Gagnrýni eftir:
Rat Race
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Það er langt síðan maður hefur séð skemmtilega grínmynd með skemmtilgum leikurum og skemmtilegu plotti. Þarna er blandað saman gömlu All star liði og svo ungum og efnilegu grínliði. Fremstur meðal jafningja er að sjálfsögðu hin lifandi goðsögn John Cleese, en sá sem mér fannst koma mest á óvart sem grín leikari var hr. SHOW ME THE MONEY (Cuba Gooding Jr.) Annars er lítið hægt að setja út á myndina nema kannski það að það á ekki að sýna trailera úr grínmyndum. Þó svo að nóg sé eftir að gríni þá er bara svo leiðinlegt að sjá sama gríni aftur og aftur og borga síðan fyrir að fá að sjá það. Ef þú hefur gaman að góðu gríni þá er þetta mynd fyrir þig.
Scooby-Doo
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Af hverju gerir fólk þetta. Maður er farinn að halda að sómatilfinning sé eitthvað sem er hverfandi í fólki nú til dags. Það þarf ekki mörg orð til að lýsa þessari mynd. OJ og JAKK hljóma bara nógu vel. Hálfa stjarnan er fyrir Rowan Atkinsson en hann fær ekki annan séns ef hann kemur fram í annari svona drasl mynd þá fær hálfa stjarnan að fjúka.
Amelie
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Í senn hugljúf og falleg og líka alveg einstaklega vel gerð eins og vaninn er með J.P.J. Hún heldur manni hugföngnum í allar 120 mín. ´Tónlistin var frábær og skapaði alveg einstaka stemmningu í myndinni sem hreif mann með í sögunni. Það er ekki að ástæðulausu sem svona margir skrif vel um sömu mynd. Þessi mynd er komin á topp tíu hjá mér.