Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Fíaskó
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er ekki oft sem maður fer á íslenska kvikmynd eftir leikstjóra sem er að þreyta sína frumraun á hvíta tjaldinu, og á von á góðri skemmtun. Fíaskó er sem betur fer undantekning á þeirri reglu. Handritið er gott (sem er yfirleitt helsti veikleiki íslenskra mynda), leikur fínn (sérstaklega Róbert Arnfinnson og Kristbjörg Kjeld) sem og öll úrvinnsla myndarinnar. Það virðist vera orðin venja hjá íslenskum kvikmyndagagnrýnendum að gefa íslenskum myndum alltaf 3 stjörnur óháð gæðum (Sporlaust og Blossi fengu báðar 3 stjörnur í DV á sínum tíma, Guð hjálpi okkur) en það verður að segjast eins er að Fíaskó er vel að þessari einkunn komin, að mínu mati a.m.k.. Helsti galli myndarinnar er þó endirinn. Áhorfandinn er skilin eftir í lausu lofti og persónurnar halda hver í sína áttina. Skemmtilegra hefði verið að sjá eitt allsherjar uppgjör, en hei, þetta er bara það sem mér finnst.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei