Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Unbreakable
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég er ekki alveg viss um hvað M. Night Shyamalan var að reyna með Unbreakable. Mér fannst myndin vera langdregin, leiðinleg og það var loks undir lokin að mér fannst eitthvað vera að gerast. Það var einhver fjöldi fólks sem gekk út af myndinni þannig að það eru fleiri en ég um það að halda því fram að myndin sé leiðinleg. Unbreakable hefði getað verið miklu betri, það komu hvað eftir annað senur sem virtust vera á leiðinni í einhverja skemmtilega átt sem svo varð ekkert úr. Það er með hryllingi að ég hugsa til þess að þessi mynd stal frá mér tveimur tímum af ævi minni og ég mun aldrei fá þá aftur, ég hefði í raun ekkert á móti því hefði myndin verið skemmtileg en Unbreakable var það svo sannarlega ekki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Thin Red Line
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd var hræðilega leiðinleg, hvernig ég á að rökstyðja það hef ég ekki hugmynd um. Hún var langdregin. Persónurnar í myndinni voru óspennandi, maður fann ekkert til með þeim, þetta hefðu alveg eins getað verið pappaspjöld. Það var of mikið af því að teknar væru myndir af trjám og öðrum gróðri án þess að það hefði eitthvað með söguna að gera, of mikið af flassbökkum. Eftir því sem ég hef lesið um Guadacanal og bardagana þar, þá voru þeir töluvert tvísýnni en bardagarnir í myndinni, Bandaríkjamönnum var næstum sparkað af eynni. Ekki sást að eitthvað í þá áttina væri að gerast. Ég geri mér grein fyrir að algjör nákvæmni í þessu sambandi er illmöguleg, en það hefði mátt gera miklu betur. Myndin fær því hálfa stjörnu hjá mér, ástæðan? Hún endaði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei