neinu af henni, nema að hún væri kannski væmin ástardella. En hún kom mér þægilega á óvart. Hún var mjög fyndin og svolítið frumleg mynd. Varúð: Þeir sem vilja ekki vita of mikið um myndina ekki lesa áfram, þar eru nefnilega hlutir sem ég vissi ekki sjálf. Hún fjallar um konu sem þjáist af skrýtinni veiki, ekki sjóveiki né bílveiki heldur veiki þannig að hún verður að gera allt sjálf ( keyra, stjórna dansi og vera ofan á). Maðurinn hennar heldur framhjá henni vegna þess síðastnefnda. Úps! Gleymdí svolitlu. Vegna veikinnar fékk hún hæfileikann að vera snilldarkokkur. Hún heldur til Bandaríkjanna þar sem hún slær í gegn í sínum eigin sjónvarpsþætti ( sem snýst auðvitað um matargerð). Segi ekki meira.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei