Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Mean Creek
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mean Creek (Jacob Aaron Estes)


Vá. Þessi mynd stóðst allar mínar vonir. Ég var hræddur um að væntingar mínar yrðu mér að falli varðandi þessa, enda ekki byggðar á neinu nema einu sýnishorni. Þetta er víst fyrsta mynd Jacob Aaron Estes í fullri lengd og hann tekst frábærlega til. Ég hlakka virkilega til að sjá meira eftir hann í framtíðinni. Út frá þessari einu mynd að dæma er hann einhver mesti talent sem ég hef tekið eftir lengi. Stekkur upp við hlið nýrra ungra leikstjóra á borð við Sam Mendes, Christopher Nolan og Darren Aronofsky. Ég setti link á trailerinn af myndinni í þarsíðustu færslu að mig minnir og hvet ég alla til að skoða hann. Hann gefur góða mynd af myndinni, svo nenni ég heldur ekki að fara út í söguna. Sagan svipar mjög til Deliverance og Jacobinn gerir sér fulla greni fyrir því, kæmi mér ekki á óvart ef sú mynd væri elskuð af honum. Hann lét meira að segja eina persónu myndarinnar vitna í hana. Persónusköpun myndarinnar var mjög góð, og í rauninni bara handritið í heild sinni. Samræður krakanna allar mjög raunhæfar og tókst Jacob að forðast alla tilgerð við það, sem tíðkast svo oft við útfærslur samræður unglinga.


Það er hreint aðdáunarvert hversu góðan leik leikstjóranum tókst að fá frá leikurum myndarinnar sem eru allir ungir að aldri. Veikasti hlekkur mynda um krakka er yfirleitt leikurinn, en málið er sko alls ekki þannig í þessari mynd. Hver einasta persóna er einfaldlega frábærlega leikin. Culkin bróðir 3, Rory Culkin fór vel með aðahlutverkið, virkilega sannfærandi. Í stað þess að telja upp öll fimm hlutverkin og segja hversu yfirgengilega vel þau voru leikin ætla ég bara að gefa þeim öllum eitt stórt klapp, og hvet ykkur til að gera slíkt hið sama. Ég verð þó að hrósa Carly Schroeder sérstaklega fyrir að vera frábær og alveg einstaklega falleg ung stúlka. Það væri þó ósanngjarnt að hrósa þessum tveimur tilteknu en ekki restinni, þar sem hún var ekkert síðri. En lífið er ósanngjarnt.


Ahhhh, kvikmyndatakan, hún var falleg. Langt síðan ég sá annað eins. Tekist var að mynda nátturuna á alveg undraverðan hátt. Sem og allt annað reyndar. Einstaklega falleg og táknræn taka þegar ein persónan hendir lítilli trjágrein í ánna eftir að allt fór úrskeiðis. Fannst það tákna hvernig lífi þeirra hafi skyndilega klúðrast á einhvern hátt. Að lífið hafi bara flotið burt í óvissinu. Ég rétt eins og Arnór gæti haldið áfram að telja upp fallegar tökur myndarinnar í allt kvöld en þar sem lesendum gæti þótt það leiðinlegt held ég að ég sleppi því. Eigum við ekki bara að útkljá þetta eins og með leikinn? Jú, gefum myndatökunni eitt risastórt klapp.


Allt í allt frábær mynd og á skilið risastórt og stútfullt hús stiga.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Motorcycle Diaries
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Motorcycle Diaries (Walter Salles)


Diarios de motocicleta eða Motorcycle Diaries er virkilega góð mynd. Ég vissi að hún yrði góð, ég fékk einhvers konar fyrirboða um það fyrr í dag. Ég var staddur á Lindasafninu góða er ég rak í augun í bókaflokk sem hét Saga Mannkyns. Þess konar saga er auðvitað mjög áhugaverð svo ég lét slag standa og ákvað að taka fram eina af bókunum. Bókaflokkkurinn var allt í allt í tólf bókum. Ég valdi eina að handahófi, og opnaði bókina á einhverjum stað af handahófi. Eftir að hafa rýnt í þá blaðsíðu sem ég lenti á, í um það bil 5 sekúndur leit ég augun í dálk sem fjallaði um Che Guevara en Motorcycle Diaries fjallar einmitt um þann merka mann.


Ég verð að viðurkenna það að ég veit nánast ekkert um Ernesto Guevera. Ég þekkti hann aðeins sem manninn á bolunum og vissi, eins og áður sagði, ekki glætu um hann. Hélt þó hann hefði verið einhvers konar pólítíkusarbyltingarmaður og hafði reyndar rétt fyrir mér varðandi það. Ég er í rauninni engu nær um stjórnarsögu hans eftir að hafað séð myndina. Enda fjallar myndin ekki um það tímabil í lífi hans. Sagan segir frá honum og félaga hans sem ákveða að halda á vit örlaganna í ferð um Suður-Ameríku á mótorhjóli. Þeir ferðast til að ferðast eins og Ernesto sagði í myndinni. Þeir höfðu áætlað að skemmta sér stórlega og kynnast hinni rómönsku Ameríku betur, fá þefinn af nýjum menningarheimum og fólki. Ferðin átti þó eftir að hafa miklu meiri áhrif á þá félaga en þeir höfðu nokkur tíma grunað. Che var lærandi læknir og félagi hans, Alberto Grando einnig lærður efnalæknir eða eitthvað þannig lagað, man það ekki alveg.


Meðan ferð þeirra stóð hittu þeir margt fólk og kynntust sveitalífi Suður-Ameríkunnar. Kynntust harðræðinu og óréttlætinu sem þar ríktu. Þeir fátæku voru kúgaðir af þeim ríku og áttu ekki minnsta möguleika á að plumma sig almennilega í þróaðri samfélagi. Fólk var handtekið fyrir að vera vera kommúnistar. Fólk fékk ekki að lifa með þau mannréttindi sem fólk í háþróaðra umhverfi fékk að lifa í. Þetta harðræði reiddi hann til mikillar innri reiði og fékk hann til að hugsa. Vorkun hans gangvart þessu fólki var mikil frá honum og virtist hann vilja leggja sitt af mörkum til að gera staðinn að betri stað til að lifa á.


Hann og Alberto dvöldu í þrjár vikur hjá sjúkrahúsi sem sá um holdsveika, en Che var einmitt með sérstakan áhuga á því sviði læknisfræðarinnar. Þessi tiltekni staður var staddur í Perú á mjög fallegu svæði. Svæðina var skipt upp á þann hátt að það var á sem skipti fólkinu upp á milli tveggja staða, beggja megin við ánna. Öðru megin voru þeir veiku og hinu megin starfsólkið og aðrir. Che var alls ekki hrifinn af þessari skiptingu og fannst hún brjóta stórlega á þeim veiku sem bjuggu öðru megin við ánna. Sem er auðvitað rétt, sérstaklega þar sem það fólk var ekki á smitstigi veikinnar. Þetta er eitt af fjölmörgum dæmum úr myndinni sem sýnir pólítiskt viðhorf Che og vilja hans á ríkjandi kommúnisma, sem hann átti svo eftir að berjast fyrir seinna. Vona að ég sé ekki skrifa einhverja vitleysu hingað þó, ég tek alls ekki ábyrgð á sögulegum staðreyndum sem ég er að setja hingað. Ég ætla mér allavega að lesa mér meira um manninn á komandi mánuðum.


Myndin er byggð á dagbókum Guevara sem hann skrifað á meðan ferð hans stóð. Gaman að sjá hversu góður penni hann virðist hafa verið. Lýsingar hann virkilega fallegar og ljóðrænar. Walter Salles, leikstjóri myndarinnar á skilið risastór hrós frá öllum. Honum tókst að gera þessa mynd jafn frábæra og hún í rauninni er. Tekst að sýna í gegnum myndina hvernig viðhorf Che gagnvart heiminum þroskast smátt og smátt án þess þó að nota orð fyrr en í lok myndarinnar. Kaflinn þegar hann les um kúgun fólksins og svart-hvítar myndir af fólki sem má síns minna(örugglega rangt til orða tekið) birtast horfa glitrandi augum í myndavélina. Hvernig samspil myndavélarinnar og tónlistar var notað á fullkominn hátt. Þessir tveir þættir voru rosalega góðir við myndina. Tekist var að mynda nátturufegurð S-Ameríku á undraverðan hátt, og undir glamraði rosalega falleg gítartónlist. Fólk verður að sjá þetta, tökurnar þegar þeir sáust ferðast um á mótorhjólinu voru einstaklega fallegar, minna mann helst á vel málað málverk þótt myndlist hafi í rauninni aldre heillað mig almennilega. Vá hvað mann langaði að koma til Suður-Ameríkunnar á meðan myndinni stóð, og langar enn. Og vá hvað mig langar einnig að sjá meira eftir leikstjórann sjálfan sem gerði myndina jafn góða og hún er. Næst er Dark Water eftir hann, áhugavert.


Allt í allt yndislega falleg og góð mynd og mann sem uppgötvar sjálfan sig á nýjan hátt í þroskandi ferð með félaga sínum í gegnum rómönsku Ameríkuna. Hvet fólk eindregið til að sjá þessa. Húrra Walter Salles!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Alexander
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Væntingar og vonbrigði - Alexander


Hvílík og önnur eins vonbrigði... þrátt fyrir að gagnrýnendur vestan hafs höfðu tekið sig saman og gjörsamlega lagt Oliver Stone og nýjustu mynd hans, Alexander í einelti átti ég von á einhverju góðu. Oliver Stone hefur alltaf verið umdeildur, mjög hugrakur og djarfur leikstjóri sem er alls ekki hræddur við að hneyksla áhorfandann með sínum skoðunum og hugmyndum um 'sanna' atburði. Ég hef lengi elskað þennan mann, hann færði okkur þvílík snilldarverk eins og JFK, Natural Born Killers og Platoon. Síðasta mynd hans - Any Given Sunday olli eilitlum vonbrigðum þrátt fyrir að vera ágætis mynd. Ég vonaðist því að hann myndi taka á, þegar að ég heyrði að hann ætlaði að gera mynd um Alexander varð ég mjög spenntur, án þess þó að vita mikið um sögu hans. Trailerinn var virkilega lofandi, allt leit vel út og spennan magnaðist því enn meira upp.


Áður en ég byrja að tala um myndina vil ég taka það fram að álit mitt á myndinni, á hugsanlega og vonandi eftir að breytast, ég fór á myndina mjög þreyttur eftir erfiðan fótboltadag klukkan tíu að kvöldi. Það getur hafað haft einhver áhrif á álit mitt á myndinni, svo ég hlakka til að sjá hana eftir þegar húm kemur á DVD, tek ekki áhættuna á því að fara aftur á hana í bíó.


Oliver Stone ákvað að hafa myndina um persónuna Alexander, en ekki beint uppbyggingu veldis hans og bardagana sem hann barðist í. Allt í góðu með það, flott hugmynd en eitthvað klikkaði fannst mér. Hann var leikinn af Colin Farrel. Hann stóð sig svosem ágætlega, en hann lítur alveg rosalega klaufalega og asnalega út með þessa snobbufríða ljóska hár, haha! Hann stóð sig eins og áður sagði ágætlega, en var samt rangt val í hlutverkið finnst mér. Hefði viljað sjá einhvern aðeins illari, og með meiri neista sem hann. Oliver Stone var að mínu mati alltof mikið að ýgja að þessari tilgátu hans um að hann væri tvíkynhneigður, það fóru allt of margar senur í það. Senur sem voru yfirleitt bara óáhugaverðar og leiðinlegar. Senur sem fóru í taugarnar á mér, viðfangsefnið var allt í lagi. Oliver Stone vildi að fólk tæki hann sem tvíkynhneigðan en eins og áður var sagt fór allt of mikill tíma í þetta. Í fyrstu er sagt frá æsku hans, hvernig hann var þjálfaður upp til að verða kóngur og það var til mikils ætlað af honum. Strax þá, strax fór Stone að sýna það að hann hefði verið fæddur hommi. Hann lét hann brosa ótrúlega hallærðislega framan í myndavélina eftir að kennari hans hefði talað um að samband tveggja manna væri eðlilegt og fallegt ef það væri hreint og heilagt... slepptu þessi kjaftæði Óli Steinn, þetta er leiðinlegt! Allavega eins og ég sagði að myndin fór aðallega í uppbyggingu Alexanders... það hefði getað orðið jákvætt, og ætti að hafað orðið jákvætt. En enn og aftur var það leiðinlegt. Persónusköpunin var því miður ekki nógu góð, ótrúlegt en satt þá var mér skítsama um hann í endann þegar hann dó, eftir tvær klukkustundir og 55 mínútur af persónusköpun á það ekki að gerast, alls ekki, Alexander var gerður af leiðinlegri og hommalegri væluskjóðu. Veit reyndar ekkert hvort hann hafi verið þannig í bókinni en ég myndi að halda að maður sem nær svona miklum völdum í heiminum svona ungur væri ekki sívælandi gerpi. það var mikið farið út í samband hans við foreldra sína, þeir kaflar voru að mestu leiti góðir. En það sem gerði þá svona góða var hugsanlega frábær frammistaða Val Kilmers sem pabbi hans. Hann stendur alltaf fyrir sínu, frábær leikari. Hann lék drykkjufeldan kóng, góður karakter og kemst hann vel til skila. Mamma hans, leikin af Angelinu Jolie var flott persóna. Ætlaðist til mikils af Alexander og átti í sífelldum deilum við pabba hans um hann. Angelina Jolie var reyndar ekkert spes í þessu hlutverki... hvaða kom hreimurinn? Hvernig stendur á því að hún hafi verið sú eina sem var með erlendan hreim? Oliver Stone hefði átt að koma í veg fyrir þetta, annaðhvort láta alla með tilgerðarlegum og leiðinleg hreim eða einfaldlega sleppa þessu. Seinni kosturinn hefði verið betri.


Það sem hefur heillað mig hvað mest við Olver Stone er útlitslegi þátturinn í myndum hans, hvernig hann notar myndavélina og öll tæknivinna er yfirleitt í allra besta flokki. Þetta virtist á köflum klikka... ótrúlegt. Flestir hafa lofað bardagaatriðin í myndinni endalaust. Mér fannst, því miður voðalega lítið varið í þau. Frekar innihaldslaus og óátakanleg. Snérust aðallega út á mikið blóð þar sem fólkið virtist vera búið til úr bómulli, spjótin og sverðin virust fara svo rosalega auðveldlega í gegnum það. Fyrri bardaginn var frekar leiðinlegur, snerist út á að sýna herkænskulega hæfileika Alexanders, sem hann var svo frægur fyrir, allt í góðu með það en það dró allan neista úr bardaganum. Seinni bardaginn fannst mér aftur á móti virkilega flottur útlitslega séð, framan af allavega. Breytt er um linsu og haft rauðan lit yfir öllu, virkilega töff. Það er alvöru Oliver Stone, Oliver Stone eins og maður þekkir hvað best. Bardaginn var á milli fílahers Asíubúa og hestahers Makedóníumanna. Virkilega spennandi. En atriði þegar Alexander er særður er yfirþyrmandi asnalegt. Hann hefur það í... já, super slow motion, bara ekki nógu vel útlítandi. Í bardögunum fannst mér rosalega mikið um ótímabærar klippingar. Bardaginn var einu sinni í hámarki en þá er allt í einu klippt yfir á bardagann frá sjónarhorni fugls, fengin stór víðmynd á hreyfingu yfir bardagasvæðið. Í rauninni mjög flott taka, en á kolröngum tíma, dró úr honum allan kraft.


Eitt í viðbót sem var eitt stórt mess - tónlistin! Vá, hversu ömurleg var hún? Bara hræðileg og leiðinleg. Nenni ekki að fara neitt nánar út í hana.


Allavega olli myndin mér miklum vonbrigðum, og er ég í stórri fílu út í Oliver Stone. Hef þó enn fulla trú á honum og vona svo innilega að næsta mynd hans, hver sem hún verður verði góð.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Unforgiven
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Unforgiven er vestri leikstýrður af einum vinsælasta leikara og leikstjóra allra tíma, Clint Eastwood. Maðurinn hefur verið í miklu persónulegu uppáhaldi hjá mér síðan ég byrjaði að horfa á kvikmyndir af krafti. Nánar tiltekið fyrir um það bil fjórum árum eftir að félagi minn kynnti mig almennilega fyrir kvikmyndalistinni. ‘Clinturinn’ eins og við félagarnir köllum hann oft á tíðum hafði verið, og er enn í miklu uppáhaldi hjá honum. Þessi félagi minn fékk mig til að horfa á spaghetti-vestrana eftir Sergio Leone sem Clint lék einmitt í og fór á kostum. Ég elskaði myndirnar eftir þetta og hef horft á þær reglulega síðan. Ég fór að horfa meira á kallinn og sá hann og dýrkaði í Dirty Harry, þar sem honum var leikstýrt af Don Siegel. Don hafði leikstýrt honum áður og átti eftir að gera það oftar, og var samstarf þeirra frábært.


Svo fór síðan að Sergio Leone dó árið 1989 og svo tveimur árum seinna lést Don Siegel. Þarna á stuttum tíma fóru frá honum tveir leikstjórar og félagar sem hann hafði átt gott samband við, svo hann ákvað að gera mynd til heiðurs þeim, en sú mynd var einmitt Unforgiven, og sjást mikil áhrif koma frá leikstjórunum tveimur í myndinni.


Myndin fjallar um fyrrum morðingja og drykkjumann að nafni William Munny ( Clint Eastwood). En hann hafði hætt öllum glæpum eftir að hann giftist konu sinni, hún ól með honum þrjú börn og ráku þau saman bóndabýli. Svo fór síðan að kona hans dó og hann reyndi að halda sínu striki eftir það. Það gengur ekki allt sem best og á hann í miklum fjárhagsvandræðum, búskapurinn gekk ekki alltof vel. Dag einn birtist síðan til hans ungur maður eða ‘The Schofield Kid’ (Jamis Woolvett) eins og hann er kallaður. Hann vill fá Munny til að koma með sér í verkefni sem felur í sér að finna og drepa menn sem höfðu rústað, eða skorið hóru. Munny samþykir það að lokum með því að skilyrði að gamli félagi hans Nedon Logan (Morgan Freeman) fengi að koma með, og fái hluta af fénu sem þeir myndu fá fyrir að drepa mennina. Svo fer þannig að þeir þrír fara saman í þennan leiðangur. Inn í söguna flettast svo ‘Little Bill’(Gene Hackman) sem er lögreglustjóri í bænum sem að hóran býr í og ‘English Bob’ ( Richard Harris) sem er einstaklega skemmtilegur karakter. Breti og mikill byssumaður með Englandsdrottninguna á heilanum.


Myndin er mjög raunsæ og er alls ekki þessi týpískri vestri, þó svo að hann byggst á þessum vanalegu ‘vestra-karakterum’, það er að segja glæpamönnunum og löggunni. Í myndinni er farið mun dýpra í persónurnar og meira í tilfinningar þeirra heldur en oftast. Munny og Logan pæla mikið í því að hvort að þegar á hólminn er komið, að þeir hafi í rauninni kjarkinn í að drepa mennina, að taka mannslíf. Þetta var ekki mikið mál fyrir þá á yngri árum en þá gerðu þeir þetta alltaf undir áhrifum áfengis. Þeir eru orðnir breyttir menn og efast mjög um hvort þeir gert þetta. Þessari og fleirum siðferðisspurningum er varpað fram og persónurnar velta þeim fyrir sér. Byssuatriðin eru annað sem gerir myndina svo raunverulega en þau eru frábær. Ef þú færð færi á að skjóta skotmarkið í bakið án þess að það taki eftir gerirðu það, en bankar ekki í öxlina á fórnarlambinu og býður í einvígi þar sem meiri líkur er á því að þú deyir. Að berjast sanngjarnt er ekki málið þarna.


Clint Eastwood stendur sig að vana frábærlega í leikstjórahlutverkinu, enda fékk hann óskarinn fyrir leikstjóravinnu sínu að þessari mynd, einnig var hann tilnefndur fyrir leik í aðalhlutverki. Leikstjórnunarstíll hans finnst mér yfirleitt mjög hversdagslegur og einkennist af lítilli en þó góðri tónlistarnotkun og hlédrægri kvikmyndatöku. Einnig fær hann í lang flestum tilvikum það besta út úr leikurunum og er nýjasta dæmið um það myndin Mystic River sem er einstaklega vel leikin. Annað dæmi um það er frammistaða Jamis Woolvett í hlutverki Schofielfd Kid, en hann stendur sig mjög vel en virðist aldrei aftur hafa náð sér almennilega á strik og hefur ekki leikið í neinu allt of góðu síðan.


Myndin er mjög vel leikin enda samansafnaður hópur af reyndum og góðum leikurum hér á ferð. Gene Hackman er frábærari en flestir og fékk góða umbun fyrir það á Óskarsverðlaunahátíðinni.


Hún hlaut alls fjögur óskarsverðlaun en þau voru fyrir túlkun Gene Hackman á Litla Bill, bestu myndina og klippingu, sem Joel Cox sá um og áðurumtöluð verðlaun sem Eastwood fékk fyrir leikstjórn.


Þegar allt er tekið saman er þetta frábær mynd og fær frá mér fjórar stjörnur af fjórum.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Butch Cassidy and the Sundance Kid
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Árið 1969 kom út hin farsæla mynd Butch Cassidy and the Sundance Kid.

Myndinni leikstýrir hinn nýlátni George Roy Hill og geri hann vel.

Með aðalhlutverkin fara tveir af farsælustu leikurum Hollywood fyrr og síðar, þeir Paul Newman og Robert Redford. Þeir skemmta áhorfendum konunglega í þessari skemmtilegu mynd.


Sagan segir af tveimur ræningjum, þeim Butch Cassidy sem er færasti byssumaðurinn í öllu villta vestrinu og góðvini hans Sundance Kid.

Saman lenda þeir í skemmtilegum ævintýrum. Þeir eru ekki þessar hörðu ræningja týpur heldur indælir og ljúfir. Það er eitt af því sem gerir myndina svo skemmtilega og saklausa.

Myndinni er vel leikstýrt, myndin er með mjög flott og skemmtileg atriði, til dæmis byrjunaratriði sem er mjög stílískt og flott. Lokaatriðið líka sem er einfaldlega magnað. Atriðið sem þeir stökkva af klettinum í sjóinn og svo fleiri og fleri atriði.


Tónslistin er flott og óskarslerlaunalagið Raindrops keep fallin' on my head er skemmtilegt og átti óskarinn svo sannarlega skilið. Leikurinn er góður og einnig leikstjórnin.


Þessi rómantíska ævintýra mynd fær þrjár og hálfa stjörnu af fjórum mögulegum hjá mér.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Good, the Bad and the Ugly
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The good the bad and the ugly hefur verið mín uppáhalds mynd síðan ég sá hana fyrst. Það er allt gott við hana, leikstjórnin er góð, handritið, leikurinn og síðast en ekki síst hasaratriðin.


Handritið skrifuðu þeir Age-Scarpelli, Luciano Vincezoni og Sergio Leone. Handritið er gott, frumlekt, uppfullt að vel skrifuðum samtölum og skemmtilegum setningum.


Með aðalhlutverkin fara þeir Clint Eastwood, Lee Van Cleff, og Elli Wallach. Clinturinn fer með hlutverk the good, Lee Van Cleef með hlutverk the bad og Elli Wallach með hlutverk The Ugly.

Clint Eastwood hefur verið minn uppáhalds leikarinn minn lengi og finnst mér hann svalasti maður á jörðu.


The good, það er alls ekki hægt að segja að hann sé góður heldur bara skárstur af þeim. Hann er þessi súpersvala típa, og þegar á að ráða mann til að leika svala persónu er Clint Eastwood besti kosturinn.


The Bad sem leikin er af Lee Van Cleef er þessi miskunarlausa persóna sem gerir allt til að fá það sem hann vill, að drepa er eins og að depla auga fyrir honum.


The ugly er afbrotamaður og er hann ótrúlega skemmtileg persóna í þessari mynd. Alltaf eins og hann sé stressaður. Senan þegar hann rænir byssusalan er eini af betri senunum með honum í þessari mynd, fáránlega svalt atriði.


Leikstjórn Sergi Leones er góð, mér finnst hann persónulega vera einn af betri leikstjórum allra tíma. Sum atriðin eru mjög blóðuug og var það ekki algengt í vestrum fyrir þennan tíma.

Sergio hefur leikstýrt myndunum A fistful of dollars, For a few dollars more, The good the bad and the ugly, A fistful og dynamite, Once upon a time the west og Once upon a time in america.


Tónlistin á stórann þátt í myndinni, mér finnst hún vera besta kvikmynda tónlist sem ég hef heyrt, það er Ennio Morricone sem semur hana og hefur hann oft unnið með Sergio Leone.


Þessari mynd gef ég fullt hús stiga eða fjórar stjörnur.


Villdi bæta því við í lokinn að Þessi mynd er síðasta myndin í trilogyu. Hinar tvær myndirnar eru þær For a few dollars more og A fistful of dollars.



Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
High Plains Drifter
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég vill vara fólk við Spoilerum, það eru einhverjir í greininni en ekkert sem skemmir fyrir.


High plains drifter er fínn Clint Eastwood vestri, maður hefur nú samt oft séð hann betri. Þetta er önnur myndin sem hann leikstýrði en sú fyrsta var Play misty for me. Í þessari mynd leikur hann The Stranger eða þann ókunnuga sem allir eru hræddir við. Það var einn daginn sem hann kom inn í bæ, eftir að hafa verið þar í aðeins 20 mínutur er hann búinn að drepa þrjá menn og nauðga einni konu.

Bæjarbúar áttu von á þremur byssumönnum,eftir að hafa séð hversu góður the stranger er á byssur biðja þau hann um hjálp að verjast þessum byssumönnum.

The stranger ákveður að taka þessu verkefni með því skilirði að hann fái allt sem hann vill í bænum, Allt. Það er skondið þegar Clint gerir hina og þessa menn gjaldþrota með því að t.d að bjóða öllum bænum í drykk á bar einum. En upp frá þessu heldur áfram spenna og húmor.


Versti galli myndarinnar er tónlistin, en hún er ekkert sérstaklega góð.


Þessi mynd innheldur frekar gróf ofbelldisatrið og því vara viðkvæma fyrir þessari mynd.


Þrjár stjörnur.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Untouchables
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The Untouchables er frábær mafíósa mynd um vínbannið á tímum Al Capone. Myndinni leikstýrir hinn frábæri leikstjóri Brian De Palma og með aðalhlutverkin fara þeir Robert De Niro sem leikur Al Capone, Kevin Costner, Sean Connery, Andy Garcia og Charles Martin Smith.


Ég tel þessa mynd vera snilld, það er flest allt gott við hana, handritið, myndatakan, leikstjórnin og leikurinn, þetta er allt frábært.

Sean Connery fékk óskarslerðlaunin fyrir leik sinn á persónunni skemmtilegu Malone.

Malone er mjög skemtilegur karakter og hefur húmorinn í lagi.


Það getur ekkert stöðvað Al Capone, en það er lítill lögguhópur sem ætlar sér að stoppa hann, myndin snýst eifaldlega um þetta, það er fjagra manna löggu hóp sem ætlar sér að stöðva Al Capone og klíkuna hans, þetta hljómar frekar ótrúverðugt þar sem Al Capone bjó yfir miklum yfirráðum og völdum. Malone finnst þetta mjög einfalt, hann segir ef Al Capone dregur upp hníf þá dregur þú upp byssu, ef hann ætlar að senda þig á sjúkrahúsið, sendu hann þá á líkhúsið.


Þessi mynd innheldur eitt ógleymanlegt atriði, það er atriðið með barnavagninum, þetta er eitt af flottari atriðum sem ég hef séð og er þetta atriði sem ég á aldrei eftir að gleyma, þetta er snilld!!!! Stílinn yfir þessu er magnaður, sýnir hvað barnagrátur getur truflað mann og svo er það flott hvað þetta er sýnt hægt.

Svo er það tónlistin sem kemur frá meistara Ennio Morricone, en tólistin er mögnuð þó svo að meistarinn hafi gert betri tónlist til dæmis í myndum eins og The Good, the bad and the ugly, For a few dollars more og Once upon a time in the west.


Myndin fær þrjár og hálfa stjörnu af fjórum hjá mér,


Eftir að ég var búinn að horfa á þessa mynd skaust dálítið í kollin á mér. Það er varðandi það að vínbannið var afnumið.

Það var barist lengi gegn víninu en að lokum var banninu afnumið, spurningin er: gerist það sama með fíkniefnin, verða eiturlif leyfð einn daginn?

Mér finnst ekki raunhæft að bera eiturlif og vín saman en samt, ætli þetta gerist?

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Gone with the Wind
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Gone with the wind


Ef ég ætti að lýsa þessari mynd í einu orði væri orðið einfaldlega meistaraverk.

Það er allt bókstaflega fullkomið, leikurinn er frábær hjá þeim Clark Gable, Vivien Leigh, Leslie Howard og öllum hinum.

Leikstjórnin er frábær en myndinni leikstýrir Victor Fleming, og enginn getur sagt að hann hafi staðið sig illa við að leykstýra þessari mynd, þvílík frammistaða!!

Sviðsmyndin er ein sú flottasta sem ég hef séð, hún er ótrúleg. Myndin er gerð árið 1939 en það sést sko ekki, til dæmis er atriðið Rhett og Scarlett eru að flýja úr bænum og allt brennur snilld, hvernig þetta er gert veit ég ekki, kanski þetta sé gert í alvurunni, eða bara á litlum módelum. þetta er allt svo raunverulegt og eitt er víst að engar tölvur voru notaðar við gerð þessara myndar.


Myndin fjallar aðalega um ástarmál Scarlett O´Hara sem leikin er af Vivien Leigh. Hún er þessi stelpa sem getur náð í alla menn sem hana langar í........... nema einn og auðvitað heldur hún að hún sé ástfangin af þessum eina. Þessi eini er Ashley Wilkes sem er leikinn af Leslie Howard.

Myndin gersit á tímum þrælastríðsins í Bandaríkjunum. Það sjást ekki neinar orustur í myndinni en það er einblínt á líf fólksins fyrir utan stríðsin, t.d kvennana og barnanna.


Þessi mynd fær án efa Fjórar stjörnur hjá mér fyrir að vera ein af betri myndum kvikmyndasögurnar.



Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
One Flew Over the Cuckoo's Nest
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Kvikmyndin One flew over the cuckoo´s nest er án efa ein af mínum uppáhalds myndum. Myndinn leikstýrir Milis Forman en hann hefur einnig leikstýrt Man on the moon, Amedus og Pepole vs. Larry Flint.

Þetta er held ég ein af tveimur myndum sem hefur unnið öll helstu óskarsverðlaunin. Jack Nicholson fékk verðskuldaða styttu fyrir túlkun sína á persónunni skemmtilegu McMurphy.

Lousie Fletcher fékk styttu fyrir leik í aukahlutverki kvenna, Miles Forman fyrir leikstjórn og svo einhver tvö önnur sem held að sé Handrit og leik í aukahlutverki karla.


Myndin fjallar um mann að nafni McMurphy sem er á geðsjúkrahúsi. Hann er ekkki geðveikur en lætur sem svo til að sleppa við fangelsisvist. Mynd gerist mest allan tímann innan múra geðsjúkrahúsinns og það sem gerist þar er oft á tíðum sprenghlægilegt.

Myndin er uppfull af gríðarlega skemtilegum og léttklikkuðum persónum ein og Martini sem Danny DeVito leikur, Harding, stóra, heyrnalausa og mállausa indíánanum, og svo hjúkkunni Mildred Ratched sem Lousie Fletcher leikur svo vel.


Þessi mynd innheldur hlægilegasta atriði sem ég hef séð, þar er þegar sjúklingarnir keppa við verðina í körfubolta. Þetta atriði er tærasta snilld og ég hef ekki hlegið jafn mikið að kvikmyndaatriði áður.


Myndin fær án efa 4 stjörnur a fjórum möguleikum fyrir að vera snilld!!

Þessi mynd er Gamandrama.



Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Batman
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Batman


Batman 1 er að mínu mati besta myndin í seríunni. Myndinni leikstýrir snillingurinn Tim Burton og held ég að enginn

leikstjóri hefði getað gert betur. Honum tekst að gera sögusvið myndarinnar Gotham-City drungalega, dimma og ótrúlega flotta.

Það er það sem er flott við borgina og er sviðsmyndin mögnuð.

Glæpastarfsemin er sýnd mikið og það er mikið um glæpi.


Það er einn maður sem er óvinur glæpamannana en það er Batman eða eins og hann heitir á íslensku Leðurblökumaðurinn. Eins og kanski flestir vita er Batman í svörtum búning sem

a að líkjast leðurblöku. Að mínu mati er búningurinn flottur öfugt við til dæmis Green Goblin í Spiderman myndinni en sá búningur er virkilega illa gerður.

Erkióvinur Batmans er Jókerinn, en hann er helsti glæpamaðurinn í borginni. Jokerinn er orðinn þreyttur á því að Batman fái alla athygli borgarbúa í stað þess að hann vekji athygli.

Jokerinn vill því Batman feigann og snúst myndin hálfpartinn um einvígi þeirra.


Með aðalhlutverkin í myndinni fara þeir Michael Keton og listamaðurinn Jack Nicholson. Sá fyrrnefndi fer með hlutverk Batmans og sá síðarnefndi Jokersins.

Michael Keaton hefur alltaf farið svolítið í taugarnar á mér en stendur sig þó vel í hlutverki Batmans.

Jack Nicholson fer með þvílíkan leiksigur i myndinni eins og oft áður. Hann leikur Jokerinn með stakri snilld og enginn annar gæti leikið hann eins vel.

Svo má ekki gleyma Kim Basinger en hæun leikur blaðakonu sem fjallar um Batman.


Þessi mynd er hin besta skemmtun og er skemmtanagildi hennar gríðalegat.

Myndinn gef ég þrjár og hálfa stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dirty Harry
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Dirty Harry

Kvikmyndin Dirty Harry fjallar um eina harðskeyttustu löggu kvikmyndasögurnar. Nafn hans er Harry Callahan og hann er kallaður Dirty Harry.

Af hverju er hann kallaður Dirty Harry? Er það út af því að hann fær sóðalegustu verkin eða því að hann er harðastur? Ég myndi svara báðu játandi.


Dirty Harry er leikinn af mínum uppáhalds leikara Clint Easwood og er þetta ein af hans klassísku myndum. Ég held að allir kvikmyndaáhugamenn hafa í það minnsta heyrt um myndina Dirty Harry. Myndin er frá árinu 1975 en þá kom einmitt út önnur mynd um harðskeytta löggu, sú mynd er French Connection, en nóg um það.


Þessi mynd hefur mikið skemtanargildi og innheldur svöl atriði, húmor og spennu.

Persónan Dirty Harry er svöl og fyndin.


Söguþráður myndarinnar er ekki flókinn en hljómar svo: Það er brjáluð leyniskytta sem skaut konu af háu húsþaki og hótar að drepa fleiri. Morðingjan leikur Andy Robinson og stendur hann sig með príði.

Dirty Harry gerir allt, gjörsamlega allt sem hann getur til að stoppa þennan brjálaða morðingja og snýst myndin um eltingaleik Harry og Andy.


Leykstjóri myndarinnar er Don Siegel en hann og Sergi Leone eru þeir leikstjórar sem unnu mest með Clintinum Eastwood. Leykstjórnin er fín í þessari mynd en kvikmyndatakan er frekar skrítinn og fór stundum í taugarnar á mér. Svo er það tónlistin en hún er stærsti galli myndarinnar, svona Disco tónlist en mér hefur aldrei fundist sú tegund að tónlist passa inn í kvikmynd nema það væri japönsk klámmynd.


Útkoman er þrjár og hálf stjarna fyrir það helst að vera frábær skemmtun.

Verð að koma með svölustu ræðu allra tíma sem Dirty fer með.


I know what you're thinking. Did he fire six shots or only five? Well, to tell you the truth, in all this excitement, I've kinda lost track myself. But being as this is a .44 Magnum, the most powerful handgun in the world, and would blow your head clean off, you've got to ask yourself one question: Do I feel lucky? Well, do ya punk.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
xXx
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Triple x eða xXx er ein mesta hörmung sem ég hef séð síðan ég sá Fast and the furios. Handritið er það hlægilegasta sem ég hef nokkur tíman vitað um. Mér finst brandararnir ekki fyndnir heldur samtölin sem voru svo asnaleg að það hálfa væri miklu meira en nóg.Fólk er að tala um að arftaki Bond sé kominn, því er ég ekki sammála.Tökum sem dæmi Vin Diesel gegn Sean Connery. Óumdeilanlega hefur Sean Connery vinninginn þar. Allir þeir sem hafa leikið Bond eru svo miklu svalari og betri leikarar en Vin.

Þessar línur sem hann segir sem eiga að vera svo svalar eru ekkert nema sprenghlægilegar og asnalegar.Hasaratriðin eru þau óraunverulegust sem ég hef séð, mótorhjól að stökkva 50 metra upp í loftið, snjóbretti sem eru metra á undan snjóflóði í korter.Tökum sem dæmi um þessar asnalegu setningar hann segir í lokin I wish i had a video camera!!, Beacause this is gonna be a hell of a trip. Leikurinn er sá lélegasti sem ég hef séð lengi. Vin Diesel sýnir hræðilegan leik rétt eins og allir aðrir mótleikarar hans. Hann og þessi kona sem leikur á móti honum gátu ekki einu sinni leikið kossana vel. Útkoman er engin stjarna því á einfaldlega ekki skilið meira.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Planet of the Apes
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær vísindakáldsaga um geimfara sem brotlendir á plánetu sem stjórnað er af öpum. Þessi mynd er vel leikinn, með fínt handrit, og einum flottasta endi sem ég hef séð. Þessi mynd er skyldueign á DVD fyrir alla alöru safnara.Klassík
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
As Good as It Gets
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

As good as it gets er mynd sem byggist á góðum leik, góðu handriti, góðum og sprenghlægilegum samtölum, og frábærum persónum. í þessari mynd fáum við að fylgjast með rithöfundinum Melvin Udall sem leikinn er af snillinginum Jack Nichholson. Melvin er sérvitur og hjátrúarfullur maður sem allir hata. Hann er leggur nágranna sinn sem er hommi í einelti og gerir ekki annað en að stríða honum. Helen Hunt sínir frábæran leik og fékk nú óskarinn fyrir vikið rétt eins og Jack Nicholson.Þetta er nú ein af skemmtilegri myndm se ég hef séð og mæli ég því með henni fyrir alla.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Pale Rider
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Pale Rider mynd í leikstjórn Clint Eastwoods. Þetta er nú ekki besti vestri sem ég hef séð en myndin er þó skemtileg og ágætis afþreying.


Söguþráðurinn er ekkert sérstakur, ósköp klisjukenndur og fyrirsjánlegur.

Í stuttu máli fjallar myndin um mann sem vill bjarga bæjarbúum frá því að vera hraktir úr bænum.


Þetta er nú ekkert sérstök mynd en mér finnst engin mynd leiðinleg ef bara Clint Eastwood er í henni.


Útkomann er tvær til tvær og hálf stjarna fyrir það að vera fínasta skemmtun og að hafa Clint EastWood í aðalhlutverki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Postman Pat
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hálf leiðieg og vitlaus mynd um klappstírur. Að mínu mati léku engir af leikurunum vel. Það eina góða í þessari mynd var danshöfundurinn sem er alveg ótrúlega fyndin og skemmtileg persóna. En það var eithvað við þessa mynd sem gerði mig spenntann, ég veit ekki hvað en það var eithvað, ég bara vildi alls ekki missa af neinu atriði.


Myndin fær tvær stjörnur fyrir danshöfundinn og að halda mér spenntum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Die Hard with a Vengeance
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Die hard 3, að mínu mati næst besta myndin í seríunni á eftir þeirri fyrstu. Bruce Willis og Samuel l Jackson eru góðir en í myndina vantar allan neista. Henni tekst aldrei að verða spennandi og lítið um góðan húmor eins og í fyrstu myndinni. Ágætis hasaratriði of flottar sprengirar eru það eina sem þessi mynd hefur fyrir utan ágætan leik. Tvær og hálf stjarna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Reign of Fire
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég beið spenntur eftir þessari mynd þegar ég sá trailerinn. Drekar sem eiðileggja og drepa allt sem á vegi þeirra verður er góð hugmynd en útkoman alls ekki góð. Illa skrifuð samtöl lélegt handrit og afleiddur leikur einkenna þessa mynd. Hasaratriðinn finnst mér alls ekkert sérstök en tækibrellurnar eru góðar. Mér finnst of sjaldan sýnt drekana en það hefur ekki verið oftar en 3-4 sinum í myndinni, Endirinn er algjörlega fyrirsjáanlegur. í þessari mynd er illa farihð með mjög svo góða hugmynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Spider-Man
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Spider-man er frábær skemmtun, spenna,hasar,rómantík og drama. Góður leikur hjá Tobbey Maguire sem Spiderman, willem Dafoe sem green goblin og svona ágætis frammistaða hjá Kirsten Dunst sem Mary Jane. Flott hasaratriði gera myndina að frábærri skemmtun.

ég varð fyrir vonbrigðum með tónlist Danny Elfmans en hefur samið tónlist í myndum eins og men in black og batman.Tæknibrellurnar eru mjög góðar og það er ótrúlega raunverulegt þegar spiderman svífur um himininn blán. Þetta er hin besta ofurhetju mynd en ekki eims góð og batman.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Men in Black II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Men in black 2 framhald af myndinn Men in black. Að mínu mati er fyrri myndin mun skemmtilegri og fyndnari en framhaldið. Tommy Lee Jones er góður eins og alltaf, en mér hefur aldrei fundist Will Smith neitt sérstakur og það breytist ekki með þessari mynd, margir brandarar hans eru bara alls ekkert fyndnir. Tónlistin hjá Danny Elfman er góð en ekki eins og í Batman, en þessi lög sem eru eftir aðra eins og Will Smith og fleiri eru bara hundleðinleg. ágætis mynd en samt vantar allan neista
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
There's Something About Mary
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ótrúlega fyndin gamanmynd með Cameron Diaz og Ben stiller. þetta er ein af mínum fimm uppáhalds gmanmyndum, en mín uppáhalds gamanmyndin mín er Dumb and dumber sem er frá sömu gaurum og færðu okkur þessa mynd. Myndin fjallar um það að Ben Stiller er voðalega ástfanginn af draumadísinni sinni síðan úr háskóla. Til að finna hana sendir hann einkaspæjara, en að sjálfsögðu verður einkaspæjarinn einnig ástfanginn af af draumadísinni. Og svo þróast þetta áfram og við fáum að sjá hvernig þetta endar allt á sprenghlægjilegann hátt.


Góða skemmtun,
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Crimson Tide
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Crimson tide er bara hin besta spennumynd. Óskarsverðlaunahafarnir Denzel Washington(Training day) og Gene Hackman(The Unforgiven) fara hér með aðalhlutverkin og standa sig alveg frábærlega í hlutverkum sínum. Þeta er hörkuspennandi mynd um þessa tvo menn sem aldrei aldrei eru sammála um hvað skuli gera. Frábær skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Rush Hour 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Rush hour tvö framhald af myndinni rush hour er alls ekkert sérstök mynd að mínu mati. Mér fannst myndin töluvert betri en þó engin snilld. Ég persónelega er orðinn hundleiður á þessu ofvirku svertingjum eins og persónunni hans Chris Tucker í þessari mynd. Ég er einnig búinn að fá leið á þessum karate, kung fu snillingum eins og hann Jackie Chan er. Sumir brandararnir eru fyndnir eins og þegar sprengjan er föst í munninum á Tucker. Útkoman er tvær stjörnar og ekkert meira en það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Scary Movie
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér persónulega fannst Scary movie alls ekkert sérstök mynd, hún gerir grín af þessu annars leiðulegu unglingahryllingsmindum eins og scream og I know what you did last summer myndunum. Annað hvort voru brandararnir svona ágætir eða alveg hrint ömukegir. Allir vinir mínir töluðu um hvað þetta svokallaða waazzzup atriði væri fyndið en mér fannst það bara alls ekkert fyndið. útkoman að mínu mati eru tvær stjörnur. svona frekar misheppnuð mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
For a Few Dollars More
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þvílíkt meistarastikki í leikstjórn Sergio Leone. For a few dollars more er frábær mynd, góður leikur hjá Clint Eastwood sem er mannveiðari í þessari mynd ásamt The old men eins og Clint kallaði hann, en the old men er leikinn af hinum skemmtilega Lee Van Cleef. Myndin fjallar um að þeir tveir félagar eru á eftir hinum miskunarlausa morðingja Indio sem leikinn er af Gian Maria Volonte, en hann er virði 10 þúsund dollara, Lee van Cleef vill ekki ná honum vegna peninga heldur vegna persónulegra ástæðna. Tónlistin er snilld en það er Enno Morricone sem semur hana eins og í hinum tveimur myndanna í þessari Trilogy, hinar tvær myndirnar eru eins og flestir vita Fistul of dollars og The good the bad and the ugly. For a few dollasr more er önnur myndin í röðinni á þessum þremur meistaraverkum. Þetta er sko enginn John wayne vitleysa heldur alvuru Clint Eastwood vestri. Þessi mynd fær að sjálfsögðu fjórar stjörnur vegna góðs leiks hjá öllum, einni bestu leikstjón allra tíma, magnaðri tónlis og frábærar skemmturnar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Unforgiven
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Snilldar vestri sem hlaut fjögur óskarsverðlaun árið 1992 meðal annars fyirir bestu leikstjórn (Clint Eastwood) og besta leik í aukahlutverki(Gene Hackman). Gamall afbrotamður að nafni William

Munny (Clint Eastwood neðist til þesss að að taka að sér eitt loka verkefni vegna peningaskorts. Hann fær með sér lið gamlan félaga að nafni Ned (Morgan Fremann) og þeir félagar taka að se´r það verkefni að drepa tvo byssumenn sem höfðu skorið og stungið hóru. Fra´bærlega vel leikstírð og leikin mynd í alla staði. Að mínu mati einn af tveimur bestu allra tíma oghinn vestrinn er The good, the bad and the ugly sem Clint Eastwood leikur einnig í. Ég mæli eindregið með þessari mynd og hvet ykkur til að leigja þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Air Force One
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þesii mynd olli mér mjög svo miklum vonbrigðum þar sem ég hélt að þetta væri góð hasarmynd. Leikstjórananum Wolfang Peterson tekst að gera virkilega slappa mynd úr þessari annars ágætis hugmynd. Harrison Ford sem hefur alltaf verið í miklum metum hjá mér stóð sig ekki jafn vel og oft áður. Endalaus óþarfa Kanaáróður og þvílík leiðindi koma myndinni Ekki yfir meðallagið þó hún sé spennandi á köflum. Gary oldman stendur sig vel sem aðal hryðjuverkamaðurinn. Ég hélt allan tímann með hryðjuverkamönnunum vegna Kanarnir voru afspyrnu leiðilegir.

Lélegar tæknibrellur þegar synt er á flugvélina pirruðú mig ótrúlega mikið. Útkomann er ein og hálf stjarna og þessar stjörnur fá Gary Oldman, smá spenna á köflum og Harrison Ford.

ágætu lesendur ég vara ykkur við þessari leiðinda mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
No Man's Land
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Erlenda óskarsverðlaunamyndin í ár er No man´s land sem á óskarinn alveg skilið vegna þess að hún er einfaldlega mjög góð. Hún vann einnig Golden globe verðlaunin sem besta erlenda kvikmyndin. Hún gerist í stríðinu í Bosníu og fjallar um hermann frá Bosníu sem er fastur í skotgröf með hermanni úr óvinaliðinu. Óvinirnir höfðu fest sprengju á særðan vin hans og verður að ná í sprengjufræðing til að gera hana óvirka. Þetta er frumraun leikstjórans Danis Tanovic sem skrifar einnig handritið. Hún kemur frekar á óvart og er hin besta skemmtun þótt hún sé frekar alvarleg ádeila á stríðið í Bosníu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
High Plains Drifter
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Skemmtileg og spennandi mynd sem ég fílaði í botn.

Ég keypti mér hana á DVD um daginn í Skífunni á þessu betra verð tilboði=1999kr. Þetta er önnur myndin sem Clint Eastwood leykstýrir og tekst mjög vel til. Myndin fjallar um mann (clint Eastwood) sem kallaður er the stranger kemur inn í bæ eftir að hafa verið í eyðimörk í langann tíma, eftir fyrstu 20 mínúturnar í bænum er hann búinn að fremja þrjú morð og nauðga einni konu. Bæjarbúar fá hann svo til að vernda bæinn og fólkið fyrir þremmur byssumönnum sem ætla að leggja bæinn í rúst. Clint Eastwood er super svalur að vana. Þetta er ein að þeim myndum sem gerðu hann að þeim mannni sem hann er í dag.

Vel leikin mynd með skemtilegri tónlist.


Frábær skemmtun.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Bandits
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég varð fyrir miklum vonbrigðum þegar eg tók Bandits út tækinu.

Hún var frekar sérstök og landregin. byrjunin var góð en þegar lengra var liðið á myndina hundleiddist mér. Bruce willis (die hard myndir,sixth sense,armageddon og fleiri) og billy bob thornton ná vel saman þar sem bruce willis er svali, stóri,sterki gaurinn og billy bob sem er litli nördalegi gaurinn. Ágætis afþreying en ég var sammt sem áður fyrir miklum vonbrigðum
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Star Wars: Attack of the Clones
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Góð mynd sem passar fullkomlega í Star Wars söguna. Hasar atriðin eru stórfengingileg og atriðið með Yoda er algjör snilld. Leikararnir eru ágætir en Hayden Christensen leikur alls ekki vel að mínu mati. Fyrri hluti myndarinnar finnst mér á köflum vera full langdreginn og vera way too much af rómantík.

En sammt sem áður frábær mynd sem ótrúlegt sjonarspil, það er gaman að horfa á umhverfið í myndinni sem er fagurt og stórfengileg. Empire stries back er betri mynd að mínu mati en þessi næstbest. May the force be with you



Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei