Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Flight of the Phoenix
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er óhætt að segja að hér sé á ferðinni fjandi góð ræma. Myndin er svosem ekkert sem við höfum ekki séð áður enda er hún ekkert að reyna neitt annað, notast einfaldlega við formúlu sem gengur upp. Dennis Quaid er alltaf góður í sínum hlutverkum og er löngu búinn að sanna sig sem klassa leikara. Það er hinsvegar Giovanni Ribisi sem kemur á óvar hérna í öðru vísi hlutverki en hann hefur vanalega verið í (fyrir utan the other sister). Hér er hann í hlutverki sérvitrings sem er frekar tæpur á geðinu og með ægilega minnimáttakennd, það er óhætt að segja að hann sé fínn í sínu hlutverki og virðist vera sem að hann geti ráðið við nokkurnveginn allt sem honum er sett fyrir.

Myndin er nokkuð spennandi og segir af flugslisi sem verður í miðri eyðimörk og nokkrum einstaklingum sem verða að ákveða hvað skuli gera, á að leggja í göngu sem yrði líklega þeirra síðasta, bíða eftir að einhver komi og finni þau eða á að reyna að gera eitthvað annað í málunum. Ég ætla ekki að segja ykkur hvað þau ákveða að gera en það er þó nokkuð sem fæstum hefði dottið í hug að framkvæma.

Það er óhætt að mæla með myndinni en gallinn við hana er sá að það gerist voðalega lítið í henni og verður hún því pínulítið löng áhorfs, hún er alls ekki leiðinleg þó, bara aðeins of löng. Óhætt að sjá í bíó.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Napoleon Dynamite
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

EKKI EKKI EKKI KOMA NÁLÆGT ÞESSARI MYND.

Þetta er einhver mest ömulegasta tilraun til kvikmyndagerðar sem ég hef orðið vitni af. Þessi hrillingur hefði aldrei átt svo mikið sem að gefa út og ætti hreinlega að banna svona viðbjóð í kvikmyndagerð.

Ég veit ekki hvort þessir menn hafa verið að reyna að gera eitthvað listrænt eða bara hreinlega eru svona hrikalega lélegir í kvikmyndagerð en amsk þarf virkilega að hafa sig við til þess að gera svona ógeðslega lélega mynd og trúðu mér hún er ógeðslega léleg hvað allt varðar.

Fyrir mína hönd þá vona ég svo sannalega að þeir bræður Jared og Jerusah Hess komi aldrei nokkurntíman aftur nálægt kvikmyndagerð hvort sem um er að ræða kvikmynd eða svo mikið sem auglýsingu.

Svona sorp er ekkert annað en niðurdrepandi og eru 5 mínútur meira en þarf til þess að maður íhugi alvarlega að binda enda á þjáningar sínar, sem betur fer nægir að skipta um spólu til þess að linna þær þjáningar ef maður bara gerir það í tæka tíð.

Forðastu þetta eins og þú mögulega getur og ef allt þrýtur og þú ert svo vitlaus að ætla að láta þig hafa það hugsaðu þig þá amsk tvisvar ef ekki þrisvar um og ekki segja síðan að ég hafi ekki varað þig við, þetta er viðbjóður.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Meet the Fockers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er ekki af ástæðulausu að Meet the Fockers hélt efsta sætinu á bandaríska kvikmyndalistanum allan þennan tíma, myndin er einfaldlega hreinasta snilld.

Það er alveg óhætt að fullirða það að hún slær út forvera sínum á öllum sviðum, meira grín meira gaman.

Í Meet the Fockers fáum við að kynnast foreldrum Gaylords Focker sem eru hreint út sagt ekki með öllum mjalla en það er ekki nóg heldur eru þeir einnig alger andstæða tengdaforeldra hans. Myndin gengur síðan út á það að Gaylord og tilvonandi fröken Focker reyna að fá foreldra sína til þess að líka við hvort annað og það kallar á ansi miklar þrekraunir.

Auðvita fara leikarar fyrri myndarinnar á kostum enda ekki við öðru að búast af mönnum eins og Ben Stiller og Robert De Niro en við fáum einnig ný andlit í þessari mynd sem algerlega fara af kostum. Dustin Hoffman leikur pabban mr. Focker og gersamlega smellpassar í hlutverkið, hæfilega aulalegur og nokkuð trúverðuglegur, Barbra Streisand leikur síðan mömmuna mrs. Focker en hún stendur sig einna best í þessari mynd sem frekar kinki miðaldra kynlífsráðgjafi sem elskar ekkert heitara en að skipta sér af “STÍFUM” ellismellum.

Þetta er mynd sem engin ætti að láta fram hjá sér fara því hún er einfaldlega allt of góð til þess.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Lemony Snicket's A Series of Unfortunate Events
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er orðið ansi langt síðan ég skrifaði umfjöllun hérna inn á vefinn en ég get bara ekki stillt mig um að vara fólk við þessu frati. Strax í byrjun myndarinnar er fólk varað við því að það ætti ekki að horfa á myndina en því miður tekur maður ekki viðvörunum og hangir yfir því allt of lengi. Sagan segir af þremur systkinum sem hvert fyrir sig hefur sérstaka hæfileika, þau verða fyrir því óláni að missa foreldra sína í bruna og eru því send til ruglaðs frænda síns (Jim Carrey) í fóstur. Myndin gengur síðan út á það að frændinn ruglaði reynir að koma krökkunum fyrir kattarnef til þess að eignast þá peninga sem foreldrar þeirra skyldu eftir. Allir leikarar myndarinnar standa sig með prýði og sér maður bregða fyrir fullt af þekktum andlitum, umgjörðin, sviðsmyndin og förðunin er líka til fyrirmyndar. Það er fullt af spaugilegum atriðum í myndinni og má segja að minnsta systkinið eigi allan heiðurinn af því að myndin hækkar um heila stjörnu frá mér, því það er ekki Jim Carrey sem senuþjófurinn í þessari mynd heldur lítill krakki sem ég hef ekki hugmynd um hvað heitir. Það sem kemur í veg fyrir að myndin geti fengið fleirri stjörnunr að mínu mati, þrátt fyrir flotta umgjörð og góðan leik, er það hversu hrikalega langdregin og leiðinleg myndin er.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Shaun of the Dead
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er svo findin að það er ógeðslegt og að maður skuli hlægja að þessu, það er líka ógeðslegt.

Massív ræma frá bretum sem ger stólpa grín af myndum á borð við 28 days later og hreynlega bara öllum living dead myndum sem ég hef séð. Það er ekki hægt að kvarta undan húmornum sem er til staðar alveg frá fyrstu mínútu og fyrir þá hina sem vilja frekar viðbjóðinn, þeir geta ekki heldur kvartað þar sem að hann er líka til staðar og alveg nóg af honum.

Ég gef henni 3 og 1/2 stjörnu þar sem að hún á það fyllilega skilið, það eru vel valdir leikarar í öllum hlutverkum sem skila sínu frábærlega, húmorinn er ómótstæðilegur og hugmyndin vel útfærð fyrir blóðsþyrrsta áhorfendurnar sem fá magakrampa af hlátri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Spider-Man 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þrátt fyrir að ná ekki að slá út forvera sinn hvað skemmtun varðar þá man ég í fljótu bragði ekki eftir neinu neikvæðu við þessa mynd, tölvuvinnslunni hefur farið mikið fram síðan sú fyrri kom út og er Spiderman 2 mikið flottari en forverinn að öllu leiti.

Ég bjóst nú einhvernveginn við meiri hasar í þessari en varð fyrir smá vonbrigðum með að það reyndist ekki rétt, þveröfugt á það þá var meiri væmni og ástarleikur í þessari en þeirri fyrri en ekki misskilja mig, það gerir myndina síður en svo verri en forverann.

Það er alger óþarfi að tala um tæknibrellurnar og tölvugrafíkina meira en bara að segja að hún sé SNILLD sem og Doc Oc sem er ekki síður flottari en Green Goblin var í þeirri fyrri og að vissu leiti mun grófari og flottari heldur en sá fyrri.

Myndin fær topp meðmæli að minni hálfu þrátt fyrir að hafa ekki staðið undir væntingum um meiri hasar og mæli ég eindregið með því að fólk drífi sig í bíó að bera þetta augnkonfekt augum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hellboy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hér er án efa flopp á ferðinni, ekki misskilja, myndin er massa flott gerð með svakalegum tæknibrellum og flottum karakterum en það er bara svo markt við hana sem dregur hana niður. Myndin er stútfull af bröndurum, ofnotuðum onlinerum, og er það mikið af þeim að það er einfaldlega farið að draga myndina niður og farið að virka á mann eins og gömlu hrollvekjurnar Army of Darkness ofl gerðu. Þegar aðalpersóna myndarinnar þarf að segja onlinera í hvert skipti sem hún tekur útúr sér ofvaxinn vindilinn þá dregur það einhvernveginn of mikið gildi úr persónunni sjálfri og hún hættir að virka trúverulega á mann þ.e. sem ofvaxin ofurhetja. Myndin fer vel af stað og maður gerir sér strax grein fyrir því að hún á að vera full af húmor en þegar líður á hana missir hún dampinn og nær sér einhvernveginn aldrei aftur á flug heldur fjarar út í tóma vitleysu sem skilur ekkert eftir sig. Þetta er saga sem hefði verið hægt að vinna mikið betur úr ef Guillermo del Toro hefði bara ekki farið hamförum með onlinerana. Mæli ekki með þessari amsk ekki fyrr en á video.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Shrek 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Óhætt er að segja að Shrek 2 skítur fyrri myndinn ref fyrir rass og fer langt fram úr mínum væntingum. Myndin einfaldlega gerir meira og betur á öllum sviðum en fyrri myndin. Tæknibrellurnar eru mikið flottari og er meira af atriðum sem sýnir það hversu færir teiknarar eru í vinnu hjá Dreamworks mönnum. Fleiri persónur bætast í hópinn og aukapersónurnar fá að njóta sín betur í myndinn heldur en gert var í þeirri fyrri. Það þarf auðvita ekki að minnast á Eddy Murphi sem skilar asnanum ómótstæðilega frá sér á eftirminnilegan hátt sem og Mike Myers gerir við Shrek. Það sem kom mest á óvart í nýju myndinni var nýr karakter, Stígvélaði kötturinn sem Antonio Banderas talar fyrir og má kalla hann senuþjóf myndarinnar þar sem hann gerir stólpagrín af sjálfum sér í Zorro þó svo að það séu kanski ekki brandarar fyrir yngri áhorfendur til að fatta. Þegar allt kemur til alls þá er hér á ferðinni meistaraverk sem fór fram úr mínum væntingum og hefur fengið mig til þess að bíða með tilhlökkun til myndar númer 3 og 4.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Punisher
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hér er á ferðinni ofurhetja sem er ekki með skikkju, er ekki í latexbúning og er jafn dauðleg og ég og þú, hér er á ferðinni venjulegur maður í hefndarhug sem á nóg af bissum er hrikalega reiður og gefur engan grið. Massa ræma á ferðinni þar sem ofurhetjan er bara venjulegur maður sem hefur misst fjölskildu í hrikalegu fjöldamorði. Honum tekst með naumindum að lifa af og er reiðurbúinn til þess að hefna, hvað sem það kostar. Það eru miklir snillingar sem koma að myndinni og má þar helst nefna snillinginn og diskókónginn John Travolta, það er þó ekkert diskólegt við hlutverkið sem hann fer með í þessari mynd þar sem hann leikur illmenni sem ekkert á að fá stöðvað. Thomas Jane er síðan sá sem fer með hlutverk reiða mannsins, Punisher, og verð ég að viðurkenna að hann leysir þá þraur með prýði og þó svo að hann sé líkur Christopher Lambert :) þá er hann mun betri leikari. Niðurstaða myndarinnar er flottur smellur sem gæti vel skellt unglingahetjunni Spiderman ef hún bara höfðaði til jafn margra. Mæli þó ekki með því að yngstu Spiderman áhorfendurnir sjá þessi því Punisher er ekki jafn mildur við sína óvini eins og one sice fits all klædda kóngulóin er við sína.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Taxi 3
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Luc Besson klikkar ekki hér frekar en fyrri daginn, skrítið þó hvað þessi þriðja Taxi mynd hefur fengið litla umfjöllun því hún er ekki mikið lakari en hinar, kanski er það bara það sem flestir reikna með. Myndin segir auðvita af gamla tvíeikinu sem er að reyna að ráða niðurlögum glæpahrings í frakklandi, eins og í fyrri myndunum þá gengur það mis vel og með spaugilegum afleiðingum og geggjuðum bílaatriðum. Fín mynd í flesta staði sem þó nær ekki að toppa forvera sína en er meira en þess virði að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Troy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Svakalega stórmynd. Þetta verður erfitt fyrir sumarsmellina að toppa og er ég nánast viss um að myndin eigi eftir að standa upp úr á öllu bíóárinu. Myndin er tær snilld í alla staði og meira að segja Eric Bana stendur sig þokkalega. Ekki er að spyrja að því hvernig Brad Pitt stendur sig í sínu hlutverki, því af gömlum að vana skilar hann sínu meistaralega frá sér. Hér túlkar hann mikilmennsku brjálæðinginn Akkilies betur heldur en nokkur annar hefði getað gert, hann nær að gera eina af mestu stríðsgoðsögnum jarðarinnar að mannlegum einstaklingi sem þó tapar ekki trúverðugleika sínum sem Rambó grikkja, ekki misskilja mig, Rambó kemst sko ekki í hálfkast við Akkilies. Það eru mikið fleirri þekkt andlit sem koma að myndinni og má þar helst nefna: Orlando Bloom, Brian Cox, Diane Kruger og Sean Bean en þau standa sig öll með prýði í nokkuð stórum hlutverkum. Í þessari stórmynd er einhvern veginn bara allt sem gengur upp, góður leikur, frábærar tæknibrellur, flott tónlist og frábær leikstjórn. Það er einfaldlega ekkert sem mælir gegn því að hún fái fullt hús stjarna og að ég sjái hana aftur og aftur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Van Helsing
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Massa ræma frá nýjum meistara ævintíramyndanna Steven Sommers.

Það er ekkert slæmt um þessamynd að segja nema þá helst að leikurinn er með eindæmum dapur hjá öllum nema Dracula sjálfum ekki misskilja mig Hugh Jackman er cool en hann er betri í Xmen. Það er allt svalt við þessa mynd allir leikarar myndarinnar gera persónurnar flottar (þrátt fyrir dapran leik), umhverfið er svakalega magnað og andrúmsloftið magnþrungið. Það sem er allra svalast við myndina, að mínu mati, eru ískyggilega flottir varúlfar aldrei nokkurntíman hef ég séð jafn svalar og grimmar hreifingar hjá varúlfum og eiga tæknimennirnir þar skilið mikið hól. Vampírurnar eru líka svalar en komast samt ekki í hálfkast við grimma varúlfana, fyrir utan þó Richard Roxburgh sem er massa svalur sem sjálfur Dracula. Allar tæknibrellur myndarinnar eru stórfenglegar og er nóg af þeim en þó ekki þannig að það hafi farið í taugarnar á mér enda hef ég mikið gaman af góðum tæknibrellum.

Það sem dróg myndina niður var tvennt, fyrr um talaður lélegur leikur og síðan kanski of mikið af gömlum ofnotuðum onlinerum sem voru ekki alltaf að virka.

Mæli eindregið með þessari ræmu skellið ykkur á hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
EuroTrip
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hehe mynd sem kom allískyggilega á óvart. Gamla góða road trip rullan færð yfir til evrópu á eftirminnilegan máta enda kemur Matt Damon fyrir í myndinni, það segir nú eitt og annað. Myndin segir af strák sem er dumpað af kærustunni en heillast strax af pennavini sínum sem er þýsk skutla eða var það gaur, á tíma er hann ekki viss á því sjálfur.

Snilldar ræma sem ferðast um gjörvalla evrópu og óhætt er að mæla með því ferðalagi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Monster
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er ekki hægt að segja annað en að myndin sé mjög góð en ég var með hroll allan tímann yfir því hversu ljót manneskjan var.

Skutlan Charlize Theron leikur monsterið og maður sér hana aðeins skína í gegn, sennilega er það ástæðan fyrir hrollinum, það og að einhver manneskja hafi laðast að henni.

Það er alveg magnað hversu vel hún skilar hlutverkinu og fer hún hratt upp álitaskalann hjá mér þar sem ég leit hana aldrei þeim augum að hún kynni að leika, einungis að hún væri flott pía til að laða mann í bíó. En nóg um hana, Christina Ricci sýnir líka stór fínan leik í myndinni sem uppreisnagjörn lesspía sem heillast að MONSTERINU ótrúlegt hvað hún hefur sloppið vel frá Adams Famely.

Það er ekki hægt annað en að mæla með myndinni, ágætis drama en ekki fyrir neina spennufíkla.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Lost in Translation
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég veit ekki! Stórskrítin mynd sem þó er ekki hægt að mæla á móti. Myndin hefur alls ekki mikið skemmtanagildi en samt er aldrei langt í húmorinn og er hún vel brosleg á köflum og heldur manni því nokkurnveginn við efnið. Persónur myndarinnar hafa lítið að geima og eru hálf þunnar. Lífi túrista í Tokyo er lýst sem hálf tilbreytingalausu og leiðinlegu þar sem lítið er að sjá nema hótelbarinn og spilakassasali. Ég var við skjáinn allan tímann en þó hefði verið gott að geta hraðspólað öðru hverju því hún er löng og ekki nógu skemmtileg.

Mæli ekki með henni en heldur ekki á móti henni, hún gæti reynst ágætlega í þynnkunni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Torque
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er mjög glatað að öllu nema einu leiti, stórkostleg mótorhjólaatriði sem fengu heila stjörnu hjá mér en þó tapaðist helmingurinn af henni áður en myndin var á enda.

Það sem helst dregur myndina niður er: uppbyggingin, söguþráðurinn, ICE CUBE og flestir hinir leikararnir ............... Það er ómögulegt að telja það allt upp en það sem reif myndina hinsvegar helst upp úr svaðinu voru: mótorhjólaatriði, flottar konur.

Mæli eindregið á móti þessu áhorfi því þetta er krapp krapp krapp.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Starsky and Hutch
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þeir klikka greinilega ekki þegar þeir koma saman kumpánarnir þá á ég við þá Ben Stiller og Owen Wilson, eins og í Zoolander þá eru þeir frábærir saman.

Það má með sanni segja að myndin sé hin besta skemmtun og á örugglega ekki eftir að valda neinum vonbrigðum. Það eiga sjálfsagt margir eftir að kvarta undan því að þetta sé gömul lumma sem hefur verið of oft tuggin, en það er rangt, það má ekki setja það fyrir sig þar sem einfaldlega er verið að kverfa aftur til þáttanna sem virkuðu svona líka vel.

Ég mæli eindregið með þessari stórgóðu skemmtun fyrir alla og viti menn Snoop Dogg eyðinleggur bara ekkert fyrir í myndinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Stuck on You
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mjög góð ræma sem heldur manni þokkalega við efnið.

Myndin var alls ekki það sem ég bjóst við, hún var ekki jafn findin þ.e. það var ekki jafn mikið af aulahúmor og ég bjóst við, þess í stað hafði hún mun meira til brunns að bera.

Farrelli snillingarnir klikka alls ekki með þessari ræmu þó svo að þeir færi sig töluvert mikið frá fyrri aulahúmor (sem virkaði vel) í átt að meiri alvöru þar sem grábroslegur hversdagsleikinn er meira viðfangsefni heldur en í Dumb & Dumber.

Get vel mælt með henni þar sem ég skemmti mér konunglega yfir áhorfinu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Passion of the Christ
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er fullkomið verk hjá Mel Gibson, algerlega óaðfinnanlegt.

Myndin segir frá síðasta degi Jesú í jarðnesku lífi og þeirri þjáningu sem hann hefur mátt þola þann tiltekna dag.

Myndin lýsir þjáningunni svo sannalega vel og fær mann til þess að lýta undan annað veifið þar sem svipuhöggun dynja á líkamanum meðan hann er bundinn við trédrumb eða að bera krossinn áleiðis til golgatha.

Þetta er meistaraverk í alla staði og mynd sem allir ættu að sjá en ekki nema að hafa aldur til því óhugurinn er þvílíkur að ég man ekki eftir öðru eins, kanski er það af því að söguna þekkjum við öll og er þetta það sem átti að hafa komið fyrir.

Allir sem að myndinni koma hafa verið vel valdir og greinilegt að sagan er Mel Gibson mjög hjartnæm. Þótt svo að framsetningin sé umdeild þá er ekki um það að deila að verkið er algert meistarastikki sem á fyllilega skilið fjórar stjörnur og nokkur óskarsverðlaun. Þótt svo að full snemmt sé um það að segja þá getur hún hæglega orðið besta mynd ársins.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Lost in Translation
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég skil vel að Bill Murray hafi fengið tilnefningu fyrir þessa mynd hann stendur sig svakalega vel í sínu hlutverki sem og allir aðrir leikarar. Annað við þessa mynd er samt frekar dapurt, fyrir utan húmorinn sem er lúmskt góður. Myndin er samt sem áður leiðinleg og skemmtanagildið er ekki til staðar.

Þrátt fyrir það að myndin sé leiðinleg er ekki hægt að mæla gegn henni því hún er athyglisverð og nokkuð findin. Furðulegur dómur fyrior furðulega mynd sem þó á vel við:
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
American Splendor
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Guð forði ykkur frá því að sjá þessa hrikalega leiðinlegustu mynd sem ég man eftir.

Ömuleg mynd um mann sem lifir ömulegu lífi og segir frá því á ömulegan hátt.

Það er ekkert við þessa mynd sem heldur manni við skjáinn og þraukaði ég ekki nema rétt uþb hálfa mynd og tel ég það vera mikið þrekvirki.

Forðastu þetta eins og heitan eldinn því þetta helvíti er sorp og ekkert annað.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The School of Rock
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Massa mynd þar sem Jack Black er í sínu besta formi, það er alveg á hreinu að þetta hlutverk hefði engin leist betur en hann. Ég vissi ekkert um myndina þegar ég sá hana enda kom hún mikið á óvart og fór allt aðra leið en ég bjóst við. Myndin er svossem gömul klisja og gerir grín af öðrum heimskum myndum sem segja af lúserum sem fara og þjálfa barnaíþróttalið dööö.

Þetta er arrgasta snilld sem engin ætti að láta fram hjá sér fara aldrei langt í húmorinn og massa tónlist í gangi allan tímann.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Cheaper by the Dozen
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég sá myndina með því hugarfari að hún væri gamanmynd, hún er það að vissu leiti, en samt sem áður er hún mun meiri fjölskyldumynd og hittir því ekki í mark frekar en flestar aðrar nýjar Steve Martin myndir.

Myndin segir af miðaldra hjónum sem eiga 12 börn og reyna að láta drauminn rætast þegar hann annarsvegar fær óvænta þjálfara stöðu og hún fær óvænt gefna út bók sem hún hefur verið að skrifa. Við það þarf hún að yfirgefa heimilið í tvær vikur og hvernig á greyið maðurinn að ráða við 12 krakka upp á eigin spítur meðan hann reynir að mynda frama sinn sem þjálfari.

Myndin er uppfull af hálf þekktum leikurum sem standa sig allir þolanlega, en það er ekki nóg að hafa gott leikaraval, handritið þarf helst líka að hafa eitthvað til brunns að bera.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Holes
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ein óvæntasta bíómynd síðasta árs að mínu mati. Mynd sem maður hafði ekkert heyrt um og hefur greinilega ekki fengið þá markaðssetningu sem hún átti skilið.

Myndin er nokkuð róleg enda gerist hún í miðri eyðimörk þar sem ekki hefur komið regndropi í mörg ár, sökum gamalla galdra. Óhætt er að segja að myndin sé ekki eins og myndir eru flestar en það gerir sjálfsagt furðulegur en skemtilegur söguþráðurinn. Mæli eindregið með henni, það ætti engin að verða fyrir vonbrigðum með hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Last Samurai
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er ekki annað hægt en að mæla með myndum á borð við þessa. Það einfaldlega gengur allt upp við myndina, leikurinn er góður, sagan er mögnuð, sviðsmyndin er brilliant og bardagaatriðin eru svakalega flott.

Sagan gerist í japan og segir af uppreisn samuraianna (sem eru einskonar skittur japana) gegn fégráðugum valdamönnum sem vilja sölsa undir sig landið með járnbrautateinum og nýungum. Kunnugleg saga en engu að síður er hún frábrugðin þeim hefðbundnu uppreisna bændamyndum frá ameríku, guði sé lof.

Það vantar alls ekki hetjudáðina frá ameríkananum í myndina en engu að síður þá er hún ekki þannig að hún fari í taugarnar á manni. Tom Cruise leikur aðal hetjuna sem er fyrrverandi hermaður með fortíðarfjötra á við djöfulinn og er því sífullur. Engu að síður er hann færastur í sínu starfi og er ráðinn til japans af auðjöfrunum þar til þess að þjálfa upp herdeild og ráða niðurlögum samuraianna.

Þetta er ein af þeim myndum sem ekki er hægt að láta fram hjá sér fara, hún er löng en ekki langdregin og hún er frábærlega vel útfærð fyrir hvíta tjaldið.

Mæli eindegið með því að allir skelli sér á þessa mynd hún á fyllilega skilið fjórar stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Master and Commander
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Sagan er góð, því er ekki að neita, en myndin er leiðinleg.

Myndin er allt of löng og allan tímann er maður að bíða eftir því sama sem síðan loksins kemur, engum að óvöru, eftir tæpa þrjá klukkutíma.

Ég var búinn að heyra að þetta væri ein besta mynd ársins en ég get fullyrt það að það er ekki satt, það er ekkert við þessa mynd sem gerir henni kleyft að komast inn á þann skala. Leikarar eru ágætir enda stór nöfn á ferð, en engin er þó með stjörnu leik. Sagan er góð en virkar illa á mann þegar framsetningin er eins löng og þessi. Þó er ekki hægt að setja neitt út á tæknibrellur og búningaval sem virkaði alveg ágætlega á mann. Bardagaatriðin voru fín en of fá og allt of fyrirsjáanleg ásamt því að vera alltaf þau sömu nema bara á sitthvorum staðnum í myndinni.

Þegar litið er yfir afraksturinn þá er það eina merkilega við myndina að maður hálfpartinn sér eftir því að hafa eitt þremur tímum í bíó til að sjá hana, og það var einungis merkilegt vegna þess að það var það eina sem kom á óvart við myndina.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Cat in the Hat
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Neglið niður lausamuni og hafið róandi í kókglösum ungu kynslóðarinnar því þetta er hvattningin sem fæstum heimilum vantar.

Eftir að hafa séð myndina þá hugsa ég að hún eigi ekki eftir að virka vel á alla áhorfendur. Hún er pínulítið of vitlaus og ef það væri ekki fyrir Mike Myers og skemmtilega sviðsmynd þá væri þetta sennilega eins skemmtilegt áhorfs og grámiglaðar nærbuxur.

Myndin segir af, eins og gefur til kynna, kettinum með hattinn og heimsókn hans í mannheima. Í sögunni er vaðið úr einu í annað og er engu líkara en að handritshöfundurinn hafi farið inn á leikskóla og beðið krakkana um að skrifa allt sem þeim ditti í hug og að hann hafi síðan hreynlega klínt þeim inn í myndina án þess að hugsa um útkomuna. Útkoman er þó ekki alslæm heldur verður hún að mynd sem að flestir geta hlegið að en dregst þó aðeins á langinn þar sem hefði mátt sýja örlítið út af vileysunni.

Það er þó ekki heldur hægt að segja að hún sé leiðinleg áhorfs því eins og grámiglaðar nærbuxur þá er umhverfið margbrotið og á hverri stundu eitthvað nýtt að sjá. Það sem prýðir myndina einna helst er sviðsmyndin en hún er vægast sagt frábær og gaman væri að vita hvað sviðsstjórinn var að reykja við uppbyggingu hennar.

Mike Myers fer á kostum í hlutverki kattarins og kriddar hann með karakter sem rífur sig inn í heim barnanna og skilur þau eftir með uppfullt hugmyndarflug og njálg í rassinum.

Ágætis afþreying sem áeftir að virka sérstaklega vel á þá yngri en vittu til þeir eiga ekki eftir að ná boðskapnum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mystic River
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mystic River er sannkallað meistaraverk frá Clint Eastwood þar sem allt smellur saman í einni góðri heild.

Myndin segir af þremur aðilum sem voru leikfélagar í æsku en undir leiðinlegum kringumstæðum fléttast leiðir þeirra saman aftur. Dóttir eins þeirra er drepinn, annar þeirra liggur undir grun en sá þriðji er lögreglumaður sem ransakar morðið.

Myndin er í alla staði meistaralega fram sett og standa þeir Sean Penn, Tim Robbins, Kevin Bacon og Laurence Fishburne sig afbragðs vel í sínum hlutverkum og má þar sérstaklega nefna þá fyrstu tvo sem sína sannkallaðan stórleik. Tónlistin er nú ekki fjölbreitt og varð ég eiginlega einungis var við eitt lag í gegn um myndina en það lag átti líka jafn vel við í myndinni eins og lagið Time is on my side átti við í Fallen.

Myndin var þó löng og róleg en mér fanst það ekki draga hana neitt niður þar sem sagan var það góð og í raun átakanleg að lengdin gerði ekki mikið vart við sig.

Þetta er mynd sem ég er alveg óhræddur við að mæla með og án efa það besta sem hefur komið frá Clint Eastwood í langan langan tíma.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Elf
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er ekki annað hægt að segja en að Will Farrell geti oftast skemmt manni en þó tekst honum það ekki vel í þetta skiptið.

Myndin höfðar meira til yngri aldurshópsins en þess eldri og hefði maður sjálfsagt geta sagt sér það þar sem hún hefur verið talsett á íslensku. Brandararnir eru að mestu leiti kúk og piss brandarar eða að hlaupa marga hringi í hringhurð og þess háttar skemmtun en þó koma nokkrir skemtilegir punktar inn á milli sem rífa hana aðeins upp. Sagan er, eins og gefur til kynna, jólasaga og er einlæg saga um leit ungs ´álfs´ í leit að föður sínum.

Mæli ekki með henni hún virkar einfaldlega ekki nógu vel á mann. Nema fyrir yngri aldurshópana þeir gæu skemmt sér vel á henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Deathwatch
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ömuleg mynd í alla staði sem ég ráðlegg öllum að sleppa að sjá. Sagan er hallærisleg, illa skrifuð og leiðinleg.

Klippingin er það sem er einna vest af öllu og er algerlega tilefnislaus öðru hvoru......

Ég nenni ekki að eyða meiri tíma í þetta rusl efni. Takið bara mark á þessum orðum og sleppið þessu algerlega, þetta er fúlara en flest allt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Secondhand Lions
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Langbesta mynd sem ég hef séð á árinu í sínum flokk.

Second hand Lions verður án efa vanmetnasta mynd þessa árs, þar sem hún hefur ekki fengið neina umfjöllun og aðsóknin hefur einnig verið fremur slök.

Það breytir því ekki að ég skellti mér á hana, bjóst við góðri mynd en fékk þess í stað að sjá algert meistarastikki. Myndin segir af tveimur gömlum skörfum sem eiga skít nóg af peningum, búa upp í afdölum, þola ekki ætmenni en enda á því að þurfa að taka að sér unglings strák í pössun. Myndin er alveg sprenghlægileg og svakalega vel leikin, enda ekkert nema stórleikarar á ferð. Handritið er mjög vel skrifað og er ekki að finna í því neinar glopur eða óþarfa málalengingar heldur bara góða sögu sem vel hefur verið innt af hendi.

Niðurstaða: Vanmetnasta mynd ársins, sem ég ráðleggi fólki eindregið að missa alls ekki af því hún er meira en þess virði að skella sér á hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Matrix Revolutions
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Endalokin á einni mestu vísindaskáldsögu x-kynslóðarinnar eru loksins komin á hvíta tjaldið, það sem hafði sitt upphaf fyrir fjórum árum er nú að ljúka, spurningar og vangavelltur síðustu fjögurra ára fá loksins sín eiginlegu svör. Ein spurning í viðbót er mér þó efst í huga eftir að hafa gengið út af endalokunum, vildi ég virkilega vita hvernig þetta endaði allt saman?

Ég veit ekki hvort ég eigi að gagnrýna myndina strax, er enþá að bremsa mig niður eftir ferðina og ekki fyllilega búinn að ná áttum enþá. Myndin er mikið uppgjör hinna tveggja hún er uppgjör ásta og stríðs, uppgjör spurninga og spádóma og hún er uppgjör manna og véla.

Myndin er þó fyrst og fremst uppgjör milli tveggja heima þ.e. okkar raunverulega heims og heims fáránleika mannsheilans. Hún klárar sem betur fer flestar þær vangaveltur sem fyrirrennarar hennar rifu út úr þykkri kúpunni en skilur mann að vísu eftir rétt fyrir ofan bíósalinn þegar hún klárast því mannshugurinn hefur fengið það sem hann beið eftir, svörin frá Wachowski bræðrum. Það sem myndin byggir helst á, uppgjörið, er það sem dregur hana sjálfsagt líka mest niður að mati margra þ.e. uppgjör ásta var frekar mikið og mikill tími fór í það að lýsa því hversu vænt hinum og þessum þótti um hinn og þennan, að mínu mati er því þó ekki ofaukið því þegar allt kemur til alls þá eru það tilfinningarnar sem skera mennina helst frá vélunum.

Það þarf að sjálfsögðu ekki að minnast á tæknibrellurnar þær eru einfaldlega óaðfinnanlegar í alla staði og alveg svakalega flottar. Bardagaariðin eru svakalega flott og vel gerð en líkt og í mynd númer tvö þá eru þau of fá og of löng, frekar að hafa þau fleirri og styttri, en þó þarf maður að líta til þess að verið er að binda endi á langt stríð og því má búast við stórum og löngum bardögum. Leikararnir standa sig allir eins og í fyrri myndum, bærilega, engin stórleikur en engin afberandi lélegur heldur, þar sem að sólgleraugu Keanu Reeves voru heldur betur bætt á tímabili þá varð einnig mun minna um leikrænar tjáningar hans amsk endurspegluðust þær ekki í augunum.

Það sem mér fanst áberandi gott í myndinni var tónlistin, hún var geggjuð í hinum tveimur en í þessari þá hreinlega stingur hún þær af, tónlistin kemur alltaf á réttum tíma og á virkilega vel við í hvert og eitt skipti og er greinilegt að þar hafa menn lagt mikinn metnað í að gera verkið sem heilsteiptast.

Spurningin er því, vill maður vita hinn eiginlega endi eða vill maður eiga sinn sinn eiginn?

Það sem maður þarf því að hafa í huga þegar farið er á myndina er það að eftir hana kemur ekkert............
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Open Range
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Kevin Costner er þekktur fyrir að vera ekkert að stytta sínar myndir neitt of mikið og þessi mynd er ekkert frábrugðin þeim að því leiti.

Open Ranger er flott saga sem sögð er á of löngum tíma eða um 2 1/2 klst. Það er mjög lítið um hasar í myndinni en svo loksins þegar hann kemur þá er hann þó nokkuð flottur. Myndin er alltof lengi að byrja og byrjar í raun ekkert að gerast í henni fyrr en eftir einn og hálfan klukkutíma. Hún er líka of lengi að enda og skilur eiginlega ekki eftir nema rúman hálftíma þar sem er eitthvað almennilegt að gerast.

Myndin er mun meira dramatísk en spennandi og fólk verður að passa sig á því að hafa það í huga þegar það fer á myndina. Sagan er góð en ekki nægilega vel sögð á hvíta tjaldinu þar sem mætti stytta hana til muna. Það er nokkuð góður húmor í myndinni sem rífur hana aðeins upp en þó ekki nóg til þess að halda henni á floti.

Þegar litið er yfir afraksturinn þá er myndin ekkert meira en þokkaleg, hún á ekki heima áhvítatjaldinu, hún er of löng, hún er hádramatísk en þó er hún findin og vel leikin.

Mæli meðhenni á videospólu en ekki fyrir þá sem þola ekki dramatík þeir ættu að sleppa henni alveg eða amsk bara að horfa á miðju kaflann í henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Gods and Generals
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er svo löng og leiðinleg áhorfs að það ætti ekki að leggja það á nokkurn einasta mann að horfa á hana. Hún er svo löng að meira að segja introið lengir hana um 10 leiðinlegar mínútur.

Gods and generals er enn ein myndin sem segir af borgarastríðinu í ameríku en það sem skilur hana frá öllum hinum er það að í henni er meira gert út á söguna heldur en bardagana. Það sem er gott við myndina er hve hlutlaus hún er, hún sýnir sjónarhorn beggja aðila og fær þig ekki til að taka afstöðu með neinum sérstökum. Myndin segir þó sérstaklega sögu eins manns sem kallaður hefur verið General Stonewall Jackson og var einn harðasti og besti herforinginn í stríðinu.

Það að sagan sé góð er hinsvegar enganvegin nægilega gott því að hún er engu að síður hræðilega leiðinleg, myndin er nærri fjórar klukkustundir að lengd eða 3klst og 40mín sem er bara allt of langt til þess að halda manni við efnið. Það er heldur ekkert gert til þess að reyna að hafa mann spenntan við skjáinn allan tímann því kvikmyndatakan er leiðinleg og þar er óþarflega mikið verið að lýsa einhverju sem hefði alveg mátt sleppa, allt of mikið var af óþarfa atriðum þar sem ekkert gerðist annað en það að þar bættust við en einar 10 leiðinlegu mínúturnar.

Leikaravalið var mjög slæmt og voru mjög gjarnan ungir leikarar að leika eldri karla, en það eina sem virtist gamalt við þá var skegg druslan sem skeint hafði verið framan í þá. Það hefði að minsta kosti verið hægt að setja smá hrukkur eða veðurbarning á þá líka. Einn af aðalleikurunum Stephen Lang þ.e. sá sem leikur General Stonewall Jackson hefur líklega haft bómull í nefinu alla myndina þar sem að röddin hæfir honum aldrei í myndinni. Það er hreinlega engin skemmtilegur karakter til þess að lífga upp á myndina þó svo að reynt sé að troða inn einhverjum tveimur klaufalegum sjálfboðaliðum (þeir hafa líklega verið sjálfboðaliðar í hlutverkin líka) þá bara gengur það alls ekki upp og þeir gera ekkert annað en að lengja myndina um en einar 10 leiðinlegu mínúturnar. Sá eini sem virðist passa nokkuð vel í sitt hlutverk í myndinni er þó Robert Duvall sem leikur yfirmann hersins í myndinni og held ég að það sé eingöngu vegna þess að hann var með alvöru skegg og hann er bara svona gamall.

Niðurlag þessarar myndar er því að ef hún kemur í bíó þá skallt þú eða þið alls ekki fara að sjá hana þar. Ef þið af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hunsið þessa viðvörun og farið samt á hana þá skuluð þið ekki reikna með því að sjá alla myndina því það eru miklar líkur á því að annaðhvort verði salurinn yfirgefinn snemma eða að í honum roti fólk rjúpur í kór.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Kill Bill: Vol. 1
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Kill bill er svo ónotalega hrá að það drýpur enþá af henni blóðið.

Þessi mynd á án efa eftir að valda miklum usla, hún er byggð á japanskri sögu (The Bride) og líkist helst grófri japanskri teiknimynd frá Manga. Persónulega hef ég mjög gaman af Manga teiknimyndum þar sem mörk alls velsæmis eru beigð, öll lögmál jarðarinnar virðast vera horfin og blóðið í hverri manneskju er mörgum sinnum meira en í raunveruleikanum. Þetta er einmitt það sem að myndin gengur út á. Nógu mikið blóð, nógu margir óvinir, nægilega óraunvöruleg og engum hlutum sleppt úr myndinni til þess að sníða hana að Hollywood.

Quentin Tarantino er algerlega ófeiminn við að gera það sem hann vill, honum virðist vera nokkuð sama um það hvað Hollywood finnst, honum finnst greinilega gaman af miklu blóði og hann er samur sjálfum sér. Þess vegna getur þú treyst á það að myndin er öðruvísi en það sem gengur og gerist.

Ef þér finst textinn hér að ofan hljóma sem viðvörun, taktu þá mark á því og slepptu því algerlega að sjá myndina.

Ef þér finst textinn hér að ofan hinsvegar hljóma spennandi þá skallt þú drífa þig á myndina, því þú átt líklega eftir að hafa lúmskt gaman af henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Underworld
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er óhætt með öllu að mæla með Underworld, hún er dökk og drungaleg, það er fanta góð tónlist í henni, flottar gellur (hálf fölar að vísu:) og nóg af hasar.

Eins og flestir hafa séð í trailerunum þá er Matrix bragur yfir myndinni ásamt því að hafa drungalega Blade stílinn. Að blanda þessu tveimur saman getur b ara skilað annaðhvor algjöru floppi eða hinsvegarfantagóðri mynd eins og þessari.

Söguþráðurinn er góður þó svo að margir séu á móti ástum í svona myndum þá er vel unnið úr því hérna og þegar öllu er ábotninn hvolft þá hefði myndin ekki gengið upp nema að það væri til staðar. Flestir karakterar höfðu erindi í söguna aðra en bara lélega uppfyllingu, þó svo að maður hafi ekki mikið kinnst þeim öllum þá voru þeir oftast til staðar til þess að heildar myndin gæti gengið upp.

Tæknibrellurnar voru alltaf góðar og ekkert var um ofnotaðar og óraunvörulegar tölvubrellur sem hrjáðu henni líkt og þær gerðu því miður í Blade 2.

Þegar á heildina er litið þá er verið að ræða um ansi góða mynd sem á pottþétt eftir að fá gott framhald.

Sjáðu hana og sjáðu hana í bíó, hún er meira en þess virði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Order
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Flott mynd sem segir af prestum í leit að yfirnáttúrulegum öflum sem kallast sind eater.

Myndin er alveg þokkaleg en nær sér þó einhvernveginn aldrei á flot heldur líður bara í gegn, hún er spennandi en á samt enga grípandi toppa. Það eru engir leikarar í henni að gera neinar gloríur, það er engin spes tónlist í henni en það er hinsvegar ein flott gella sem rífur upp stjörnufjöldann.

Ég persónulega mundi ekki sjá eftir peningnum á hana í bíó en mundi samt kíkja á hvað annað er í boði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
A Mighty Wind
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég reyndi en gat ekki klárað, Ég reyndi aftur og komst styttra.

Ég komst að þeirri niðurstöðu að engin annar ætti að leggja það á sig að reyna að horfa á þetta sorp. Ef þú ert að hugsa um það, ekki gera það. Ef þú ert að hugsa um að sleppa því, stattu þá við það.

Ég veit ekki hvað maður á að segja um þessa mynd annað en að þetta er einhverskonar bíómynd að reyna að vera heimildarmynd, sem reynir að vera bíómynd, eða öfugt. Allavega niðurstaðan er það slæm að ég vona að fólk taki mig á orðinu og forðist hana eins og að pissa upp í vindinn, þú munt nefnilega sjá eftir báðu.

Hálfa stjarnan er fyrir viðleitni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The League of Extraordinary Gentlemen
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er nú óhætt að segja að LXG sé algjört kjaftæði en það er líka óhætt að segja að hún sé svakalega flott gerð, frumleg og nokkuð skemmtileg áhorfs. Ég held að það versta sem er við þessa mynd séu öll stóru viðmið þessa sumars, hún á einfaldlega ekkert inn á þennan markað að gera núna því hún hverfur algerlega í skuggann af hreynlega öllum hinum hetjumyndum sumarsins.

Það sem er jákvætt við myndina er það að myndin er flott gerð, allar tæknibrellur eru vel unnar, Sean Connery leikur í henni og yfirbragðið er allt mjög flott.

Mæli með henni hún er hin fínasta afþreying.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Bad Boys II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Bad Boys II er góð afþreying það er ekkert annað um það að segja, hún er löng en ekki langdregin, hún er findin hún er spennandi og hún er flott gerð.

Eins og fyrri myndin þá gengur þessi út á það sama, hraða, spennu, húmor og sprengingar eini munurinn er sá að þessi er einfaldlega fyrri myndin í öðru veldi, held að það sé nokkurnveginn lengdarmunurinn á þeim líka. Framleiðendur myndarinnar fara að vísu örlítið fram úr sjálfum sér í þessarri þar sem að megin markmiðið virðist vera að gera meira af öllu og bæta svo örlitlu við.

Ég ætla ekki að eyða mikið fleirri orðum í þetta nema bara rétt til þess að segja að það mælir ekkert á móti því að sjá þessa mynd nema kanski það að hún er löng og maður verður þreyttur í bakinu á svona langri bíósetu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Malibu's Most Wanted
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hrillingur, algjör hrillingur. Það er einfaldlega allt ömulegt við þessa mynd, fyrir það fyrsta er þetta algjör uppöpun af Ali-G sem virkar einfaldlega ekki. Í öðru lagi þá er karakterinn hans Jamie Kennedie ekki nægilega góður til þess að filla í heila bíómynd þó svo að hann virki vel í þáttunum og í þriðja lagi þá var hann einfaldlega bara allt of ógeðslega heimskulegur og vitlaus.

Jamie Kennedy hefur einhvernveginn tekist að blanda saman myndinni Ali-G og Black sheep svo hrikalega illa að úr verður algert flopp sem ekki ætti að leggja á nokkurn einasta mann að horfa á. Ég er kanski að íkja þetta aðeins því að það koma kanski tveir til þrír broslegir punktar í myndinni en þeir eru einfaldlega ekki nægilega góðir til þess að hífa myndina upp fyrir eina stjörnu.

Forðist þessa mynd hún er hrikalega leiðinleg áhorfs.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Finding Nemo
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er óhætt að segja að Finding Nemo sé algert meistaraverk sem engin ætti að láta fram hjá sér fara en hún er engu að síður ekki jafn skemmtileg áhorfs og margar aðrar teiknimyndir sem eru í gangi og að koma.

Sagan segir af feðgum, sem eru þó litlir fiskar, og baráttu þeirra fyrir að finna hvorn annan eftir að hafa orðið viðskila á fyrsta skóladegi þess yngri. Sagan er góð, hún er einlæg, findin og skemmtileg en hún virkar ekki jafn vel á mann og aðrar myndir í svipuðum dúr svo sem Ants, Wild Thornberries, Monsters INC og Toy Story svo eitthvað sé nefnt.

Samt sem áður mæli ég með því að fólk sjái hana og þá sérstaklega fólk með börn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Bruce Almighty
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jim Carrey er mættur aftur, hann er alltaf góður í sínum hlutverkum en í þetta sinn er hann guðdómlegur.

Bruce Almighty er án efa besta grínmynd ársins, hún er alveg óborganlega findin og fær mann á köflum til þess að byðja þess að látunum fari að linna. Engu að síður eru brandararnir ekki of margir svo oft verður hlé á milli þar sem margir vilja meina að hún detti niður í leiðindi. Ég vil þó segja, sem betur fer annars hefði ég ekki gengið óstuddur út, búinn að hlæja úr mér allan mátt.

Það versta sem maður gerir fyrir náungan er auvita að lofsyngja svona mynd áður en hann sér hana en engu að síður þá held ég að myndin ætti ekki að valda neinum vonbrigðum.

Leikarar standa sig allir vel og hafa greinilega verið valdir í sín hlutverk, Jennifer Aniston er mjög góð sem kærasta Bruce Nolan en Morgan Freeman er frábær í hlutverki guðs (gaman að sjá guð svartan) og er ég feginn að Freeman hefur rifið sig upp eftir hræðilegan ofleik í myndinni Dreamcatcher.

Það er óhætt að mæla með myndinni, það ættu allir að geta haft gaman af henni ef þeir fíla Jim Carrey á annað borð. Ef þú fílar ekki Carrey þá skaltu hinsvegar sneiða algerlega hjá myndinni því hún er einfaldlega meira og betra af honum en maður hefur séð, kanski þú ættir því að gefa honum séns.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Terminator 3: Rise of the Machines
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

T3 fór langt fram úr mínum væntingum hún hafði upp á mikið meira að bjóða heldur en það sem ég bjóst við. Myndin fer hægt af stað en því lengra sem kemur inn í myndina því hraðari verður atburðarrásin, hún missir aldrei dampinn og fer allan tímann stígandi upp á við og hef ég sjaldan séð eins frábæran síðari helming á mynd og í T3.

Arnold Schwarsenegger fer gersamlega á kostum en eina ferðina sem upprunalegi tortímandinn, ekki miskilja mig og halda að ég sé að segja að hann sé góður leikari, það er hann ekki, en hlutverkið er engu að síður sniðið fyrir hann. Það sem kom mér mest á óvart var það hversu mikill og góður húmor var í myndinni og maður hreinlega sprakk úr hlátri hvað eftir annað. Það þarf náttúrulega ekki að minnast á tæknibrellurnar það er aldeilis nóg af þeim og eru þær í einu orði sagt óaðfinnanlegar. Nýtt vélmenni lítur dagsins ljós en er að miklu leiti eins og það sem við sjáum í T2 nema hvað að það er klætt í mun myndalegri líkama sem prýðir myndina alla í gegn.

Það sem mér finst vera einna best við T3 er það að hún er algerlega söm sjálfri sér og fer ekki út í neina Matrix takta eins og svo margar aðrar nýjar myndir. T3 hefur sömu groddaralegu bardagaatriðin þar sem vélmennin einfaldlega taka við höggum og byssukúlum en forða sér á engan hátt undan þeim. Það er það sem gefur Terminator myndunum einna mest gildi fram yfir Matrix eftirhermurnar.

T3 er besta hasarmynd ársins. Hún fer fram úr X-Men 2, Matrix 2(þó svo að mér þyki leitt að viðurkenna það), Hulk og langt fram úr Charlies Angels.

Hvað er svo neikvætt við T3................EKKERT.

Ef þú ert að hugsa um rússíbanaferð í bíó þá er þetta ferðin sem þú ert að leita að.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Extreme Ops
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Extreme ops held ég að sé óhætt að fullyrða að sé heilalausasta afþreying sem ég hef skrifað um inn á þennan vef. Það er ekki vottur af frumlegheitum, ekki vottur af spennu og alls ekki vottur af pælingu í einu né neinu í myndinni. Eldflaugar fljúga beint út í himininn og í leiðinni lenda þær næst um því á þyrlu og svo næstum því á skíðaliftu, sem var hvergi nálægt, þetta er svona um það bil all sem þarf að segja um þessa brálæðislega góðu mynd.

Vissulega eru flott áhættuatriði í myndinni en það er bara einfaldlega ekki nóg að vera með mynd fulla af áhættuatriðum ef það er ekki vit í neinu öðru sem viðkemur henni. Ef maður vill bara sjá stunt þá er hægt að nálgast spólur sem eru uppfullar af stuntatriðum og ekki er verið að reyna að setja inn lélegan söguþráð í. Extreme ops er að þessu leiti eins og léleg klámmynd í þeim á að sleppa söguþræðinum. Smá hint til þeirra sem ætla út í þessa gerð af mynd, sleppiði söguþræðinum og haldið ykkur við klámið eða gerið þið myndina að erótískri mynd og pælið í handritinu áður en þið kvikmyndið það.

Ég ráðlegg öllum frá því að sjá þessa hörmung hún er nánast verri en allt sem kemur úr heimi Hollywood.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hulk
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hulk er tvímælalaust mynd sem á ekki eftir að skemmta öllum hún fer mjög óhefðbundnar leiðir og gerir hasarinn nánast að aukaatriði. Hulk er, eins og allir vita, teiknimyndasaga um frekar vafasama hetju og ber myndin glögglega þess merki þar sem skjárinn verður stundum þrí og jafnvel fjórskiptur. Þessi uppsettning er án efa það sem á eftir að fara hvað einna mest fyrir brjóstið á þeim áhorfendum sem ekki líkar svoleiðis framsetning en það undirstrikar samt sem áður að Hulk er byggður á hasarmyndablaði.

Það sem er hinsvegar jákvætt við Hulk er langt um meira en það sem er neikvætt. Eitt af því jákvæðast, að mínu mati, er það ðað Hulk er byggður á mikilli dýpt þó svo að hasarinn verði mikill þá er alltaf pæling á bak við hann. Tæknibrellurnar eru vægast sagt frábærar og það sem maður sér í traylernum er bara brota brot af því sem fram kemur í myndinni. Græna hetjan er ein af hetjunum í sumarkapphlaupinu og óhætt er að segja að hún kemur sterk inn og hristir vel upp í þeim hefðbundnu en setur sig á stall með Spawn og fleirrum þeim líkum.

Ég efast ekki um að margir eiga eftir að ganga út af myndinni hálf svektir þar sem þeir bjuggust við aðeins heiladauðari hasar frá upphafi til enda. Því ætla ég að vara þá við því að myndin er lengi í gang en þegar hún hrekkur svo af stað þá er ekkert sem stöðvar hana. Þetta er mynd sem nýtur sín lang best í bíó þó svo að ég hafi ekki mikið orðið var við tónlist þá er hasarinn mikill og tæknibrellurnar það frábærar að þær eiga best heima á hvíta tjáldinu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Charlie's Angels: Full Throttle
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

OOOO þetta var hálf fúlt. Ekki misskilja mig Charlie´s Angels full throttle er vel gerð, æðisleg tónlist og ágætis húmor svo ekki sé minnst á kroppasýningar þeirra vinkvenna.

En hvað er þá að bögga mig, jú myndin var engan vegin að standast undir væntingum mínum. Það var einhvernveginn öllu ofgert í myndinni, slagsmálaatriðin voru flott en þurftu samt alltaf að gera aðeins meira en þurfti, common skjótast upp úr byggingu en lenda samt á kaðli ofan af skipi í snjóbrettaleik á spítum. Húmorinn var góður en ef það hefði ekki verið fyrir nýja svarta Bosleinn þá hefði húmorinn líklega farið fyrir ofan garð og neðan og finnst mér það bara aðeins of mörg göt á einum osti.

Það sem var best við myndina var tónlistin, hljóðbrellurnar, nýr Boslei og nýtt illmenni sem slær flestum öðrum illmennum kvikmyndasögunnar út og er líkt beint við vin okkar í Cape Fear.

Ég held þó að þrátt fyrir marga stóra og frekar ónauðsinlega galla myndarinnar þá ættu þó flestir að geta haft nokkuð gaman af henni. Hún er alls ekki leiðinleg en hún er bara alls ekki nógu góð heldur.

Það er kanski í lagi að sjá hana í bíó því þar á hún óneitanlega best heima með sínu sjónræna furðuspili og æðisgenginni tónlist en ekki samt búast við því að ganga neitt of sáttur út með 800 krónum léttari buddu.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dumb and Dumberer: When Harry Met Lloyd
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég bjóst nú við því að vera að fara á lélega mynd en þessari hörmung bjóst ég alls ekki við. Vissulega voru nokkur sprenghlægileg atriði í myndinni en það var engan veginn nóg til þess að rífa upp leiðindin þess á milli. Það sem myndin gengur út á er að vera heimskulegri og vitlausari en fyrri myndin í einu og öllu. Fyrri myndin, eins og allir vita, var alveg æðisleg hún var hæfilega vitlaus og svo findin að maður gekk út af henni með magakrampa. Þessi hörmung á hinn boginn er ekkert í samanburði við hana aðeins lélegt frammhald sem eyðinleggur fyrir þeirri fyrri frekar en að gera henni gott.

Ástæðan fyrir því að maður eyðir dírmætum tíma sínum í að skrifa um svona rusl er sú að kanski, bara kanski, nær maður að forða einhverri aumri sál frá því að upplifa þessa hræðilegu, HRÆÐILEGU, lífsreynslu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Bringing Down the House
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Steve Martin fær mann að minsta kosti alltaf til þess að brosa og í þessari mynd tekst honum mjög vel upp. Bringing down the house er pínu heimskuleg en engu síður sprenghlægileg mynd sem vel er hægt að hafa gaman af. Steve gamli fer með hlutverk einmanna fráskilins manns sem heldur að hann sé að detta í lukkupottinn með tágrannri, þrælmyndalegri ljósku en þess í stað bankar upp á hjá honum spik feit, þræl ómyndaleg (forljót) blökkukona sem gerir honum lífið leitt svo um munar. En getur þessi kona samt sem áður hafa verið það sem hann vantaði.

Vel þess virði að sjá en þó er alveg nóg að bíða eftir videoinu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
How to Lose a Guy in 10 Days
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd, How to lose a guy in 10 days, virkaði svona líka svakaleg vel á mig. Það er satt sem sagt hefur verið um hana að hún virki jafn vel bæði á stelpur sem og stráka og að húmorinn er alveg frábær. Bæði Kate og Mathew túlka hlutverk sín mjög skemmtilega og er ég nokk viss að Kate Hudson hefur einhverntímann þurft að losna við kærasta með lúmskum brögðum.

Ég mæli eindregið með þessari mynd hún er einlæg, pínulítið asnaleg og hrikalega findin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Anger Management
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Algjört flopp. Anger management er mynd sem maður býst við miklu af ef litið er til leikaravalsins en útkoman er algjör vonbrigði. Myndin á nokkra góða punkta þar sem hún fær mann til þess að skella upp úr en hún nær sér þó aldrei á flug og heldur manni varla við efnið. Ég get ekki með nokkru einasta móti mælt með því að fólk sjái þessa mynd í bíó en það er þó í lagi að sjá hana á spólu. Það eina sem er jákvætt við myndina er það að leikarar standa sig vel og það er ágætis tónlistarval í myndinni þó svo að það fari ekki mikið fyrir henni. Það er ekkert meira um þessa mynd að segja. Bara bíða eftir spólunni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
City by the Sea
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er ekki mynd sem hægt er að mæla með. Allt fyrir utan góðan leik og góða sögu er lélegt við myndina, hún er allt of löng sem gerir hana frekar leiðinlega. Myndin er uþb tveir tímar sem líða þó eins og þrír en hún ætti alls ekki að vera meira en einn og hálfur. Nafngiftin, city by the sea, er fráhrindandi og hljómar eins og einhver ástarvella en skírskotar þó beint í mynina. Sagan er þó pínulítið spennandi en nær samt enganveginn að halda manni við skjáinn.

Niðurstaðan er sú að hvorki ætti að eyða púðri né peningum í þessa frekar leiðinlegu mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ballistic: Ecks vs. Sever
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ein allra lélegasta afþreying sem ég man eftir í fljótu bragði. Sagan er mjög góð og inn í hana blandast flétta sem er þolanleg en engu að síður nær myndin sér aldrei á flug og er allan tímann hálf leiðinleg. Bardagaatriði myndarinnar eru mjög léleg að öllu leiti, þau eru hörmulega útfærð og maður fær enga ánægju út úr því að horfa á þau. Ég mæli með því að fólk horfi fram hjá því hverjir leika í myndinni því að það hefur ekkert með gæði þessarar myndar að gera. Forðist þessa mynd hún er engu betri en það að pissa upp í vindinn, maður verður hálf skítugur af því.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
A Man Apart
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er óhætt að segja að Vin Diesel standi sig alltaf vel sem harði töffarinn í heilalausu afþreyingunum. Hann stendur sig með prýði í þessari mynd og það vottar meira að segja af leikhæfileikum í manninum en þó ekki það mikið að það lyfti honum á annan stall en að hann hefur verið stimplaður. Sagan er þokkaleg en handritið er alls ekki gallalaust og skilur eftir göt sem þyrfti að fylla í. Engu að síður er myndin hin besta skemmtun, heilalaus en hvaða máli skiptir það maður býst ekki við neinu öðru þegar maður fer á hasarmyndir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Confidence
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Flott flétta, svik og prettir er það sem helst prýðir þessa glæpamynd.

Confidence er hágæða glæpamynd, vel leikin, spennandi og með góðum söguþræði. Myndin er uppfull af hugmyndum sem vel hefur verið unnið úr og handritið er nánast gallalaust. Myndin fjallar um hóp svikara sem ræna óvart mann sem tengdur er inn í glæpsamtök sem þeir hefðu helst ekki vilja lenda í útistöðum við. Upp úr því hefst atburðarrás svika og pretta sem koma vel á óvart. Það sem helst hrjáir myndina er kanski helst til hæg atburðarrás á köflum og að það fíla ekki allir sögumanna uppsetniguna þótt svo að hún pirri mig aldrei.

Ég mæli eindregið með myndinni maður mun ekki grenja 800 krónurnar sínar þegar gengið er út af þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Nicholas Nickleby
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég byrjaði að horfa á Nicholas Nickleby þá vissi ég ekkart hvað ég átti í vændum og það sem koma skyldi kom algerlega á óvart. Myndin fjallar um fjölskyldu (móður, son og dóttur) sem búið hefur í sveit alla sína æfi en þegar faðirinn fellur frá þá neiðast þau til þess að flytja í stórborg, sökum peningaskorts. Þau leita hjálpar hjá stórefnuðum frænda sínum, bróður föðurinns, sem tekur þau að sér en er einhvernveginn bara að nota þau til þess að eignast meiri peninga, þó aðallega dótturina. Frændinn byrjar á því að senda strákinn (sem er þó um tvítugt) Nicholas Nickleby í vinnu við heimnavistaskóla. Í skólanum kynnist Nick því hverskonar illmenni frændi hans og hans kunningjar eru og ákveður að taka til sinna ráða og bjóða frænda sínum birginn. Myndin er byggð á sögu Charles Dickens og svipar mikið til sögunnar um Oliver Twist nema að aðal persónan er töluvert eldri í þessari sögu. Sagan er virkilega góð, einlæg og findin og er vel þess virði að horfa á eða jafnvel lesa og verður sjálfsagt mitt næsta lesefni.

Ég mæli eindregið með þessari mynd hún hefur góðan boðskap og sínir manni vel hvernig græðgi getur farið með fólk.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Boat Trip
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Betra að halda um rassinn ef maður lendir í svona hremmingum. Myndin fjallar um tvo félaga sem enda á röngum stað á röngum tíma þeir ákveða nefnilega að skella sér í skemmtiferðasiglingu en klikkuðu þó á að velja rétta ferðaskrifstofu. Annar þeirra er að reyna að komast yfir að hafa verið dömpað af kellingunni þegar hann baðst hennar og hinn er að reyna að rífa vin sinn upp úr svaðinu. Félagarnir fara í skemmtiferðasigliungu í leit að taumlausu kynlífi, með kvenfólki, en lenda þess í stað á homma siglingu.

Myndin heldur manni ekki á floti allan tímann og missir dampinn mjög djúpt í miðri myndinni með asnalega lélegum bröndurum en hún nær þó að rífa sig upp úr svaðinu og komast á réttan kjöl áður en mydin er á enda. Myndin er hálf leiðinleg á kafla en ekki gefast upp því hún skánnar til muna og eftir rúmlega hálfa mynd er maður meira að segja farinn að hlæja af bröndurunum.

Bíó? Nei síður en svo. Video? OK
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
View from the Top
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég held að Gwyneth Paltrow ætti að nota þetta view from the top til þess að fara yfir ferilinn sinn því hann er á niðurleið með þessari mynd. Hún er þó ágætis leikari og það er ekki undan því að kvarta en myndin engu að síður var ekki það sem ég bjóst við. Ég bjóst við góðri grínmynd en þess í stað gekk ég út af hálf dramatískri brosmynd. Hún fékk mann nánast aldrei til þess að brosa sínu breiðasta en kom þó með eitt og eitt gott skot frá meistara grínsins, Mike Miers sem þó hefur ekki fengið að vera með puttana nægilega mikið í handritinu. Myndin má þó eiga það að hún hélt manni við efnið allan tímann og manni leiddist ekki yfir áhorfinu.

Bíðið bara eftir að hún komi á video þið eruð ekki að missa af miklu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Matrix Reloaded
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Matrix þrennan verður án efa svalasta þrenna allra tíma, ef jafnvel tekst upp með þá þriðju og tekist hefur með þær tvær fyrstu.

Matrix Reloded er ein svalast mynd sem ég man eftir, hún fer langt fram úr öllum myndum hvað tæknibrellur varðar og er ekki hægt að lýsa þeim, það verður einfaldlega að sjá til að trúa. Maður hefur lengi beðið eftir þessu frammhaldi og voru því væntingarnar gríðarlega miklar og óhætt er að segja að myndin hafi staðist þær allar. Sagan heldur áfram og á tímabili fer hún út í miklar pælingar sem ég hef heyrt fólk vera á móti. Ég er þó mjög hlynntur þessum pælingum þar sem þær eingöngu auka á dýpt sögunnar og skilning okkar á þeim hugsunum sem á bakvið hana eru. Sagan um Neo heldur áfram, Trinity og Morpheus eru á sínum stað ásamt Agent Smith en það sem skemmtilegast er að sjá er hversu mikið af nýjum persónum bætast við söguna bæði vondum og góðum. Pælingarnar verða enn dýpri en í þeirri fyrri, þrjótar byrtast sem eru hvorki með þeim góðu né þeim vondu heldur heimta aðeins völd og þar koma Tvíburarnir til sögunnar sem er örugglega eitt magnaðasta tvíeiki kvikmyndasögunnar. Bardagaatriðin í Matrix voru æðisleg en í þessari fara þeir langt umfram það að vera æðisleg þau fara í það að verða hreint og beint augnakonfekt og ef maður passar ekki að halda munninum lokuðum þá gæti maður hreinlega slefað af undrun. Tónlistin var frábær, klippingin snilld og myndatakan eitthvað sem orð fá ekki lýst, allt rann þetta svo saman eins og böllur í feita vinnukonu, mjúkt og vel.

Mæli eindregið með því að allir sjái þessa mynd í bíó því að stofan ræður eifaldlega ekki við þetta meistarastikki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Old School
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Old School er alveg óborganlega fyndin grínmynd þar sem þrír vinir fara gjörsamlega fram úr sjálfum sér við að endurlifa háskólaárin en þó án allra leiðindanna eins og að vera í skóla.

Will Ferell fer á kostum við að endurupplifunina og er eingu líkara en að hann sé í raun og veru að endurlifa eitthvað sjálfur, karakterinn sem hann fær í myndinni alveg fram úr hófi klikkaður með áfengi og gerir hann það vel þess virði að sjá myndina. Myndin fjallar um þrjá vini sem komast í þær aðstæður að einn þeirra flytur inn á skólasvæði og þá uppgötvar annar að þessu fylgi allskonar kostir eins og sætar stelpur og mikið brennivín. Hinsvegar fara málin auðvitað úr böndunum og félagarnir þurfa að glíma við gamlan, frekar leiðinlegan kunningja, sem er því miður orðinn skólastjórinn á svæðinu.

Það er óhætt að mæla með myndinni því hún er alveg sprenghlæileg, hæfilega heimskuleg og Will Farrell er í ham.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Agent Cody Banks
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

007 unglinganna er kominn á stjá, en gengur honum jafn vel í kvennamálum eins og fyrirmyndinni?

Þetta er svona meginþema myndarinnar og ég verð að viðurkenna að myndin hafi heldurbetur komið mér á óvart, hún var einfaldlega ekki eins slæm og ég bjóst við. Myndin er full af ágætis húmor og tekst félaga okkur MALKOM, sem heitir víst Frankie Muniz, alveg ágætlega upp. Hann er í rauninni að leika álíka karakter og hann gerir í þáttunum, gáfaðann en klaufalegan skólagaur. Myndin er um strák sem þjálfaður hefur verið af CIA til þess að verða unglinga njósnari. Fyrsta verkefnið sem honum er falið er að vinskast við stelpu og það ferst honum ekkert voðalega vel. Það eru flottar smábrellur í myndinni svona eins og snjóbretti með rakettum og sogskálaskór en ekkert stórkostlegt fyrir utan eina sniðuga útfærslu á þyrlu.

Ágætis afþreying fyrir yngri kynslóðina en aðrir ættu bara að bíða eftir henni á spólu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Kangaroo Jack
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hvaðan kom þessi fína ræma.

Ég bjóst við einhverri bölvaðri dellu en þá byrtast allt í einu á tjaldið Anthony Anderson (feiti svertinginn úr Rome must die) og Christopher Walken ég hef greinilega ekki verið að filgjast með, þessi mynd var einfaldlega ekkert af þeirri drullu sem ég bjóst við. Ég var alveg viss um að hún væri um einhverja talandi leiðinlega kengúru sem gæti allt.

Alls ekki, myndin fjallar um tvo gaura sem klúðra málunum all svakalega fyrir tengdaföður annars þeirra, en hann er einmitt mafíósi, sem er ekki mjög gott. Eftir að hafa klúðrað málunum eru þeir sendir með pakka til Ástralíu sem þeir eiga að koma til skila fyrir einhvern ákveðinn tíma, sem reynist ekki mjög auðvelt. Kengúran Jack flækist inn í málið á spaugilegan hátt, hún er mjög findin og alls ekki ofnotuð í myndinni og hún talar ekki.

Ég get vel mælt með þessari mynd, ég hafði gaman af henni sjálfur, hún er hæfilega vitlaus, findin og virkilega vel gerð. Flott fyrir fjölskyldufólk og bara alla sem vilja láta kítla hláturtaugarnar aðeins.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
X-Men 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er bara eitt um X-Men 2 að segja, SNILLD.

Talandi um upphaf á góðu sumri, ef allar ofurhetju myndir sumarsins verða svona góðar þá er gott sumar í vændum. X-Men 2 hefur hafið baráttu sumarsins með svo háum standard að maður getur varla ímyndað sér hvernig aðrar hetjur ætla að feta í þessi fótspor. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig Hulk, Terminator3 og Matrix tekst til.

X-Men 2 fór langt fram úr öllum mínum væntingum. Ég bjóst við því að myndin yrði mjög góð en við þessu bjóst ég aldrei. Myndin er svo til beint framhald af þeirri fyrri og væri eiginlega ráðlegt að rifja þá gömlu upp áður en maður skellir sér á þessa.

Það sem mér fannst gefa þessari mynd einna mest gildi fram yfir hina er áframhaldandi leit Wolwerine af uppruna sínum og er þeirri spurningu að hluta til svarað í myndinni. Söguþráðurinn er mjög góður og er greinilegt að mikil vinna hefur verið lögð í þetta framhald og engu skellt saman í flýti eins og svo oft vill vera. Enda biðin búin að vera þónokkur.

Mér fanst X-Men 2 fara langt fram úr fyrirrennara sínum að öllu leiti tæknibrellurnar eru framúrskarandi eins og sést strax í frábæru opnunaratriði. Hljóð og tónlist, klipping og leikur, það einfaldlega gengur allt upp í myndinni.

Sjá hana í bíó? Engin spurning. Ef þú ætlar að sjá hana á annað borð þá skallt þú njóta þess á stóru tjaldi og dúndur hljóðkerfi því hún notar það virkilega vel. Ef þú ætlar ekki að sjá hana þá er eitthvað að.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Tears of the Sun
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Tears of the sun er stríðsmynd sem gerist í skógum Afríku nánar tiltekið í Nígeríu. Sérsveit úr bandaríska hernum, með Bruce Willis í fararbroddi, er send inn í landið til þess að sækja Ameríska konu sem er þar í sjálfboðavinnu. Auðvita er myndin Amerísk út í gegn og kanarnir eru alltaf góði karlinn en ef það fer í taugarnar á fólki þá á það yfirleitt ekki að horfa á Amerískar stríðsmyndir, eða Amerískar myndir almennt. Þjóðarrembingurinn er þó í lágmarki í myndinni og gerir hún mun meira af því að lýsa ástandinu eins og það var og er jafnvel enþá í sumum af þessum löndum. Tilgangslaus fjöldamorð, nauðganir og aðrar pintingar uppreisna herdeildanna er lýst í myndinni og gefur manni glögga mynd af því hvernig lífið er á þessum slóðum.

Þó svo að rembingurinn sé til staðar þá er myndin engu að síður mjög góð, ekkert um áþarfa ástarvellur, óþarfa málalengingar eða annað þessháttar til þess að drepa niður spennuna. Myndin rennur vel í gegn hún er nokkuð vel leikin, hljóð og tæknibrellur fínar og söguþráðurinn, ja ekki gallalaus en þetta er nú einusinni Amerísk hetjumynd.

Ég get án nokkurrar eftirsjár mælt með myndinni því hún virkaði mjög vel á mig og ég hugsa að hún eigi eftir að virka vel á flest alla aðra líka.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Basic
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Svik og prettir er það sem prýðir helst myndina Basic.

Myndin segir af manni sem fengin er til þess að ransaka eitthvað óútskíranlegt sem gerist í þjálfunarbúðum sérsveitar ameríska hersins. Því dýpra sem hann grefur því meira verður um svik og pretti, þetta er ein af þessum myndum sem nánast ekkert má segja frá því auðvelt er að eiðinleggja allt plottið.

John Travolta sýnir í þessari mynd eina af sínum allra bestu frammistöðum og það með sannkölluðum stjörnuleik, allir aðrir leikarar standa sig mjög vel en hverfa þó í skugga hans.

Basic er mjög góð mynd sem ég mæli eindregið með en ráðlegg þó öllum að filgjast mjög vel með því hún er flókin og á auðvelt með að skilja eftir stórar spurningar.

Drífið ykkur að sjá hana hún er meira en þess virði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Phone Booth
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Phone booth er ótrúlega góð mynd, en mikið er ég samt feginn að hún er ekki nema 80 mínútur.

Myndin segir frá PR fulltrúa, en hans starf er einmitt að blekkja fólk. Einhver vitfirringur lætur það fara í taugarnar á sér og heldur honum í gíslingu í símaklefa. Eins og söguþráðurinn gefur til kynna þá er ekki hægt að gera langa spennandi mynd sem öll gerist í símaklefa, en viti menn Joel Schumacher tekst ljómandi vel upp með.

Allir leikarar standa sig mjög vel og Colin Farrell sannar, í aðalhlutverkinu, að hann er mjög góður leikari þar sem hann túlkar hlutverk sitt mjög vel.

Ég veit ekki hvort fólk ætti að fara að sjá þessa mynd í bíó því hún er frekar óvenjuleg og það þarf ekkert að sjá hana á stóru tjaldi. Ég get samt sem áður vel mælt með myndinni því hún stendur vel fyrir sínu.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Attack on Titan
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær mynd frá Spike Lee en eins og aðrar myndir frá honum getur hún verið furðuleg og alls ekki fyrir alla til þess að horfa á. Þeir sem að fíla Spike Lee eiga aftir að fíla 25th Hour hinir ættu ekki að vera að eyða í hana tíma. Edward Norton stendur sig eins og alltaf með prýði. Hann leikur eyturlifjasala sem er á leiðinni í fangelsi og í myndinni filgjumst við með síðasta sólarhringnum í lífi hans, þar sem hann er að kveðja vini sína og fjölskyldu. Edward tekst alveg einstaklega vel að túlka hlutverk sitt og miðla hræðslu og töffaraskap persónu sinnar út fyrir hvíta tjaldið.

Ég get vel mælt með því að fólk sem hefur áhuga á Spike Lee myndum sjái þessa mynd honum tekst einstaklega vel upp með hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Head of State
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Chris Rock hefur aldrei verið í neinu uppáhaldi hjá mér en honum tekst samt yfirleitt einhvernveginn að skila sínu.

Myndin er fyndin það er ekkert hægt að deila um það en hún er einnig mjög vitlaus og það er ekki heldur hægt að deila á það. Hún heldur ágætlega dampinum í gegn og þó svo að hún detti aðeins niður í miðri mynd þá veldur það ekki neinum varanlegum skaða. Ég bjóst við því að sjá betri mynd en varð samt sem áður ekki fyrir miklum vonbrigðum.

Get ekki mælt með því að fólk sjái hana í bíó en það er alveg þess virði að sjá hana á video.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Core
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég var búinn að gera miklar væntingar til The Core en þó var nokkuð búið að draga úr þeim með yfirdrulli frá gagnrýnendum. Ég veit ekki afhverju ég gat bara hreinlega ekki treyst á þær gagnrínir um myndina sem ég var búinn að lesa hér á vefnum því þá hefði ég geta eitt tímanum í að horfa á, eða gera bara eitthvað allt annað en þesa vitleisu.

The Core er ein sú allra vesta mynd sem ég man eftir í fljótu bragði. Það gengur hreinlega ekkert upp í myndinni stórleikarar skila slöppum árangri, tæknibrellur eru ekkert til þess að hrópa húrra fyrir, samt ekki alslæmar, og tónlistin ARRRG ef þið heyrið tónlist þá skuluð þið bara haldad fyrir eyrun, hún passar engan vegin inn í. Þegar geimskutlan er að lenda í byrjun myndarinnar þá hélt ég hreinlega að ég mundi fara yfirum.

Myndin er virkilega sniðug hugmynd sem einfaldlega er ekki nægilega vel unnið úr. Það er eins og hún hafi verið kreist út úr hundsrassi á einhverjum met tíma án tilheyrandi pælingu um útkomuna.

Ekki sjá þessa mynd að minsta kosti ekki fyrr en hún kemur í opna dagskrá hjá ríkissjónvarpinu þar sem þú ert hvort sem er að borga fyrir hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dreamcatcher
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Dreamcatcher er ein af þessum myndum sem ekki hefði átt að koma í bíó frekar en flestar aðrar myndir byggðar á bókum hrillingsmeistarans sjálfs. Í þessari mynd bregst Stephen King aldeilis bogalistin, annaðhvort það eða að það hafi tekist svona einstaklega illa til að túlka myndina á hvíta tjaldinu. Myndin hefur einn og einn góðan punkt í húmor en það er enganvegin nóg til þess að bæta upp þetta þunga og slappa handrit. Einhvernvegin er vaðið úr einu í annað og ekki nægilega vel skipt inn í hugarheim rugludallanna.

Myndin hefur að skarta þeim Morgan Freeman og Tom Siezemor ásamt nokkrum öðrum lítt þekktari leikurum en maður mundi ætla að þeir mundu lifta myndinni á hærra plan. Aldeilis ekki hvorugur þeirra er að gera neinar gloríur og Morgan Freeman fer yfir um í leik sínum, ég hef aldrei séð hann leika svona illa og hann féll um heilt stig á metorðalistanum hjá mér fyrir þess einstaklega slöppu frammistöðu.

Myndin er þó ekki alslæm, tæknibrellur eru flottar, hún er spennandi og það sem gerði þess virði að sjá hana í bíó var ANIMATRIX stuttmyndin á undan myndinni. Þú getur farið úr salnum þegar hann er búinn, ég vona að þeir hjá Sam færi Animatrix yfir á aðra mynd fljótlega.

Ekki alslæm mynd en enganveginn fyrir bíósalinn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Maid in Manhattan
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Maid in Manhattan er mynd sem kom mér virkilega á óvart, ég var búinn að heyra að hún væri virkilega góð en var samt svolítið fanatískur á það. Ralph Fiennes færir sig upp metorðastigann minn með hverri myndinni sem hann leikur í, það er alltaf hægt að stóla á hann. Jennifer Lopes stendur sig mjög vel í myndinni og hún fer batnandi með hverri mynd sem hún leikur í.

Myndin er þessi venjulega Hollywood ástarsaga en engu að síður er hún fyndin og skemmtileg. Ég get alveg mælt með því að fólk sjái hana en hún er engu að síður videomynd frekar en bíómynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Recruit
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The Recruit er mynd sem unnendur góðra spennumynda ættu ekki að láa fram hjá sér fara. Colin Farrell og gamla kempan Al Pachino standa sig með prýði í myndinn þó svo að mér hafi fundist Al Pachino vera hálf slappur í byrjun þá endaði hann myndina með stjörnuleik eins og honum einum er lagið. Colin Farrell er nýi Tom Crusinn fyrir stelpurnar en hann er líka mjög góður leikari og leysir hlutverk sitt alvegg einstaklega vel í þessari mynd.

Söguþráðurinn er einfalur, eða hvað. Al pachino leikur mann sem sér um að þjálfa nýa CIA menn en Colin Farrell leikur hinsvegar einn af þeim sem er valinn til þess að ganga í gegnum þá þjálfun. Myndin byrjar einföld en þegar fer að líða á hana fara að flækjast inn í hana allskonar plott sem á endanum ganga öll upp og gera hana að mjög góðri og heilsteyptri spennumynd.

Mæli með þessari fyrir alla sem fíla góðar spennumyndir með smá plottum og pælingum, hún á stjörnurnar vel skilið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Johnny English
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er orðið langt síðan að ég hef farið í bíó og ekki geta hætt að hlæja, held það hafi verið Undercover Brother sem gerði það fyrir mig síðast. Johnny English stenst allar þær væntingar sem maður gerir til hennar og fer í raun langt fram úr þeim, allavega hvað mig varðar. Að vísu eyðinleggur trailerinn nokkra góða punkta en þeir eru bara svo miklu miklu fleirri að það kemur ekki að sök. Rowan Atkinson er einstaklega aulalegur í hlutverki sínu sem breski njósnarinn og leisir það alveg einstaklega vel, maðurinn er auli af guðsnáð. Hann er alveg æðislegur í myndinni og gerir breska njósnarann að aula aulanna en er jafnfram alveg einstaklega COOL Johnny, Johnny English.

Þetta er grínmynd sem engin ætti að láta fram hjá sér fara. Smelltu þér í bíó því hún er meira en þess virði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Hunted
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þessa mynd sem ég hafði bundið miklar vonir við. Hún er nánast endurgerða af U.S Marshals því söguþræðirnir eru svo ofboðslega líkir. Myndin lofar mjög góðu í byrjun og sér maður strax hversu ofboðslega vel ódámurinn hefur verið þjálfaður og gefur manni einnig glögga mynd af því afhverju maðurinn fer yfir um. Myndin missir síðan dampinn fljótlega og eitthvernveginn nær honum ekki upp aftur þó svo að hún sé allan tímann spennandi og tapi því ekki niður þá er hún eitthvernveginn bara of mikil endurtekning á U.S Marshals, ef Tommy Lee Jones væri ekki í þessu hlutverki þá mundi maður kanski ekki taka jafn mikið eftir því, þar sem að hann er eitthvernveginn í nákvæmlega sama hlutverkinu og er eini munurinn sá að hann er einfaldlega ekki að elta Wesley Snipes heldur Benicio Del Toro.

Allir leikarar skila sínu þó nokkuð vel og gamli refurinn bregst alls ekki sínum áhangendum, Del Toro stendur sig líka með prýði og nær að tjá vitfyrru sérsveitarmanns mjög vel.

Myndin er þónokkuð ofbeldisfull og slagsmálaatriðin milli þjálfara og lærlings nokkuð brútal og flott þó svo að fyrsti bardagi þeirra dragi það örlítið niður.

Ég get alveg mælt með myndinni, en ef þú hefur eitthvað annað við peninginn að gera þá skaltu bara fara og gera það í staðinn, og bíða eftir henni á video, því hún stendur ekki undir væntingum.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Daredevil
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Daredevil kom mér á óvart hvað varðar Ben Affleck því hann er bara mun betri í þessu hlutverki en ég bjóst við. Daredevil er allt af því að vera jafn grófur og Spawn en kemst þó ekki allaleið þangað. Daredevil er nefnilega ekki þessi góða súperhetju ímynd heldur er hann ruddi og hikar ekki við að sparka duglega í afturendann á vondu köllunum og drepur þá einfaldlega ef honum er illa við þá :) Þetta er einmitt það sem vantaði inn á milli þessarra mjúku ofurhetja eins og spiderman og þá félaga, það vantaði eitthvað fyrir okkur stóru krakkana líka og Daredevil er einmitt það sem fyllir það gap.

Óhætt að mæla með myndinni, hún er flott og skemmtileg áhorfs og þó að tillfinningar Daredevils séu stundum alveg að fara með hann þá dregur það myndina ekki mikið niður.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Wild Thornberrys Movie
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The Wild Thornberries er argasta snilld hún er bráðfindin hvað varðar bæði talsetningu og teikningar og þá er sérstaklega talsetningin á pabbanum algert meistaraverk. Myndin er talsett á bresku og gefur það henni enþá meira gildi. Ég mæli með þessari mynd, ekki einungis fyrir yngri aldurshópinn heldur einfaldlega fyrir alla sem haf gaman af góðum grínmyndum. Það er vel þess virði að sjá myndina og efast ég um að fólk sjái eftir peningunum þó það sjái hana í bíó.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Empire
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Flott mynd með John Leguizamo í aðalhlutverki, ég var frekar efins um hann í þessu hlutverki en hann leysir það samt sem áður mjög vel úr hendi.

Myndin segir af eiturlifjamarkaðnum og einum af aðal dreifingaraðilanum. Hann kynnist wallstreet gaur, en þegar konan hans segir honum að hann sé að fara að eignast barn þá ákveður hann að slá til og reyna að koma sér inn á beinu brautina og hefur samband við þennan nýja kunningja sinn. Upp úr því breytist líf hans mjög mikið.

Myndin er mjög góð ekkert æsispennandi bara góð mynd sem lýsir lífi einstaklings sem reynir að komast inn á beinu brautina.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Ring
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hágæða hrollvekja, sem er þó meira í spennumynda kanntinum þar sem ekki er mikið um hrollvekjandi atriði, hinsvegar eru þau atriði oft á tíðum frekar svakaleg. Fljótlega í byrjun myndarinnar kemur ógleimanlegt atriði þar sem maður fær gæsahúð niður á bak og verk í magann.

Myndin heldur manni við efnið allan tímann, með tónlist, forvitni og virkilega mikilli spennu.

Ég mæli með því að fólk sjái þessa mynd, hún fer óhefðbundnar leiðir, enda byggð á Japanskri hrollvekju og er því ekki bundin froðukenndu Hollywood eltingaleikja formúlunni.

Tekur á taugarnar og algerlega þess virði að sjá hana, í bíó svo ekkert ellti þig af sjónvarpsskjánnum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Biker Boyz
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Biker Boyz er fín ræma í anda Fast and the furius en í stað bíla eru notuð æðisgengin mótorhjól.

Myndin er cool á því lengur engin vafi enda menn eins og Lawrens Fishburn ekkert að þvælast að óþörfu inn í lélegar myndir, hvað þá til þess að leika eitt af aðalhlutverkunum.

Myndin fjallar um strák sem missir föður sinn í mótorhjólaslisi en hann kennir einmitt þeim besta í bransanum um dauða föður síns og heitir því að vinna hann í kappakstri.

Góð tónlist, flottar gellur, leður og mótorhjól hvað þarf ég að segja meira.

Alveg þess virði að sjá hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Just Married
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Just Married er fínasta afreying með leikurunum Asthon Kutcher og Brittany Murphy í fararbroddi, þau standa sig alveg með príði og þá sérstaklega hún sem að skilar hlutverkinu alveg einstaklega vel af sér.

Myndin fjallar um ungt par sem að giftir sig eftir aðeins 9 mánaða samband og fara í brúðkaupsferð til Evrópu en voru þau búin að kinnast nægilega vel. Í brúðkaupsferðinni fara hlutirnir að ganga öðruvísi fyrir sig en þau bjuggust við, með frekar spaugilegum afleiðingum, og endar með því að allt fer í háa loft.

Ég get með góðri samvisku mælt með þessari mynd og þó hún verði kanski helst til langdregin á köflum þá heldur hún sér samt alltaf á floti með góðum húmor og skemmtilegum söguþræði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Wild Thornberrys Movie
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The Wild Thornberries er argasta snilld hún er bráðfindin hvað varðar bæði talsetningu og teikningar og þá er sérstaklega talsetningin á pabbanum algert meistaraverk.

Myndin er talsett á bresku og gefur það henni enþá meira gildi.

Ég mæli með þessari mynd, ekki einungis fyrir yngri aldurshópinn heldur einfaldlega fyrir alla sem haf gaman af góðum grínmyndum.

Það er vel þess virði að sjá myndina og efast ég um að fólk sjái eftir peningunum þó það sjái hana í bíó.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Banger Sisters
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er óhætt að mæla með myndum eins og Banger Sisters fyrir alla, myndin segir af tveimur fyrrverandi grúbbpíum, önnur þeirra er föst í sama farinu (Goldie Hawn) en hin er búin að giftast lögfræðing og er orin ansi snobbuð (Susan Sarandon), hvað gerist svo þegar sú fyrrnefnda fer og hittir hina?

Vel leikin mynd með fullt af góðum leikurum en það er engum vöngum að velta yfir því að Geoffry Rush sýnir stórleik í aukahlutverki sem sérvitur rithöfundur sem aldrei hefur meikað það, hann ætti skilið tilnefningu fyrir hlutverkið.

Frábær og raunsæ gamanmynd sem engin ætti að láta fram hjá sér fara.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
I Spy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er ekkert líkt með Pluto Nash (sem var algjör hörmung) og I-Spy hvorki í skemmtanagildi né neinu öðru.

I-Spy er hin fínasta afþreying hún er full af aulahúmor og það er mikið gert grín af búnaði njósnara eins og 007.

Ég kvitta fyrir það að hún sé ekkert meistarastikki en hún er engu að síður mun betri en sú fyrrnefnda og það er alveg óhætt að sjá hana þó svo að hún eigi kanski ekki heima í bíó.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
8 Mile
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

8 Mile er mynd sem kemur á óvart hún segir sögu af strák sem elst upp við mikla fátækt og þráir að slá í gegn sem rappari en alltaf þegar hann reynir fyrir sér þá frýs hann.

Eminem stendur sig príðisvel í aðalhlutverkinu og reynist hann vera mun betri leikari en aðrir rapparar sem eru að reyna að meika það í leikaraheiminum.

Myndin er hin besta skemmtun, húmor og drama blandað saman með bara ágætis útkomu.

Mæli með henni, hún kemur á óvart.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Narc
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ansi góð ræma sem segir frá leinilögreglumönnum sem ransaka mirkustu hliðar eiturlifjaheimsins. Myndin lýsir erfiðum aðstæðum og hættum sem menn í þessu starfi þurfa að glíma við, bæði heima fyrir og í vinnunni, mynd sem minnir helst á gamla meistaraverkið Rush.

Góður leikur frá leikurum, hröð atburðarrás, gróf saga og gróf myndataka gerir myndina að góðri heild.

Mæli með henni fyrir alla unnendur spennandi lögreglumynda með skemmtilegri fléttu sem kemur á óvart.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
About Schmidt
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Drepleiðinleg mynd sem ég mæli ekki með fyrir einn né neinn.

Byrjar að vera pínulítið athiglisverð þegar fer að líða á hana en það er bara allt of langur aðdragandi að því.

Raunsæis mynd um gamlan karlskarf sem er ekki að sættast við það að vera kominn á eftirlauna aldurinn, hann er ekki heldur sáttur við kerlingarálftina og síður en svo tilvonandi tengdasons drulluhalann. Svona er hugsunarháttur hans út mest alla myndina svartsýni og niðurdregni er það sem príðir hana mest.

Ég hugsa að margir eigi eftir að gefast upp eftir fyrsta klukkutímann, annars er það mikil þrautsegja, ef þú meikar það þá átt þú hrós skilið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Catch Me If You Can
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Argasta snilld, sannsöguleg, findin og áhrifarík mynd.

Spielberg sínir það enn og aftur hversu verðugur hann er.

Í myndinni fara menn á borð við Tom Hanks, Christopher Walken og Leonardo DiCaprio með aðalhlutverkin, allir leikarar sem koma að myndinni standa sig mjög vel og þá þarf náttútulega ekki að tala um þremenningana sem sína allir sínar bestu hliðar.

Myndin fjallar um strák sem að fellur inn í það að verða svikahrappur, mjög fær, pabbi hans leiðir hann svona nokkurnveginn út í það og síðan fellur hann alveg í farið þegar mamma hans og pabbi skilja.

Myndin er frábærlega vel framsett, sagan mjög góð og vel unnið úr henni, hún er löng en verður aldrei nokkurntímann langdregin. Góður húmor, góður leikur og skemmtileg sannsöguleg saga príða helst myndina.

Mæli alveg eindregið með myndinni fyrir alla kvikmyndaunnendur, unga sem aldna, myndin er frábær.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Gangs of New York
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Algert meistarastikki, sem engin ætti að láta fram hjá sér fara, myndin er löng og hef ég heyrt fólk segja hana lengdregna en ég er ekki sammála því, hér er á ferðinni mikil saga sem þarfnast alls þessa tíma til að vera sögð.

Óhætt er að segja að Leonardo DiCaprio standi sig með príði í myndinni, heldur sjúskaður og fullur af hatri. Cameron Diaz stendur sig líka vel í sínu hlutverki en sá sem stendur sig einna best er án efa ómennið Butcher (Daniel Day Lewis) sem að nær að rista fram illsku og föðurlandsást í sínu tærasta formi með kjafti og klóm.

Myndin er með frekar subbulegum bardagasenum þar sem að hólmgöngur líðsins fara fram með kjötöxum, öxum og rítingum en ekki eru leifðar bissur.

Í stittu máli segir sagan af strák sem verður vitni að dauða föður síns og er staðráðinn í að hefna fyrir morðið.

Mynd sem ég mæli eindregið með, hún fer á háan stall í mínum rekka.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Stella í framboði
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Framhaldið sem aldrei hefði átt að koma.

Fyndnir kaflar en eitthvernveginn of mikið efni sem ekki var nægilega vel unnið úr.

Óhætt er að bíða eftir videoinu, það er forvitnilegt að sjá hana og hún er ekki það leiðinleg áhorfs að maður ætti að sleppa því að sjá hana.

Ég held að það hefði átt að kalla hana öðru nafni en Stella, vegna væntinganna sem gerðar voru til hennar finst manni hún sjálfsagt lélegri en hún er í raun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Hot Chick
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég vissi ekki alveg við hverju ég átti að búast við af honum Rob Schneider í þetta skiftið, en vanalega er hann þó óbrigðull.

Og viti menn honum tekst alveg afskaplega vel upp í þessari bráðfindnu gamanmynd, þar sem hann bregður sér í hlutverk skólastelpu :)

Ef þú ert að hugsa um að fara í kynskiftiaðgerð kíktu þá á þessa mynd fyrst.

Mæli eindregið með myndinni þetta er ein af þessum myndum sem ætti að geta fengið alla til að brosa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Spirited Away
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Spirited Away er enn ein magnaða myndin sem kemur frá Hayao Miyazaki en hann hefur einmitt gert myndir á borð við Princess Mononoke sem er að mínu mati ein af bestu myndum allra tíma, mynd sem kemst í flokk með Matrix, Fight Club og fleirri þessháttar myndum.

Mér persónulega fanst Princess Mononoke vera betri en Spirited Away og er það eingöngu af því að í fyrri myndinni var meira um að vera allan tímann, ekki það að hin sé langdregin, síður en svo.

Maður gleimir sér alveg gersamlega í sjónrænum útfærslum og djúpum söguþræði sem Hayao Miyazaki hefur skapað, myndin er frábær í alla staði og ég ætla pottþétt að sjá hana aftur þegar að Hollywood útgáfan kemur, vonandi verður bara ekki búið að eyðileggja hana.

Algjört möst fyrir unnendur góðra mynda.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Odd Couple
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The Rules of Attraction er alveg hreint ágætis mynd sem segir af lífi nokkurra háskóla krakka, ástunum, partíunum og dópinu.

Það er alveg hægt að segja að ungu leikararnir standi sig ágætlega, þó svo að enginn þeirra sýni neinn stjörnuleik þá koma þeir ágætlega frá sér sínum hlutverkum. Meira að segja James Van Der Beek bjargar sér úr vælinu í Dawsons Creek og tekst á við að vera hörkutólið og töffarinn í myndinni svo að maður gleymir næstum því hvað hann er mikill Chris Klein.

Myndatakan er skemmtileg ásamt klippingunni og fær mann einhvern veginn til þess að kynnast persónunum betur.

Myndin rennur nokkuð vel í gegn, það gerast engir stórmerkilegir hlutir í henni en engu að síður þá heldur hún manni alveg við efnið, handritið er vel skrifað og hefur engar óþarfa bollalengingar sem hrinda manni frá skjánum.

Ég get alveg mælt með myndinni sem stofumynd en ekki fyrir bíóið.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Die Another Day
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mögnuð Bond mynd sem gefur hinum ekkert eftir, þó svo að ég sé ekki sammála því að þetta sé besta Brosnan myndin þá er hún ekki heldur sú lakasta.

Byrjunarsenan er alveg svakalega svöl og eins og í öllum öðrum Bond myndum er þar stílað inn á coolið, húmorinn og lætin.

Strax á fyrstu mínútum tekur myndin svo óvænta stefnu sem gefur henni mikið gildi innan seríunnar.

Tæknibrellurnar eru virkilega flottar í myndinni en þegar kemur að tölvugrafíkinni þá er málið annað, tölvugrafíkin er bara einfaldlega ekki nógu flott og það hrjáir ekki bara Bond heldur flest öllum myndum þar sem að tölvuggrafíkin er mikið notuð, þó svo að sem betur fer er þetta allt saman að koma hjá þeim þarna í Hollywood.

Die Another Day er en ein myndin í Bond seríunni sem er algert möst og sannir Bond aðdáendur verða ekki fyrir vonbrigðum með.

Með ykkur hin sem fílið ekki Bond, ekki fara á Bond því hér er meira af honum en hefur verið, Philips, ekki tók ég eftir því.

Sjáið þessa hún er vel þess virða að sjá í bíó.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Good Girl
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er óhætt að segja að myndir eins og The Good Girl séu ekkert voðalega skemmtilegar áhorfs en engu að síður þá er myndin alveg ofboðslega góð.

Myndin gerist í smábæ í Texas þar sem að líf allra virðist vera frekar innihaldslaust og mjög óspennandi, í rauninni virðist vera að það gerist hreinlega aldrei neitt í þessum blessaða bæ. Jennifer Aniston sýnir sjörnuleik sem þrítug kona sem vinnur í stórmarkað, er gift aumingja, hatar lífið og fellur svo fyrir nýjum 22 ára starfsmanni súpermarkaðarins. Eitt leiðir að öðru og myndin endar á því að vera raunsæ dramamynd sem fær mann virkilega til þess að finna til með persónunum.

Allir leikarar í myndinni skila sínum hlutverkum vel og þá sérstaklega Jennifer Aniston og Jake Gyllenhaal sem sína sínar bestu hliðar. Handritið er vel skrifað og allar persónur myndarinnar eru meira en bara pappírinn á þykkt og þar með taldar allar aukapersónur.

The Good Girl er góð mynd sem er þó enganveginn þess virði að sjá í bíó þar sem að skemmtanagildið er algerlega í núlli.

Sjáðu hana á video ef þú ætlar á annaðborð að sjá hana, gæti verið ágætis þynnkumynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Altar Boys
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Altar Boys er mjög góð grín og drama mynd um vini sem eru aðeins á móti kerfinu.

Ég veit að nafnið The Dangerous Live Of Altar Boys er nú ekki beint til þess að maður sækist í myndina, en ég kvet ykkur til þess að láta það ekki aftra ykkur, því að myndin er mjög góð.

Allir leikararnir sem koma að henni bæði ungir og gamlir sýna mjög góðan leik, handritið er líka mjög gott og sagan er hnitmiðuð og eru engin óþarfa atriði í myndinni sem gera hana langdregna.

Í myndinni koma inn klippur úr teiknimynd en vinina dreymir um að gera teiknimyndasögu, þetta gæti hinsvegar farið í taugarnar á einhverjum, þessi innskot eru hinsvegar flott gerð og skemmtileg að mínu mati.

Mæli eindregið með þessari mynd hún er skemmtileg, findin og vel leikin. Vel þess virði að sjá í bíó.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Juwanna Mann
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Juwanna Mann er nokkuð vel heppnuð grínmynd um mann sem er að fara yfirum á stjörnustælum.Það er vel hægt að hlæja að myndinni og maður fær fleirri brandara heldur en bara þá sem sýndir eru í trailernum.

Þetta er kanski ekki ný formúla en það er engu að síður unnið vel úr öllu í þessari mynd, leikarar standa sig með príði og hefur greinilega verið valinn maður í hverju hlutverki, þegar brandarar eru vitlausir þurfa leikarar að líta út fyrir að vera það líka eins og ,rapparinn, í myndinni kemur vel til skila.

Ég get vel hugsað mér að sjá þessa mynd aftur og mæli alveg óhikað með henni ef fólk vill sjá skemmtilega gamanmynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Four Feathers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Four Feathers er virkilega vönduð og góð mynd að öllu leiti, að mér finnst. Hún er vel leikin og skrifuð, persónurnar eru aðeins meira heldur en bara það sem maður sér, klipping og hljóð flott ásamt skemmtilega vel gerðum bardagasenum þó svo að það sé ekkert allt of mikið af þeim.

Myndin hefur þó sinn Hollywood brag og er byggð á nokkrum föstum formúlum, hetjan og kærastan og vinurinn sem ágirnist kærustuna.

Af trailernum að dæma bjóst ég við algjörri hetju dellu, þegar hinsvegar líða tók á myndina var ég alveg hættur að halda það, en þegar að allt kom til alls þá var hetjan náttúrulega til staðar, en sem betur fer var henni ekki of gert.

Four Feathers er mynd sem ég er óhræddur að mæla með fyrir alla sem hafa ánægju af góðum hetju myndum sem hafa þó innihald.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Jackass: The Movie
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er ekkert hægt að segja um Jackass myndina, bara einfaldlega það að ef þú fílar Jackass þættina þá fílar þú myndina hún er bara einfaldlega meira af öllu.

Ef þú fílar ekki þættina þá ættir þú ekki að sjá myndina heldur.

Það er hægt að horfa á þessa mynd aftur og aftur og aftur og alltaf pæla jafn mikið í því hversu klikkaður hægt er að vera.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Knockaround Guys
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Cool mynd sem segir frá sonum tveggja mafíósa og klíku sem að þeir eru saman í sem þeir kalla Knockaround Guys ásamt vinum sínum. Einn þeirra sem vill koma sér áfram í hinum venjulega heimi rekur sig alltaf á það hver pabbi hans er þegar að hann reynir að sækja um vinnu og fyrir vikið vill enginn taka hann í vinnu, af hræðslu við yfirgang og að missa fyrirtækið í hendur mafíósa. Hann gefst upp og fær pabba sinn til þess að gefa sér séns í eitt verkefni, sem er jafnframt hans fyrsta, hann fær sénsinn en það er að koma peningum til skila til föður síns.

Auðvita klúðrast verkefnið, peningarnir glatast í smábæ og það verður uppi fótur og fit þegar að gengið kemur að sækja þá.

Hörku flott mynd með fullt af þekktum leikurum meðal annars Vin Diesel er í einu af aðalhlutverkunum hann er eins og fyrri daginn frekar cool, en fær ekki mikið að njóta sín sem passar þó betur inn í myndina eins og hún er. Dennis Hopper, John Malkovich, Seth green og fleirri.

Óhætt að skella sér á hana í bíó, cool, ekki of mikið, og bara mjög vel heppnuð í alla staði.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Death to Smoochy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hallærislega furðuleg mynd sem að reynir í rauninni að setja sig á of marga stalla. Hálf svört kómedía sem að tekst þó ekki upp að ná sér inn á svartan skala. Hvað er hún að fara?

Það eina sem hægt er að fullyrða um myndina er það að hún er ekki ætluð til þess að foreldrar fari með börnin sín á hana þó svo að Robin Williams leiki barnaþáttarpersónu í henni, bæði það að börnin mundu ekki skilja upp né niður í því sem væri að gerast og það að húmorinn er helst til svartur.

Edward Norton er mjög góður í sínu hlutverki en Robin Williams tekst einhvernveginn ekki alveg að losa sig nægilega mikið við Robin Williams, eins og hann gerir í One Hour Photo og Insomnia, en þó er hlutverkið ekki jafn alvarlegt svo það er kanski hægt að horfa hjá því og í rauninni fer hann alveg á kostum í nokkrum senum.

Hálf skrítin mynd sem þó er óhætt að mæla með fyrir unnendur videogláps.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei