Gagnrýni eftir:
Ali
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ef þú ert forvitin að vita eitthvað um ævi Muhammad Ali þá skaltu ekkert vera að fara á þessa mynd. Ef þú vilt vita hversu margar eiginkonur hann átti eða hverjir voru frægustu bardagar hans þá skaltu fara. Myndin virðist vera sett saman úr örfáum minningabrotum Ali því að heilsteyptan söguþráð vantaði. Þessi atriði voru teygð fram úr öllu og stundum áttaði maður sig ekki alveg á því hvaða tilgangi þetta þjónaði.
Frammistaða Will Smith í hlutverki ALI er góð, hvort sem hann á óskarinn skilið eða ekki. Það sem vakti mestu athygli mína utan við frammistöðu Smith var myndatakan í bardögunum sjálfum sem var mjög flott. Ég gef myndinni tvær stjörnur, aðra fyrir góða myndatöku og sviðsmynd og hina fyrir frammistöðu leikara.
Kannski hjálpaði það mér heldur ekki að njóta þessarar langdegnu myndar að ég sá hana í sal 2 í Kringlubíó og hitastigið inni í salnum var líklega rétt yfir frostmarki!