Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Lord of the Rings: The Two Towers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þá er ég loksins búinn að sjá annan hlutann í mestu kvikmyndatrilogíu allra tíma en ég ætla ólíkt öðrum ekki að kvarta undan óþægindum eða slíku, því það var ekki við neinu að kvarta. Ekki get ég sagt að þessi hluti, The Two Towers, sé síðri eða betri en fyrsti hlutinn, Fellowship of the Ring, því þær eru hálfólíkar á sinn hátt. Fyrsta myndin var meira um tilfinningar, persónusköpun og mikil drama í gangi. Two Towers er hins vegar meira sem stríðsmynd þótt það vanti ekkert alveg upp á hitt. Ef ég ætti samt að neyðast til að velja hvor myndin mér fannst betri þá held ég að ég verði að velja fyrstu, hún situr einhvern veginn betur í mér. En ekki misskilja mig, Two Towers er meistaraverk á alla kanta en þó sérstaklega varðandi tölvutækni. Two Towers skiptist í þrjá hluta eins og flestir vita. Einn hlutinn er um Aragorn, Legolas og Gimli. Annar hlutinn er um Hobbitana Merrin og Pippin og síðasti hlutinn er um Frodo, Sam og Gollum. Frodo og Sam halda áfram ferð sinni að Dómsdyngju til að eyða Hringnum en á leiðinni slæst í för með þeim Gollum. Merrin og Pippin eru fangar Orkanna sem við kynntumst í endann á fyrstu myndinni en seinna meir hitta þeir furðulegri verur, Enturnar, lifandi tré. Síðast en ekki síst eru það Aragorn, Legolas og Gimli sem eiga mestan þátt í myndinni og eru þeir m.a. í stærsta atriði myndarinnar, Helm's Deep. Svo að lokum, eins og allir vita, þá Gandalfur snýr aftur öflugri sem áður. Þessi mynd hefur hvorki byrjun né enda og þess vegna verður maður nauðsynlega að vera búinn að sjá hina áður, enda er Peter Jackson ekkert að gefa þeim sem ekki hefur gert það neinn séns. Það sem gerir þessa mynd kannski skemmtilegri er að það eru færri langir og rólegir hlutar í henni, eins og var nokkuð mikið af í fyrstu myndinni, en nauðsynlegir kaflar þó. Í Two Towers fáum við tvö góð orrustuatriði, hitt er reyndar mikið mikið stærra en hitt. Þannig að ég tel að þeir sem höfðu lítið gaman af fyrstu muni hafa meira gaman af Two Towers. Það er ótrúlegt hvað WETA, tölvutæknistúdíó Peter Jacksons, hefur tekist að gera í þessari mynd, þeim hefur tekist að búa til eina fullkomnustu tölvugerðu persónu sem sést hefur, þó með mikilli hjálp frá Andy Serkis, túlkanda Gollums. Hvert einasta smáatriði í þessari veru er raunverulegt, á köflum átti ég erfitt með að sjá hvort Gollum væri tölvugerður eða raunverulegur. Þannig eiga tæknibrellur að vera. Samt tel ég að Gollum hefði verið talsvert minna áhugaverðri ef Andy Serkis hefði ekki ljáð honum rödd sína. Ótrúlegt hvernig þessi maður talar fyrir hann og ekki aðeins talaði hann fyrir hann heldur eru allar hreyfingar Gollums byggðar á Andy. Það er talað um að veita Gollum/Andy Serkis Óskarsverðlaunatilnefningu, það yrði þá í fyrsta sinn í sögunni sem það gerðist. Ég hef ekki hugmynd hvort það muni gerast en það yrði fyndið ef það myndi gerast. Þá kemur að stærsta atriði myndarinnar. Þið sem hafið séð myndina vitið hvað ég er að meina, og þið hin líka. Ég er að tala um Helm&8217;s Deep. Allra stærsta orrustuatriði sem nokkurn tímann hefur verið fest á filmu. Ótrúlega vel gert í alla staði, kvikmyndatakan, atburðarásin og tæknibrellurnar, þetta er allt stórkostlega vel gert. Maður getur ekki annað en hrósað Jackson fyrir svona meistaraverk. Viggo Mortensen, Orlando Bloom og John Rhys-Davis ásamt öllum áhættuleikurunum þurftu að hanga á þessum blauta, kalda, ógeðslega stað í fjóra mánuði samfellt að taka upp þetta atriði. Stanslausar tökur. Kannski ekki nema von af hverju þetta atriði varð svona ótrúlegt. Reyndar ef ég hugsa um það þá held ég að það sé ekkert hægt að vera bera þessar myndir saman. Þessar þrjár eru allar ein kvikmynd. Þetta væri kannski svipað og að vera bera saman byrjun, miðju og endi á einni mynd, sem er fáránlegt. Myndin er ekki búin! Maður getur allavega sagt að Lord of the Rings &8216;myndin&8217; hafi byrjað mjög vel og þegar líður á myndina verður hún enþá meira spennandi og ætli hún muni ekki á ógleymanlegan hátt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Minority Report
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég er einn af þeim sem ekki fannst A.I. Artificial Intelligence góð og var því dáldið efasamur fyrst þegar ég heyrði um Minority Report. A.I. fannst mér alltof róleg og langdregin, svo gerðist ekkert merkilegt eða skemmtilegt í henni. En hvað um það, allt það sem A.I. er ekki, það er Minority Report! Hún er hröð, spennandi, fyndin, með frábæran söguþráð, pottþétta leikara, magnaða tónlist og Spielberg í toppformi! Hvað getur maður hugsanlega beðið um meira? Myndin gerist í framtíðinni, árið 2054. Það hefur ekki verið framið morð í 6 ár og hefur glæpatíðnin lækkað um heil 90%. Hvernig stendur á þessu? Stofnunin Precrime sérhæfir sig í því að handtaka morðingja sem hafa ekki enn framið morðið en áttu samt eftir að gera það. Þeir koma í veg fyrir morðið. Það sem gerir þeim kleift að sjá í framtíðinna eru þrjár manneskjur sem hafa þessa náðargáfu til að sjá í framtíðinna, þeir sjá það sem á eftir að gerast. Kerfið er fullkomið. Því skjátlast aldrei. Fyrr en það kemur að þér. Þetta er eimmitt það sem myndin er um. Fremstur í flokki Precrime er John Anderton, (Tom Cruise). Anderton sér svo sjálfan sig í framtíðinni að drepa mann sem hann hefur aldrei séð eða heyrt um áður. Auðvitað sættir hann sig ekkert við það og lætur handtaka sig heldur flýr hann og reynir að sanna sakleysi sitt. Fyrir þá sem halda kannski að þessi mynd sé ekki mikið meira en enn einn sumarsmellurinn sem gleymist fljótlega eftir að maður labbar útúr bíóinu þá skulið þið sjá myndina! Hún er sko sumarsmellur og mikið meira en það. Hún er með margar flækjur og fær mann til að hugsa um sig á leiðinni heim og daginn eftir. Hvernig verður þetta í framtíðinni? Ef það eru svona augnskannar útum allt, er maður er hvergi óhultur gagnvart yfirvöldum?. Hvað verður um einkalífið? Það verður einfaldlega búið að útrýma því. Eins og hann Þór Melsteð á Kvikmyndir.is sagði; ‘geysilega sterk ádeila á stefnu heimsins í áttina að gereyðingu einkalífs.’ Sá sem er vel fróður um vísindaskáldsögur ætti að kannast vel við Philip K. Dick, en hann er líklega frægasti vísindaskáldsagnahöfundur sögunnar. Hann samdi meðal annars smásöguna sem Blade Runner er byggð á (Do Androids Dream of Electric Sheeps?) og samdi hann 31-síðna söguna bakvið Minority Report og er hún neistinn sem kveikti í þessari mynd. Aðra smásögu sem varð að frægri bíómynd samdi hann, Total Recall með honum Schwarzenegger í aðalhlutverki. Ég ætla ekki segja að þetta sé besta mynd sem Spielberg hefur gert en hún er svo sannarlega ein af hans langbestu. Hann sannar með henni að hann er besti leikstjórinn í dag. Hún er mikið meira heldur en hún A.I. sem margir höfðu svo miklar væntingar til en hún stóðst þær því miður ekki hjá öllum. Myndatakan er ótrúlega flott. Tæknibrellurnar voru svo góðar að ég átti erfitt með að sjá hvað voru tæknibrellur og ekki. Samt var Spielberg ekkert að láta tæknibrellurnar yfirtaka myndirna eins og sumir, nafn sem byrjar á L og endar á ucas, heldur notar hann þær í góðu hófi og kemur það mikið betur út. Tom Crusie hefur aldrei verið jafngóður og núna. Mér finnst mjög líklegt að hann verði tilnefndur til óskarsins, svo góður var hann. Colin Farrell er leikari á þvílíkri hraðleið á toppinn enda er hann mjög góður hérna. Sænski leikarinn Max von Sydow lítur niður á alla hina leikarana enda er hann ótrúlega virtur meðal samstarfsmanna sinna. Útlitið á myndinni er mjög flott og minnir mann einfaldlega á film-noir myndir í gamla daga. Bláu litirnir eru mjög skemmtilegir og gera útlitið á myndinni einstaklega flott. Kvikmyndatakan sjálf var bara í heild sinni mögnuð! Það sem ég bjóst ekki við var að myndin var líka þrælfyndin á köflum, kolsvartur húmor inná milli sem gerði ekkert nema gott fyrir myndina. Þótt að myndin hafi verið dáldið löng, heilir þrír tímar, þá var hún aldrei langdregin. Myndin var fyrirsjáanleg á köflum en á öðrum kemur hún mikið á óvart. Endirinn er eitthvað sem margir voru ekki sáttir með, en ég sé eiginlega ekkert að honum nema að hann hafi verið enn ein flækjan sem ég sjálfur á að leysa. Þegar ég lít yfir heildina hef ég ekki skemmt mér svona mikið yfir mynd síðan ég sá Lord of the Rings í fyrsta sinn. Ekki mun ég hika við að fá mér DVD diskinn þegar hann kemur út 25. nóvember hérna í Evrópu. Minority Report er pottþétt og skotheld skemmtun fyrir hvern sem hefur gaman af góðum Sci-Fi sögum, flottum tæknibrellum, mikilli spennu, frábæru plotti og flestu því sem einkennir frábæra kvikmynd. Margir vilja segja að hérna sé komin Óskarsverðlaunamyndin í ár og er ég ekki ósammála þeim.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Black Hawk Down
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

3. október, 1993 biðu Bandaríkjamenn sinn mesta ósigur síðan Víetnam. 123 bandarískir hermenn, The Rangers, voru sendir í leiðangur til Mogadishu. Markmið ferðarinnar var að handsama tvo Sómalíska hryðjuverkamenn. Verkefnið átti að taka u.þ.b. eina klst en allt fór úr böndunum, ein þyrlan þeirra, Svarthaukur, varð fyrir skoti og féll til jarðar. Þar sem aðalinntak þessa liðssveitar er að skilja ekki við neinn félaga sinn, hvort sem hann er dáinn eða lifandi þá breyttist verkefnið úr að handsama þessa hryðjuverkamenn yfir í að bjarga félögum sínum. Vegna þessa mistaka dróst verkefnið yfir í 15 klst og þar sem Sómalíumenn eru á hverju strái og ekkert vingjarnlegir verður baráttan ein sú erfiðasta í sögunni. Með þessari mynd hefur Ridley Scott sannað að hann er meðal bestu leikstjóra samtímans. Ég gerði mér ekki of miklar vonir um gæði myndarinnar þegar ég heyrði fyrst að Jerry Bruckheimer ætti sinn hlut í henni, því hann hefur sagt það sjálfur að honum er alveg sama hvort fólki líkar myndin eða ekki. Hann vilji bara fá þau í bíó og græða peninga. En eftir þessa mynd breyttist álit mitt á Bruckheimer þónokkuð mikið. Hann hefur gefið út mynd sem getur talist betri en poppkornsmyndirnar svokölluðu, sem er reyndar komið útfrá myndum Jerry's. Það má reyndar segja að gæði myndarinnar er að mestu leyti Ridley Scott að þakka. En það er ekki hægt annað en að Black Hawk Down sé stórt skref fram á við fyrir Brucheimer. Myndatakan er mjög góð í myndinni og var allt frá því að vera atvinnuleg myndataka og til svona Digital myndatöku, rétt eins og í Blair Witch. Þannig myndataka finnst mér heppnast vel í stríðsmyndum, gefur rétta andrúmsloftið. Tónlistin minnti mig mjög mikið á Gladiator, enda koma þar sömu menn við sögu, Ridley Scott sem leikstjóri og Hans Zimmer sér um tónlistina. Tæknibrellurnar voru mjög góðar og var fyrsta þyrluslysið mjög vel útfært. Myndin er alls ekki falleg, enda er hér um sannsögulegan atburð að ræða, allt verður að sýnast sem raunverulegast og hægt er. Eitt atriðið er ljótara en annað og er alls ekki við hæfi allra. Og vita þeir sem hafa séð myndina hvaða atriði ég er að tala um. Margir góðir og frægir leikarar koma fram í myndinni. Tom Sizemore, sem er víst núna að leika í öllum þessum stríðsmyndum ss. Saving Private Ryan og Pearl Harbor. Ewan McGregor er hérna líka og er ekki hægt að segja annað en að myndin sé annað en góður plús fyrir feril sinn, sem er á hraðri uppleið. Josh Hartnett, sem við sáum síðast í O, en betur þekktur í Pearl Harbor, kemur hér og sýnir á sér betri hlið sem aðalsöguhetjan, Matt Eversmann. Svo koma fleiri frægir og skemmtilegir leikarar, Sam Shepard, Orlando Bloom, William Fitchner og Gregory Sporleder sem stal senunni í The Rock sem hinn brjálaði Cpt. Frye. Ég get ekki sagt annað en að Black Hawk Down sé ein besta stríðsmynd sem ég hef séð og ein af betri myndum sem ég hef séð. Flest í myndinni er til fyrirmyndar og á myndin alveg skilið nokkrar Óskarstilnefningar. Black Hawk Down fær fjórar af fjórum stjörnum hjá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég hef líklega aldrei beðið með jafn mikilli væntingu og þessari mynd. Ég fór á Nexus forsýninguna í Laugarrásbíói í gærkveldi. Þegar ég kom inn í bíóið var inngangurinn alveg troðfullur af fólki, mjög mikil þrengsli þarna. En það skrýtnasta var það að ég hefði alveg eins getað gleymt miðanum heima, þvi ég var ekkert beðinn um miða eða neitt. Ég ætlaði nú ekki að láta allt nammið og það fara framhjá mér en það gerðist, ég kom svona tíu mínútum fyrir sýningu og hvergi fékk ég afgreiðslu, svo var myndin að byrja og ég fór bara í sætið mitt.


[ ATH. Ef þú ert ekki búinn að sjá myndina, ekki lesa lengra! ]


Svo loksins byrjaði myndin við mikinn fögnuð. Prolougeið var mjög flott. Fyrstu tveir tímarnir liðu á hálftíma hjá mér, þegar ég leit á klukkuna og ég bara vá!. Það var þegar þeir komu inn á Fákinn. Það sem mér fannst vera mest áberandi í myndinni var án efa umhverfið, ég vissi ekki að það væri til svona fallegt umhverfi. Líklega var eitthvað af þessu gert í tölvu, en þó ekki eins og Star Wars myndirnar, þar var umhverfið bara grænn bakgrunnur. Myndin er frábærlega vel gerð í alla staði. Svörtu riddararnir voru mjög flottir og voru öskrin í þeim mjög óhugnaleg. Þó fannst mér frekar að myndin hefði frekar átt að vera bönnuð innan 14 ára, hún var nokkuð óhugnaleg á köflum. En ekki að það skipti neinu máli fyrir mig. Myndin er ein af þessum myndum sem er allt í einu, nema þessi er með allt í miklum skammti. Hún er mjög fyndin, ótrúlega flott, spennandi og falleg. Sú persóna sem hreif mig mest var Aragorn. Hann var ótrúlega flottur og svalur karakter. Bardagarnir með honum voru alveg frábærir, sérstaklega þegar Fróði var uppi á fjöllum, sverðið hans Fróða var orðið blátt (sem gerist þegar Orkar eru nálægt) og Aragorn fór að berjast við þá. Þá byrjuðu sko hárin á mér að rísa.. og fóru ekki niður fyrr en í endann á myndinni. Hobbitarnir, Pípi og Merrin (man ekki íslenska nafnið) voru snillingar. Eitt atriði sem stóð uppúr var þegar Fróði bauðst til þess að fara með Hringinn og eyðileggja hann, svo þegar Sam, Pippin og Merry komu, og einn þeirra sagði Jæja, hvert erum við svo að fara?. Allur salurinn lá í hláturskasti og klappaði. Ég er ekki hrifinn af því þegar það er gert, klappað í miðri mynd. Myndatakan var líka mjög flott, sérstaklega þegar þeir fóru ofanúr turninum og ofan í jörðina. Ég yrði sko ekki hissa ef hún yrði tilnefnd til margra Óskara, og ef hún fær ekki einhverja, þá verð ég mjög reiður. Hún á skilið að fá óskarinn fyrir bestu myndina, bestu búningana, tæknibrellurnar, leikstjórnina en veit ekki um leikinn, kannski þó einhverjar tilnefningar. Mér fannst reyndar allir standa sig vel í hlutverki sínu, en þó sérstaklega Borromir og Aragorn. Frodo var alveg ágætur. Gandalfur var líka góður í sínu hlutverki. Bardagaatriðin voru yndisleg, sérstaklega í Moría námunum, þegar Orkarnir voru teknir fyrir og Tröllið, sem var svakalega vel gert. Eitt flottasta atriði í sögunni. Flottasta atriðið var þegar Lurtz var að skjóta niður Borromir, með boga. En eftir hverja ör stóð hann alltaf. Rosalega flott atriði og það lá við að buxurnar og peysan lyftist upp, útaf gæsahúðinni. Svo kom Aragorn og skar af þvi hendina og hausinn. Geðveikt svalt atriði. Peter Jackson er greinilega maður ársins að mínu mati, hann hefur lagt líf sitt og sálu í þessa mynd og útkoman hreint út sagt mögnuð. Ef hinar tvær myndirnar verða eins frábærar og þessi, þá held ég að Jackson geti verið mjög ánægður með sig. DVD útgáfan, Director's Cut, verður sko algjör skyldueign. Ég mun örugglega kaupa heimabíó sérstaklega til þess að njóta myndarinnar í botn. Því miður mun biðið verða löng eftir disknum, í ágúst, eftir því sem ég hef heyrt.

Ég þarf svo að fara enda þessa grein með því að þakka Nexus mönnum kærlega fyrir þessa frábæru sýningu. Og ég vona að þeir muni endurtaka leikinn að næsta ári með næstu mynd. Fellowship of the Ring fær vafalaust 10/10 mögulegum hjá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Gone in 60 Seconds
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er ekki neitt sem skilur eitthvað eftir sig, en samt er þetta mjög skemmtileg mynd fyriir action-fíklana og þá sem hafa gaman af sviðnum dekkjum og flottum bílum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Silence of the Lambs
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er algjör SNILLD, sú allra besta sem ég hef séð. Hún er ekki ógeðsleg, ekki eins og Hannibal en ógeðslega góð sálfræðilega.. hugurinn á Lecter er algjör TERROR, hann er ógeðsleg mannvera og það hefði enginn annar nema sjálfur snillingurinn Anthony Hopkins geta leikið þessa geðsjúku og siðblindu mannætu jafnvel. Myndin er spennandi, sérstaklega í endann, heldur manni alveg föstum við skjáinn, Jodie Foster er algjör snillingur líka, hefði verið gaman að fá hana í Hannibal, en maður fær ekki allt. Í þessari mynd er miklu meira lagt á sálfræðinga, hvernig Lecter nær sambandi, hvernig samband sem það er, við öll fórnalömb sín og rústar þeim.. hann er nú náttúrlega sálfræðingur.. og kokkur. 4 stjörnur, á það fyllilega skilið. SNILLD, ÞEIR SEM EKKI HAFA SÉÐ HANA.. VERÐA AÐ GERA ÞAÐ.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Backdraft
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Backdraft er frábært snilldarverk. Líf slökkuliðsmanna kemur í ljós í þessari mynd. Kurt Russel, William Baldwin og Robert De Niro eru frábærir. Spennandi, fyndin og raunsæ. Ron Howard sendir frá sér eina bestu mynd 1991.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Braveheart
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Braveheart er langbesta stríðsmynd sem ég hef séð á ævi minni, að vísu er hún afar blóðug og ógeðsleg, samt hefur hún þessi áhrif á mann. Áhrifarík og dramatísk. Mel Gibson fer ótrúlega auðvelt með að leika í henni og leikstýra. Þeir sem hafa gaman af áhrifaríkum stríðsmyndum ættu alls ekki að láta þess fram hjá sér fara.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
8MM
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

8mm er ein af þeim subbulegustu myndum sem ég hef séð. Nicolas Cage gerði huge mistök með að samþykkja að leika í henni. Ógeðsleg og gróf.Lýsir heimi klámheimsins og perrana. Samt kemur söguþráðurinn svoldið á óvart. Ekki velja þessa á næstu leigu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ronin
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ronin er frábær. Robert DeNiro er góður í þessari mynd. Spennandi, raunsæ og frábær. Ég mæli mikið með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Rock
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er ein albesta spennumynd sem ég hef séð, ég tala nú ekki um tónlistina sem er alveg framúskarandi góð!! Þegar "Goodspeed" (Cage) er að stinga sig með lyfinu og reyna að sýna blysin það er alveg ótrúlega gott lag meðan hann er að því, svo rosalega magnþrungið lag!!! Þessi mynd er "skylduséð" fyrir alla sem kunna að meta góðar spennumyndir...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Rock
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The Rock er mjög góð bíómynd. Ein af þeim allra mest spennandi sem ég hef séð. Tónlistin er líka skavaleg frábær. Nicolas Cage og Sean Connery eru góðir í hlutverki Alríkislögregluskræfu og fyrrverandi leyniþjónustumaður bresku leyniþjónustunnar. Ég mæli mikið með þessari mynd. Svo er Ed Harris góður í hlutverki Francis X. Hummel sem er með nokkra bakþanka um áætlun sína.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Face/Off
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Faceoff er einhver allrabesta hasarmynd sem ég hef nokkurntíma séð á allri minni ævi. Nicolas Cage og John Travolta eru frábærir, Travolta getur leikið sick kall þegar þess þarf og líka ástríkan pabba svo Cage alltaf sami við sig..FRÁBÆR! ég mæli hiklaust með þessari, það verða allir að eiga hana á VHS eða DVD... Ps.það borgar sig ekki að dæma hana eftir raunveruleikanum því þá fengi hún ekki góða dóma.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei